Viðskipti innlent

Bandaríski prófessorinn dregur í land með skammir

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Daniel W. Drezner, prófessor í alþjóðastjórnmálum og bloggari. Mynd/Bloggingheads.tv
Daniel W. Drezner, prófessor í alþjóðastjórnmálum og bloggari. Mynd/Bloggingheads.tv

Daniel W. Drezner, bandaríski prófessorinn sem fór hörðum orðum um Íslendinga í bókadómi í gær, líkt og Vísir greindi frá, hefur nú dregið að nokkru í land.

Í dómnum fjallaði hann um bókina Why Iceland eftir Ásgeir Jónsson, forstöðumann greiningardeildar Kaupþings, sem fjallar um hrunið á Íslandi.

Í niðurlagi dómsins segir hann helsta gagnið í bókinni vera að hún afhjúpi hugarfar íslensku þjóðarinnar. Hann bendir á að Ásgeir eyði ófáum blaðsíðum í að telja upp blóraböggla sem brugðust Íslandi á alþjóðavettvangi, án þess að litið sé í eigin barm. Þetta þótti Drezner ekki sannfærandi og sagði Íslendinga í leit að sökudólgum mega líta sér nær.

Á bloggi sínu endurskoðar hann þennan dóm og segir:

„Þetta er aðeins harðorðara en ég hafði ætlað mér - Íslendingar bera ekki einir ábyrgð á klemmunni sem þeir eru í. Engu að síður er ótrúlegt hvað skortir á sjálfsskoðun þeirra. Ég er ekki mikill aðdáandi þessarar bókar, en frábær bók um hrunið bíður þess að vera skrifuð."

Blogg prófessorsins má lesa hér.




Tengdar fréttir

Bandarískur prófessor: Íslendingar, lítið ykkur nær

„[Sagan] er næstum jafn dramatísk og ævintýri úr norrænni goðafræði," segir Daniel W. Drezner, þekktur bandarískur prófessor og bloggari, í grein á vefsvæði Wall Street Journal í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×