Viðskipti innlent

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júlí

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% í júlí frá fyrri mánuði samkvæmt upplýsingum frá Fasteignaskrá Íslands. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur nú lækkað um ríflega 11% að nafnvirði og um tæplega 23% að raunvirði yfir síðustu tólf mánuði. Búast má við að íbúðaverð muni enn gefa eftir á næstu misserum.



Tímabundið flökt á leið að frekari verðlækkun

Frá því að hápunktinum var náð á íbúðamarkaði í byrjun síðasta árs hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 13% að nafnvirði og 31% að raunvirði.

Opinberar spár um þróun húsnæðisverðs á næstu misserum gera ráð fyrir að áður en yfirstandandi lægð muni ljúka á fasteignamarkaði árið 2011 muni raunverðslækkun íbúðaverðs nema hátt í 50% frá því að hápunktinum var náð.

Samkvæmt því mati er enn umtalsverð lækkun húsnæðisverðs í pípunum. Það er mat Greiningar Íslandsbanka að ofangreind hækkun í júlí sé í því ljósi einungis tímabundið flökt í verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á leið þess að frekari lækkun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×