Fleiri fréttir

Deloitte annast endurskoðun á Seðlabanka Íslands

Ríkisendurskoðun hefur samið við endurskoðunarfélagið Deloitte hf. um að annast ytri endurskoðun Seðlabanka Íslands á tímabilinu 2009-2011. Þá hafa Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn samið um að stofnunin annist innri endurskoðun bankans á sama tímabili.

Lítil breyting á gengi krónunnar

Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,15% í dag og stendur gengisvísitalan í 237 stigum. Fremur lítil viðskipti hafa verið á gjaldeyrismarkaðinum það sem af er degi samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings.

Kaupmáttur launa ekki verið minni síðan 2002

Eins og Vísir greindi frá fyrr í morgun jókst kaupmáttur launa um 0,2% á milli júní og júlí. Greiningardeild Íslandsbanka telur að hækkunin boði engan sérstakan viðsnúning í kaupmáttarþróuninni heldur var meginskýring hennar útsöluáhrif í verðbólgumælingu júlímánaðar. Kaupmáttur launa hefur ekki verið minni síðan í árslok 2002.

Vill afkomutengingu afborgana frekar en niðurfellingu

Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, leggur til að afborganir húsnæðislána verði tengdar afkomu lántaka í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag. Þórólfur segir ógerning að fjármagna skuldaniðurfellingar sem einhverju máli skipta og leggur þessa leið frekar til.

Jón Ásgeir og Ingibjörg gera með sér kaupmála

Jón Ásgeir Jóhannesson og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, skiluðu kaupmála til sýslumannsins í Reykjavík þann þriðja júní síðastliðinn. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birt var í Lögbirtingarblaðinu í vikunni, en í slíkum auglýsingum kemur ekkert fram um innihald kaupmálans.

Ólína Þorvarðardóttir: Orkuverðmæti á brunaútsölu

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir orkuverðmæti á brunaútsölu í grein sem hún ritar í vefdagbók sína í dag. Hún vísar þar til fyrirhugaðra kaupa Magma Energy á þriðjungshlut í HS Orku.

Hlutafjárútboð sameinaðs jarðhitafélags skilaði 21 milljarði

Hlutafjárútboð kanadíska félagsins GTO Resources Inc. skilaði 21 milljarði króna. Hlutaféð var selt í tengslum við sameiningu GTO við þrjú harðhitafélög; Polaris Geothermal, Ram Power Incorporated og Western Geopower. Tvö síðarnefndu félögin eru að hluta í eigu Geysis Green Energy.

Finnur Árnason: Hagar ekki í gjörgæslu

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir rangt að félagið sé gjörgæslu eins og slegið er upp á forsíðu Morgunblaðsins í morgun. Hann segir rekstur félagsins þvert á móti ganga vel.

Kaupþing með Haga í gjörgæslu

Nýja Kaupþing er með þriggja manna teymi sérfræðinga á sviði útlána og fyrirtækjaráðgjafar starfandi í Högum. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins er hlutverk sérfræðinganna að vernda hagsmuni bankans og leggja mat á verðmæti eigna félagsins.

Þriðjungur brottfluttra pólskir karlmenn

Á fyrstu sex mánuðum ársins fluttu 1.532 fleiri frá landinu en til þess. Samtals fluttu 2.720 manns til landsins, en 4.252 manns frá landinu. Þriðjungur brottfluttra eru pólskir karlmenn. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.

Fóðurblandan hækkar verð á tilbúnu fóðri

Fóðurblandan mun hækka allt tilbúið fóður um allt að 4% en þó misjafnt eftir tegundum. Hækkunin tekur í gildi þann 24.ágúst næstkomandi og er helsta ástæðan hækkun á aðkeyptum hráefnum erlendis frá og veikt gengi íslensku krónunnar.

6 milljarða króna hagnaður hjá Landsvirkjun

Samkvæmt rekstrarreikningi samstæðu Landsvirkjunar, skilaði samstæðan 47,3 milljóna dollara hagnaði fyrstu sex mánuði ársins 2009 eða um 6 milljörðum króna á núverandi gengi en starfrækslugjaldmiðill Landsvirkjunar er dollar. Landsvirkjun segir lausafjárstöðu fyrirtækisins góða og að fjármögnun sé tryggð út árið 2011.

Ekkert lát á veikingu krónunnar

Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,5% í morgun og bætist sú lækkun við talsverða lækkun síðustu daga. Í gær lækkaði gengi krónunnar um 0,7% og hefur krónan nú lækkað um 2,9% frá því á föstudaginn.

Áhrif Icesave samnings „fremur jákvæð“ að mati Moody's

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's telur að breytingar í tengslum við Icesave-samningana muni styðja við sjálfbærni ríkisfjármála. Breytingarnar hafa fremur jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Forstjóri Straums með fjórar milljónir á mánuði

Forstjóri Straums, sem lagði til milljarða bónus fyrir sig og samstarfsmenn sína á dögunum, er með fjórar milljónir í mánaðarlaun eða fjórföld laun forsætisráðherra landsins og rúmlega tvöföld mánaðarlaun bankastjóra Kaupþings og Íslandsbanka.

Segir Reykjanesbæ ekki hafa samið af sér

Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, er ekki sáttur við ummæli Sigrúnar Elsu Smáradóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um að Reykjanesbær hafi samið af sér varðandi sölu Reykjanesbæjar á hlut sínum í HS Orku til Geysis Green Energy.

