Viðskipti innlent

Þriðjungur brottfluttra pólskir karlmenn

Erlendir starfsmenn hér á landi voru flestir í byggingariðnaðinum.
Erlendir starfsmenn hér á landi voru flestir í byggingariðnaðinum.
Á fyrstu sex mánuðum ársins fluttu 1.532 fleiri frá landinu en til þess. Samtals fluttu 2.720 manns til landsins, en 4.252 fluttu frá landinu. Þriðjungur brottfluttra eru pólskir karlmenn. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag.

Á sama tímabili í fyrra var flutningsjöfnuðurinn jákvæður um 2.674 manns. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Hagstofunnar um búferlaflutninga á fyrri helmingi ársins.

Þegar rýnt er í gögnin um aðflutta umfram brottflutta eftir þjóðerni og landi sést að ríflegra þriðjungur þeirra sem fluttu frá landinu voru erlendir karlmenn sem fluttu til Póllands, að öllum líkindum að megninu til Pólverjar.

Þá fluttu 751 maður til Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur umfram þá sem fluttu frá þeim löndum, að megninu til íslenskir ríkisborgarar eða tæplega 9 af hverjum 10.

Erlendum ríkisborgurum hefur ekki fækkað á Íslandi síðan árið 1992. Fjölgun erlendra ríkisborgara á Íslandi var talsverð á árunum 2005-2007, eða tæplega 15 þúsund manns samtals. Það jafngildir tæplega íbúafjölda Akureyrar árið 2005, en í lok þess árs bjuggu tæplega 17 þúsund manns þar í bæ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×