Viðskipti innlent

Rétt að Hagar leituðu til Kaupþings - svarar ekki um annað

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings.
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings.
„Ég get staðfest að Hagar hafi leitað til Nýja Kaupþings um ákveðna þjónustu en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um málið," segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings í samtali við fréttastofu.

Í Morgunblaðinu í morgun er það fullyrt að Nýja Kaupþing sé með Haga í gjörgæslu og hafi þriggja manna sérfræðingateymi starfandi innan fyrirtækisins til að vernda hagsmuni bankans. Þessu hefur Finnur Árnason, forstjóri Haga vísað alfarið á bug. Hann segir Haga hafa leitað til fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings til að sjá um virðisrýrnunarpróf, sem sé eðlilegur hluti reikningsskila.

Þetta staðfestir Finnur Sveinbjörnsson, en vill í engu svara um aðra hluta málsins, til dæmis hvort rétt sé að bankinn meti nú hugsanlegar aðgerðir ef 1998 ehf., félag Jóns Ásgeirs og fjölskyldu sem á Haga að langstærstum hlut, getur ekki staðið í skilum líkt og fram kom í frétt Morgunblaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×