Gerir meiri kröfur til þeirra sem eru í forsvari fyrir skilanefndir bankanna Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 17:01 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Mér finnst eðlilegt að gera meiri kröfur til þeirra sem eru í forsvari fyrir skilnefndir bankanna," segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í viðskiptanefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Eygló segir á heimasíðu sinni að reiðibylgja gangi nú yfir islenskt samfélag eftir að DV flutti frétt þess efnis að enn á ný ætti hugsanlega að afskrifa skuldir fjármálaspekúlanta, án nokkurrar umræðu eða gagnsæis. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, neitaði hins vegar alfarið í samtali við fréttastofu að nokkur lán yrðu afskrifuð án þess að ganga að þeim veðum sem stóðu lánum bankans til grundvallar. Eygló segir hins vegar að það breyti ekki þeirri staðreynd að menn spyrji enn hvað sé að gerast í bankakerfinu. Hún segir ekki nógu gott regluverk í kringum skilanefndirnar og það þurfi að auka gagnsæi í skilanefndum bankanna. „Það verður að hafa allt upp á borðum í tengslum við söluferli á öllum eignum þrotabúanna hjá föllnu bönkunum, það gengur ekki að fjölmiðlar séu að fá upplýsingar úr skilanefndum bankanna í gegnum krókaleiðir," segir Eygló í samtali við fréttastofu. Á heimasíðu sinni segir Eygló að engar skýrar og afmarkaðar reglur virðast vera um verkefni, markmið, ábyrgð og valdsvið skilanefnda né slitastjórna umfram það sem almennt gerist hjá skiptastjórum. Skilanefndirnar sjálfar segjast fyrst og fremst vera ábyrgar gagnvart kröfuhöfum, en enginn veit hverjir þessir kröfuhafar eru eða hvort þeir koma yfir höfuð að störfum skilanefndanna. Engar reglur virðast vera um hvernig og hve oft skilanefndir eða slitastjórnir gera grein fyrir störfum sínum og eftirlitið með þeim virðist vera mjög lítið að mati Eyglóar.Hér má lesa pistil Eyglóar í heild sinni. Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Milljarðalán til Magnúsar ekki afskrifuð „Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja láninu til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. 18. ágúst 2009 12:37 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Mér finnst eðlilegt að gera meiri kröfur til þeirra sem eru í forsvari fyrir skilnefndir bankanna," segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í viðskiptanefnd Alþingis, í samtali við fréttastofu. Eygló segir á heimasíðu sinni að reiðibylgja gangi nú yfir islenskt samfélag eftir að DV flutti frétt þess efnis að enn á ný ætti hugsanlega að afskrifa skuldir fjármálaspekúlanta, án nokkurrar umræðu eða gagnsæis. Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, neitaði hins vegar alfarið í samtali við fréttastofu að nokkur lán yrðu afskrifuð án þess að ganga að þeim veðum sem stóðu lánum bankans til grundvallar. Eygló segir hins vegar að það breyti ekki þeirri staðreynd að menn spyrji enn hvað sé að gerast í bankakerfinu. Hún segir ekki nógu gott regluverk í kringum skilanefndirnar og það þurfi að auka gagnsæi í skilanefndum bankanna. „Það verður að hafa allt upp á borðum í tengslum við söluferli á öllum eignum þrotabúanna hjá föllnu bönkunum, það gengur ekki að fjölmiðlar séu að fá upplýsingar úr skilanefndum bankanna í gegnum krókaleiðir," segir Eygló í samtali við fréttastofu. Á heimasíðu sinni segir Eygló að engar skýrar og afmarkaðar reglur virðast vera um verkefni, markmið, ábyrgð og valdsvið skilanefnda né slitastjórna umfram það sem almennt gerist hjá skiptastjórum. Skilanefndirnar sjálfar segjast fyrst og fremst vera ábyrgar gagnvart kröfuhöfum, en enginn veit hverjir þessir kröfuhafar eru eða hvort þeir koma yfir höfuð að störfum skilanefndanna. Engar reglur virðast vera um hvernig og hve oft skilanefndir eða slitastjórnir gera grein fyrir störfum sínum og eftirlitið með þeim virðist vera mjög lítið að mati Eyglóar.Hér má lesa pistil Eyglóar í heild sinni.
Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Milljarðalán til Magnúsar ekki afskrifuð „Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja láninu til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. 18. ágúst 2009 12:37 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Íslenskt neftóbak hækkaði um 60 prósent í verði um áramótin Viðskipti innlent Aðeins fjórðungur fyrirtækja undirbúinn fyrir gildistöku nýrra persónuverndarlaga Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24
Milljarðalán til Magnúsar ekki afskrifuð „Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja láninu til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. 18. ágúst 2009 12:37