Enn hækkar Úrvalsvísitalan

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63% í rúmlega 24 milljón króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 772 stigum.

Stjórnendur Magasín fengu 220 milljónir í laun á síðasta ári

Jón Björnsson og Carsten Fensholt stjórnendur Magasin fengu greiddar 8,8 milljónir danskra króna í tekjur rekstrarárið 2008/2009, eða 220 milljónir íslenskra króna á núvirði. Þetta er 1,1 milljón eða 25 milljónum íslenskra minna en rekstrarárið þar á undan og segir Fensholt að það skýrist af því að launabónusar hafi verið hærri þá.

Tilboð Magma Energy er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum

„Tilboð Magma Energy í HS Orku er allt of mikil áhætta með of litlum tryggingum en einungis hlutir í Hitaveitu Suðurnesja eru að veði fyrir fyrir lokagreiðslum Magma Energy í HS Orku. Þá hafa þessir einkaaðilar haft sjö ár til að greiða sér arð, færa til eignir eftir hentugleikum en það er engin trygging fyrir því að verðmæti veðanna í HS Orku haldi verðgildi sínu," segir Sigrún Elsa Smáradóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hún segir Reykjanesbæ hafa samið af sér.

Verðbólgan enn á undanhaldi

Greiningadeild Íslandsbanka spáir 0,7% hækkun á vísitölu neysluverðs í ágúst. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka úr 11,3% í 11,1%, sem er minni verðbólga en sést hefur síðan í mars 2008.

Ríkið gefur út skuldabréf á morgun

Áformað er að gefa út ríkisbréf í þremur flokkum, á morgun. Um er að ræða annarsvegar nýjan tveggja ára flokk, RB11, ásamt Ríkisbréfum á gjalddaga 2013 (RB13) og Ríkisbréfum á gjalddaga 2025 (RB25). Stærð útboðsins er ekki ákveðin fyrirfram. Þetta kemur fram í Markaðspunktum Kaupþings.

Már tekur við embætti seðlabankastjóra

Már Guðmundsson tekur í dag við embætti seðlabankastjóra. Á sama tíma lætur Norðmaðurinn Svein Harald Øygard af störfum en hann var settur tímabundið í stöðu seðlabankastjóri í febrúar í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar svokölluðu og stjórnarskiptanna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66% í rúmlega 68 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 767,1 stigi.

Opnað fyrir Ísland á nýjan leik

Eitt stærsta greiðslutryggingarfélag heims, Coface, hefur nú staðfest skriflega að fyrirtækið sé tilbúið til að tryggja greiðslur íslenskra fyrirtækja á sama hátt og gildir með fyrirtæki í öðrum löndum.

Bjartsýni breskra framleiðenda eykst

Bjartsýni á meðal breskra iðnaðarframleiðenda hefur aukist mjög að undanförnu og hefur ekki mælst jafn há síðan í júní 2008 að sögn samtaka breska iðnaðarins (CBI).

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júlí

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% í júlí frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lækkað um ríflega 11% að nafnvirði og um tæplega 23% að raunvirði yfir síðustu tólf mánuði. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum.

Krónan heldur áfram að lækka

Gengi krónunnar hefur lækkað um ríflega 0,2% í morgun í fremur litlum viðskiptum. Er þetta fjórði dagurinn í röð sem gengi krónunnar lækkar. Dagslokagildi krónunnar var það lægsta á árinu í lok dags í gær.

Taldi fregnir af bónusgreiðslum til starfsmanna Straums lygasögu

Ætla þeir sem kveiktu í húsinu að fá sérstaklega greitt fyrir að slökkva eldinn?, spyr formaður viðskiptanefndar um áætlun stjórnenda Straums-Burðaráss um allt að tíu milljarða króna bónusgreiðslna til handa starfsmönnum bankans. Hún vonast til að lífeyrissjóðirnir, sem eiga tugmilljarða kröfu á bankann, samþykki ekki áætlunina.

Stjórnendur Straums fara fram á milljarða bónusgreiðslur

Stjórnendur Straums hafa kynnt kröfuhöfum bankans þær hugmyndir stjórnenda Straums að þeir fái 10,8 milljarða króna í bónusa á næstu fimm árum. Á næstu árum munu starfsmenn fjárfestingabankans Straums sem nú er í höndum Fjármálaeftirlitsins, reyna að hámarka virði eigna bankans.

Slitastjórn Kaupþings ræður PwC til rannsóknarvinnu

Slitastjórn Kaupþings hefur ráðið endurskoðunarfyrirtækið PricewaterhouseCoopers (PwC) til að sinna rannsókn á ráðstöfunum bankans áður en hann fór í greiðslustöðvun með sérstakri áherslu á mögulega riftun ráðstafana þrotamanns á grundvelli gjaldþrotaskiptalaga.

Gríðarleg eftirspurn eftir leiguhúsnæði

Talsvert aukin sókn hefur verið í leiguhúsnæði undanfarið. Sést það á því að aukning hefur verið í fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Í júlí var þinglýstum 1.033 slíkum leigusamningum á landinu öllu og er það 53% aukning frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hefur 6.218 leigusamningum með íbúðarhúsnæði verið þinglýst sem er 37% aukning frá sama tímabili í fyrra. Greining Íslandsbanka kemur að þessu í Morgunkorni sínu.

Sjá næstu 50 fréttir