Viðskipti innlent

Virðisaukaskattur hækkar um 8 milljarða

Í skattatillögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að virðisaukaskatturinn muni gefa af sér 8 milljarða kr. tekjur aukalega. Þessu á að ná með hækkun hlutfalla, flutningi milli skattþrepa eða breikkun á skattstofni.

Breytingarnar fela í sér að komið verður upp þriggja þrepa virðisaukaskattkerfi, þ.e. 7%, 14% og 25%. Í 7% þrepinu verða matvörur, mjólkurvörur, húshitun, fjölmiðlar, tónlist, dagblöð og veggjöld.

Í 14% þrepinu verða veitingastarfsemi, sælgæti, kex, kökur og drykkjarvörur aðrar en áfengi. Í 25% þrepinu er það sem ekki er upptalið hér að framan.

Þá er gert ráð fyrir 10% hækkun á vörugjöldum á áfengi, tóbak, bensín, díselolíu og bifreiðagjaldi. Þetta á að skila 2,5 milljörðum kr. aukalega. Samanlögð hækkun vegna kolefnisskatta og vörugjalda á bensín og díselolíu nemur 5-6 kr. á lítra.

Samtals eiga tekjur af óbeinum sköttum og vörugjöldum að aukast um 10,5 milljarða kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×