Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,66% í rúmlega 68 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Stendur vísitalan nú í 767,1 stigi.

Mest lækkuðu bréf Icelandair Group, um 11,11%. Enn einn daginn lækkuðu bréf Bakkavarar eða um 5%. Er gengi bréfa félagsins nú 0,95 krónur á hlut.

Century Aluminium hækkaði um 3,96% og Marel hækkaði um 3,6%%.

Skuldabréfavelta var lítil í dag en hún nam 7 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×