Viðskipti innlent

Sparisjóðirnir lækka vexti um allt að 1% frá 21. ágúst

Frá útibúi Sparisjóðs Keflavíkur á Ísafirði.
Frá útibúi Sparisjóðs Keflavíkur á Ísafirði.
Sparisjóðirnir hafa ákveðið að lækka vexti inn- og útlána frá 21. ágúst. Munu verð- og óverðtryggðir vextir inn- og útlána lækka um allt að 1%.

Í tilkynningu frá Sparisjóðunum segir að þeir stígi hér með enn einu sinni fram af ábyrgð með lækkun vaxta á inn- og útlánum.

Sparisjóðurinn er sameiginlegt vörumerki sparisjóða landsins að undanskildum sparisjóðnum BYR.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×