Ólína Þorvarðardóttir: Orkuverðmæti á brunaútsölu Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 22. ágúst 2009 16:28 Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar. Mynd/GVA Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir orkuverðmæti á brunaútsölu í grein sem hún ritar í vefdagbók sína í dag. Hún vísar þar til fyrirhugaðra kaupa Magma Energy á þriðjungshlut í HS Orku. Í greininni ber hún saman kauptilboð Magma Energy við eldri samninga sem félagið hefur gert vestanhafs og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Samningarnir þykja mun betri fyrir viðsemjendur fyrirtækisins en kauptilboðið í HS Orku. Í frétt Fréttablaðsins segir að hefði Reykjanesbær náð sams konar samningi við Magma fengi bærinn 190 milljónir í auðlindagjald árlega, en ekki 30. Ólína segir samninginn ekki koma til greina. Hún segir málið ekki snúast um erlent fjármagn, enda sé ekki um slíkt að ræða svo neinu nemi. „Hér er einfaldlega stórfyrirtæki að reyna að ná undir sig verðmætum nýtingarrétti auðlindar á brunaútsölu - og nýtir sér í því skyni erfiða stöðu sveitarfélags og þjóðar í kreppu," segir í grein Ólínu. Hún segir hætt við því að fleira af þessu tagi geti átt sér stað í núverandi efnahagsástandi og bætir við að Íslendingar verði að halda fast og vel um auðlindir sínar í tímabundnum fjárþrengingum. „Ég vona að fjármálaráðherra takist með einhverjum ráðum að stöðva það sem þarna er að eiga sér stað," segir Ólína að lokum. Grein Ólínu má lesa í heild hér. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir orkuverðmæti á brunaútsölu í grein sem hún ritar í vefdagbók sína í dag. Hún vísar þar til fyrirhugaðra kaupa Magma Energy á þriðjungshlut í HS Orku. Í greininni ber hún saman kauptilboð Magma Energy við eldri samninga sem félagið hefur gert vestanhafs og fjallað var um í Fréttablaðinu í dag. Samningarnir þykja mun betri fyrir viðsemjendur fyrirtækisins en kauptilboðið í HS Orku. Í frétt Fréttablaðsins segir að hefði Reykjanesbær náð sams konar samningi við Magma fengi bærinn 190 milljónir í auðlindagjald árlega, en ekki 30. Ólína segir samninginn ekki koma til greina. Hún segir málið ekki snúast um erlent fjármagn, enda sé ekki um slíkt að ræða svo neinu nemi. „Hér er einfaldlega stórfyrirtæki að reyna að ná undir sig verðmætum nýtingarrétti auðlindar á brunaútsölu - og nýtir sér í því skyni erfiða stöðu sveitarfélags og þjóðar í kreppu," segir í grein Ólínu. Hún segir hætt við því að fleira af þessu tagi geti átt sér stað í núverandi efnahagsástandi og bætir við að Íslendingar verði að halda fast og vel um auðlindir sínar í tímabundnum fjárþrengingum. „Ég vona að fjármálaráðherra takist með einhverjum ráðum að stöðva það sem þarna er að eiga sér stað," segir Ólína að lokum. Grein Ólínu má lesa í heild hér.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira