Fleiri fréttir Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði um 42 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 42 milljarða króna milli mánuðina maí og júní en það er um 10% rýrnun á þessum tíma. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. 7.7.2009 09:57 Íslendingar kanna fjárfestingar í Hvíta - Rússlandi Hópur íslenskra viðskiptamanna frá fimm fyrirtækjum var á ferð um Hvíta - Rússland í liðinni viku til að kanna fjárfestingarmöguleika þar í landi. Hópurinn var á vegum Útflutningsráðs en naut aðstoðar Viðskiptaráðs Minsk borgar í ferðinni. 7.7.2009 09:16 SPM var ekki lengur varinn gegn fullnustuaðgerðum kröfuhafa Að baki ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) að skipa nýja stjórn yfir Sparisjóði Mýrarsýslu lá sú staðreynd að SPM naut ekki lengur verndar gegn fullnustuaðgerðum kröfuhafa. Sú staða kom upp þegar greiðslustöðvun SPM rann út þann 30. júní s.l. 7.7.2009 08:57 Bakkabræður skulduðu mest í Kaupþingi Eigendur Kaupþings voru jafnframt stærstu skuldarar bankans samkvæmt lánabók hans frá árinu 2006. DV birtir í dag yfirlit yfir stærstu skuldarana. 7.7.2009 08:32 Segir ekki rétt að hollensk stjórnvöld styðji málsókn Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fulltrúi í samninganefnd Icesave segir það ekki rétt sem haft var eftir Höskuldi Þórhallssyni þingmanni Framsóknarflokksins hér á Vísi fyrr í dag. 6.7.2009 22:50 Markmiðið að draga úr ríkiseigu bankanna Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði í dag á fundi um endurreisn bankakerfisins að það væri margt að gerast í málefnum bankanna. „Endurreisnin þolir ekki langa bið og eigendastefna bankanna verður tekin á næstu vikum. Við verðum að huga sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum þegar kemur að því að selja hluti úr bönkunum," sagði Gylfi. 6.7.2009 16:41 Century Aluminium tók dýfu Century Aluminium tók dýfu í kauphöllinni í dag og lækkaði um 11,3%. Þess ber þó að geta að aðeins var um viðskipti upp á 2,2 milljónir kr. að ræða. 6.7.2009 15:52 Nýtt fjármagn frá erlendum kröfuhöfum ólíklegt „Markmið samningaviðræðna okkar er að bankarnir séu nægilega vel fjármagnaðir og þeir njóti alþjóðlegs trausts og virðingar. Síðast en ekki síst eru samningar við kröfuhafa lykilatriði," sagði Helga Valfells, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra á fundi í Þjóðmenningarhúsinu um endurreisn bankakerfisins. Hún telur litlar líkur á því að erlendu kröfuhafarnir setji nýtt fjármagn inn í nýju bankana. 6.7.2009 15:24 Áætlað að ríkið setji 280 milljarða í nýju bankana Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að líklega þyrfti ríkið að setja 280 milljarða inn í nýju bankana til að þeir yrðu starfhæfir og gætu starfað á eðlilegum viðskiptagrundvelli. 6.7.2009 14:36 Aðgangur að lánsfé er lausnin á bankakreppunni Svein Harald Öygard seðlabankastjóri segir að lausnin á bankakreppunni hérlendis sé aðallega spurning um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi um endurreisn bankanna sem haldinn var í dag. 6.7.2009 14:22 Magma Energy skráð á markað í dag Kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy sem hyggst kaupa rúmlega tíu prósenta hlut í HS Orku af Geysi Green Energy verður skráð á markað í Toronto í Kanada í dag. 6.7.2009 12:24 Býst við frekari hópuppsögnum á næstu mánuðum Búast má við að á meðan rekstrarumhverfi fyrirtækja er jafn erfitt og nú er muni enn koma til hópuppsagna á næstu mánuðum. Á þetta við um fyrirtæki í byggingariðnaði sem og öðrum geirum atvinnulífsins. 6.7.2009 12:16 Tafir á uppbyggingu bankanna tefja efnahagsbata Mats Josefsson ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu bankakerfisins, segir að erlendir aðilar muni ekki hafa áhuga á að koma inn í íslenska bankastarfsemi fyrr en um tveimur árum að lokinni uppbyggingu bankanna og ljóst orðið að þeir beri sig. Þrjár nefndir Alþingis fjalla í dag um Icesave samningana. 6.7.2009 12:11 Veruleg inngrip Seðlabankans gjaldeyrismarkaði í júní Nettósala Seðlabankans á gjaldeyri nam 2,5 milljörðum kr. í síðasta mánuði, sem jafngildir ríflega 40% af heildarveltu á markaðinum. Seðlabankinn hefur ekki selt meiri gjaldeyri í einum mánuði það sem af er ári. 6.7.2009 12:09 Hátt atvinnuleysi fram á næsta ár Forstjóri Vinnumálastofnunar segir spár benda til að atvinnuleysi mælist rúmlega níu prósent eftir áramót. Ekki fari að draga úr atvinnuleysinu fyrr en liðið verður á næsta ár. 6.7.2009 12:04 Tilboð í sendiherrabústaðinn í New York til skoðunar Aðeins eitt tilboð hefur borist í þá þrjá sendiherrabústaði sem eru til sölu. Tilboðið er í bústaðinn í New York og er það nú til skoðunar samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. 6.7.2009 11:42 Háir innlánsvextir auka áhættusækni banka Bandarískir bankar sem hafa boðið háa vexti á innlánum sínum standa nú margir hverjir frammi fyrir verulegum vanda. Ástæðan fyrir vandanum eru svokallaðir heitir peningar (e. hot money). Heitir peningar eru innstæður á hávaxtareikningum sem síðan eru lánaðir til áhættusamra verkefna. 6.7.2009 11:28 Hátt í 400 misstu vinnuna í hópuppsögnum Alls var 360 manns sagt upp í fjórum hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar í júní. 5.7.2009 13:27 Vilhjálmur Bjarnason: Grein Helga uppskrift af því hvernig á að snuða aðra „Greinin hans Helga [Sigurðssonar, fyrrum yfirlögfræðings Kaupþings] er uppskrift af því hvernig á að snuða aðra hluthafa og gefa ranga mynd af stöðu bankans," segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, um varnargrein sem Helgi Sigurðsson fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings skrifaði í Fréttablaðið í dag. 4.7.2009 16:02 Píslarsaga Helga: Sölubann varð til niðurfellingar ábyrgða Í grein sem sem Helgi Sigurðsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag útskýrir hann niðurfellingu ábyrgða starfsmanna í Kaupþingi sem mikið hefur verið deilt um undanfarið. 4.7.2009 11:04 Spyr hvort Peningastefnunefnd telji of skammt gengið Viðskiptaráð Íslands veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort Peningastefnunefnd Seðlabankans telji að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi of skammt. Þetta kemur fram í umfjöllun um síðustu stýrivaxtaákvörðun á heimasíðu ráðsins. 4.7.2009 10:01 FME skipar bráðabirgðastjórn yfir SPM Fjármálaeftirlitið (FME) hefur skipað bráðabirgðastjórn yfir Sparisjóð Mýrarsýslu (SPM) og tekur hún yfir rekstur sparisjóðsins. 4.7.2009 09:31 SVÞ segir engar líkur á að krónan styrkist Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vill koma þeim skilaboðum til félagsmanna sinna að eins og staðan er núna séu engar líkur að á gengi krónunnar styrkist á næstunni. 4.7.2009 09:18 Opin kerfi ehf. ekki sama og Opin Kerfi Group Opin kerfi ehf. vilja gjarnan koma því á framfæri að fyrirtækið tengist ekki Opnum Kerfum Group hf. sem tilkynnti í morgun um 892 milljónar króna tap á síðasta ári vegna starfsemi sinnar á Norðurlöndunum. Þetta hefur ekkert með fyrirtækið Opin kerfi ehf. á Íslandi að gera. Í nóvember 2007 keypti eignarhaldsfélagið OK2 ehf., sem er í eigu Frosta Bergssonar, Opin Kerfi ehf. út úr Hands Holding. Síðan þá hafa fyrirtækin verið aðskilin þrátt fyrir að bera lík nöfn. 3.7.2009 19:09 Innstæður MP banka hafa fjórfaldast síðan í október Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að innstæður í bankanum hafi fjórfaldast síðan í lok árs 2008. Þá hafi innstæður bankans numið rúmum 6 milljörðum króna en nú hafi viðskiptavinir lagt rúma 25 milljarða inn í bankann. Þetta segir stjórnarformaðurinn í viðtali við New York Times. 3.7.2009 17:34 Össur hækkaði um 1,3% í dag Össur hækkaði um 1,31% í Kauphöll Íslands í dag eftir lækkun í gær. 3.7.2009 17:06 Gjaldeyrisinnistæður hafa aukist um 70 milljarða Gjaldeyrisinnistæður á innlánsreikningum í bönkunum jukust um 70 milljarða kr. frá því í maí í fyrra og fram til maí í ár. Samkvæmt bráðbirgðayfirliti frá Seðlabankanum námu þessar innistæður 103 milljörðum kr. í maí í fyrra en voru komnar í 173 milljarða í maí í ár. 3.7.2009 15:00 Mun færri farþegar um Keflavíkurflugvöll Samtals komu 310 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-júní 2009 borið saman við 427 þúsund farþega í janúar-júní 2008. 3.7.2009 14:57 Landsframleiðslan dróst saman um 3,6% Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2009. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 3,3%. 3.7.2009 13:50 Eimskip sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar Eimskip var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra þess, um greiðslu launa í tvö ár, allt til loka febrúar 2010. Byggir sýknan á því að Baldur hafi misnotað aðstöðu sína og því beri að ógilda starfslokasamning við hann. 3.7.2009 13:37 Teymi fagnar málalyktum Fjarskiptafyrirtækið Teymi fagnar málalyktum í málefnum fyrirtæksins og Tals en Samkeppniseftirlitið hefur sektað Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 3.7.2009 12:42 Teymi sektað um 70 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað fjarskiptafyrirtækið Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali. 3.7.2009 11:51 Erlend skuldastaða er vel öfugu megin við 200% Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag voru útreiknaðar erlendar skuldir þjóðarbúsins 253% af landsframleiðslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé alveg ljóst að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé mjög tæp og sé vel öfugu megin við 200% af landsframleiðslu. 3.7.2009 11:03 Norræn ofurtölvusetur á Íslandi til skoðunar Þrjár norrænar stofnanir íhuga nú að koma á fót samnorrænum ofurtölvusetrum á Íslandi. Það er einkum hagstætt raforkuverð sem gerir Ísland að ákjósanlegum stað fyrir setrið að því er segir í grein um málið í Teknisk Ukeblad í Noregi. 3.7.2009 09:47 AGS leggur til sameiningu smærri sveitarfélaga Stefnt skal að sameiningu smærri sveitarfélaga með það að markmiði að lækka rekstrarkostnað, og þá sérstaklega fastakostnað, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3.7.2009 09:36 Fjöldi gistinótta á hótelum í maí svipaður og í fyrra Gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum voru 117.000 en voru 117.900 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og á Norðurlandi, en í öðrum landshlutum fækkaði þeim milli ára. 3.7.2009 09:10 Ísland í fimmta efsta sæti yfir þjóðir taldar í gjaldþrotshættu Ísland er í fimmta efsta sæti af þeim tíu þjóðum sem taldar eru í mestri hætti á að lenda í gjaldþroti. Þetta kemur fram í nýbirtum lista CMA, markaðsfyrirtækis í London sem heldur utan um skuldatryggingaviðskipti heimsins. 3.7.2009 08:55 Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum í fyrra Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum kr. eftir skatta og óreglulega starfssemi á síðasta ári. Árið 2007 skilaði samstæðan hagnaði upp á 169 milljónir fyrir sama tímabil. 3.7.2009 08:34 Gjaldeyrishöftin gjörsamlega vonlaus Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefði viljað sjá Seðlabankann tilkynna um lækkun á stýrivöxtum sínum fyrr í dag en háir vextir og gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar. 2.7.2009 16:04 Mest velta með bréf Marels Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag námu rúmum 24 milljónum króna. Langmest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 22 milljónir króna og hækkuðu bréf félagsins um 0,36%. 2.7.2009 16:43 Viðsnúningur ríkissjóðs orðinn 72 milljarðar til hins verra Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 37 milljarða króna, sem er 72,4 milljörðum lakari útkoma heldur en sama tímabil í fyrra. 2.7.2009 14:27 Hlutabréf Eimskips tekin úr viðskiptum í dag Kauphöllin hefur samþykkt beiðni Eimskips (HFEIM) um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. 2.7.2009 12:59 Telur Peningastefnunefnd oftúlka verðbólguálag „Seðlabankamenn virðast horfa nokkuð í hækkandi verðbólguálag á markaði og hafa af því áhyggjur að væntingar markaðarins standi nú til meiri verðbólgu til meðallangs tíma en áður. Við teljum þetta oftúlkun.“ 2.7.2009 12:41 Samkeppniseftirlitið bannar tilboð Símans Samkeppniseftirlitið hefur í dag lagt bann til bráðabirgða við tilboði Símans sem kallast „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar“ á meðan rannsókn eftirlitsins á kæru Nova vegna tilboðsins stendur yfir. 2.7.2009 12:27 Fitch lýkur brátt endurskoðun á lánshæfi ríkissjóðs Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings mun ljúka endurskoðun sinni á lánshæfi ríkisjóðs um miðjan þennan mánuð, segir Paul Rawkins sérfræðingur hjá Fitch í viðtali við Reuters fréttastofuna. 2.7.2009 12:10 Sjá næstu 50 fréttir
Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði um 42 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 42 milljarða króna milli mánuðina maí og júní en það er um 10% rýrnun á þessum tíma. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. 7.7.2009 09:57
Íslendingar kanna fjárfestingar í Hvíta - Rússlandi Hópur íslenskra viðskiptamanna frá fimm fyrirtækjum var á ferð um Hvíta - Rússland í liðinni viku til að kanna fjárfestingarmöguleika þar í landi. Hópurinn var á vegum Útflutningsráðs en naut aðstoðar Viðskiptaráðs Minsk borgar í ferðinni. 7.7.2009 09:16
SPM var ekki lengur varinn gegn fullnustuaðgerðum kröfuhafa Að baki ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) að skipa nýja stjórn yfir Sparisjóði Mýrarsýslu lá sú staðreynd að SPM naut ekki lengur verndar gegn fullnustuaðgerðum kröfuhafa. Sú staða kom upp þegar greiðslustöðvun SPM rann út þann 30. júní s.l. 7.7.2009 08:57
Bakkabræður skulduðu mest í Kaupþingi Eigendur Kaupþings voru jafnframt stærstu skuldarar bankans samkvæmt lánabók hans frá árinu 2006. DV birtir í dag yfirlit yfir stærstu skuldarana. 7.7.2009 08:32
Segir ekki rétt að hollensk stjórnvöld styðji málsókn Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fulltrúi í samninganefnd Icesave segir það ekki rétt sem haft var eftir Höskuldi Þórhallssyni þingmanni Framsóknarflokksins hér á Vísi fyrr í dag. 6.7.2009 22:50
Markmiðið að draga úr ríkiseigu bankanna Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði í dag á fundi um endurreisn bankakerfisins að það væri margt að gerast í málefnum bankanna. „Endurreisnin þolir ekki langa bið og eigendastefna bankanna verður tekin á næstu vikum. Við verðum að huga sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum þegar kemur að því að selja hluti úr bönkunum," sagði Gylfi. 6.7.2009 16:41
Century Aluminium tók dýfu Century Aluminium tók dýfu í kauphöllinni í dag og lækkaði um 11,3%. Þess ber þó að geta að aðeins var um viðskipti upp á 2,2 milljónir kr. að ræða. 6.7.2009 15:52
Nýtt fjármagn frá erlendum kröfuhöfum ólíklegt „Markmið samningaviðræðna okkar er að bankarnir séu nægilega vel fjármagnaðir og þeir njóti alþjóðlegs trausts og virðingar. Síðast en ekki síst eru samningar við kröfuhafa lykilatriði," sagði Helga Valfells, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra á fundi í Þjóðmenningarhúsinu um endurreisn bankakerfisins. Hún telur litlar líkur á því að erlendu kröfuhafarnir setji nýtt fjármagn inn í nýju bankana. 6.7.2009 15:24
Áætlað að ríkið setji 280 milljarða í nýju bankana Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að líklega þyrfti ríkið að setja 280 milljarða inn í nýju bankana til að þeir yrðu starfhæfir og gætu starfað á eðlilegum viðskiptagrundvelli. 6.7.2009 14:36
Aðgangur að lánsfé er lausnin á bankakreppunni Svein Harald Öygard seðlabankastjóri segir að lausnin á bankakreppunni hérlendis sé aðallega spurning um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi um endurreisn bankanna sem haldinn var í dag. 6.7.2009 14:22
Magma Energy skráð á markað í dag Kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy sem hyggst kaupa rúmlega tíu prósenta hlut í HS Orku af Geysi Green Energy verður skráð á markað í Toronto í Kanada í dag. 6.7.2009 12:24
Býst við frekari hópuppsögnum á næstu mánuðum Búast má við að á meðan rekstrarumhverfi fyrirtækja er jafn erfitt og nú er muni enn koma til hópuppsagna á næstu mánuðum. Á þetta við um fyrirtæki í byggingariðnaði sem og öðrum geirum atvinnulífsins. 6.7.2009 12:16
Tafir á uppbyggingu bankanna tefja efnahagsbata Mats Josefsson ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu bankakerfisins, segir að erlendir aðilar muni ekki hafa áhuga á að koma inn í íslenska bankastarfsemi fyrr en um tveimur árum að lokinni uppbyggingu bankanna og ljóst orðið að þeir beri sig. Þrjár nefndir Alþingis fjalla í dag um Icesave samningana. 6.7.2009 12:11
Veruleg inngrip Seðlabankans gjaldeyrismarkaði í júní Nettósala Seðlabankans á gjaldeyri nam 2,5 milljörðum kr. í síðasta mánuði, sem jafngildir ríflega 40% af heildarveltu á markaðinum. Seðlabankinn hefur ekki selt meiri gjaldeyri í einum mánuði það sem af er ári. 6.7.2009 12:09
Hátt atvinnuleysi fram á næsta ár Forstjóri Vinnumálastofnunar segir spár benda til að atvinnuleysi mælist rúmlega níu prósent eftir áramót. Ekki fari að draga úr atvinnuleysinu fyrr en liðið verður á næsta ár. 6.7.2009 12:04
Tilboð í sendiherrabústaðinn í New York til skoðunar Aðeins eitt tilboð hefur borist í þá þrjá sendiherrabústaði sem eru til sölu. Tilboðið er í bústaðinn í New York og er það nú til skoðunar samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. 6.7.2009 11:42
Háir innlánsvextir auka áhættusækni banka Bandarískir bankar sem hafa boðið háa vexti á innlánum sínum standa nú margir hverjir frammi fyrir verulegum vanda. Ástæðan fyrir vandanum eru svokallaðir heitir peningar (e. hot money). Heitir peningar eru innstæður á hávaxtareikningum sem síðan eru lánaðir til áhættusamra verkefna. 6.7.2009 11:28
Hátt í 400 misstu vinnuna í hópuppsögnum Alls var 360 manns sagt upp í fjórum hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar í júní. 5.7.2009 13:27
Vilhjálmur Bjarnason: Grein Helga uppskrift af því hvernig á að snuða aðra „Greinin hans Helga [Sigurðssonar, fyrrum yfirlögfræðings Kaupþings] er uppskrift af því hvernig á að snuða aðra hluthafa og gefa ranga mynd af stöðu bankans," segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, um varnargrein sem Helgi Sigurðsson fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings skrifaði í Fréttablaðið í dag. 4.7.2009 16:02
Píslarsaga Helga: Sölubann varð til niðurfellingar ábyrgða Í grein sem sem Helgi Sigurðsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag útskýrir hann niðurfellingu ábyrgða starfsmanna í Kaupþingi sem mikið hefur verið deilt um undanfarið. 4.7.2009 11:04
Spyr hvort Peningastefnunefnd telji of skammt gengið Viðskiptaráð Íslands veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort Peningastefnunefnd Seðlabankans telji að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum gangi of skammt. Þetta kemur fram í umfjöllun um síðustu stýrivaxtaákvörðun á heimasíðu ráðsins. 4.7.2009 10:01
FME skipar bráðabirgðastjórn yfir SPM Fjármálaeftirlitið (FME) hefur skipað bráðabirgðastjórn yfir Sparisjóð Mýrarsýslu (SPM) og tekur hún yfir rekstur sparisjóðsins. 4.7.2009 09:31
SVÞ segir engar líkur á að krónan styrkist Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vill koma þeim skilaboðum til félagsmanna sinna að eins og staðan er núna séu engar líkur að á gengi krónunnar styrkist á næstunni. 4.7.2009 09:18
Opin kerfi ehf. ekki sama og Opin Kerfi Group Opin kerfi ehf. vilja gjarnan koma því á framfæri að fyrirtækið tengist ekki Opnum Kerfum Group hf. sem tilkynnti í morgun um 892 milljónar króna tap á síðasta ári vegna starfsemi sinnar á Norðurlöndunum. Þetta hefur ekkert með fyrirtækið Opin kerfi ehf. á Íslandi að gera. Í nóvember 2007 keypti eignarhaldsfélagið OK2 ehf., sem er í eigu Frosta Bergssonar, Opin Kerfi ehf. út úr Hands Holding. Síðan þá hafa fyrirtækin verið aðskilin þrátt fyrir að bera lík nöfn. 3.7.2009 19:09
Innstæður MP banka hafa fjórfaldast síðan í október Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að innstæður í bankanum hafi fjórfaldast síðan í lok árs 2008. Þá hafi innstæður bankans numið rúmum 6 milljörðum króna en nú hafi viðskiptavinir lagt rúma 25 milljarða inn í bankann. Þetta segir stjórnarformaðurinn í viðtali við New York Times. 3.7.2009 17:34
Össur hækkaði um 1,3% í dag Össur hækkaði um 1,31% í Kauphöll Íslands í dag eftir lækkun í gær. 3.7.2009 17:06
Gjaldeyrisinnistæður hafa aukist um 70 milljarða Gjaldeyrisinnistæður á innlánsreikningum í bönkunum jukust um 70 milljarða kr. frá því í maí í fyrra og fram til maí í ár. Samkvæmt bráðbirgðayfirliti frá Seðlabankanum námu þessar innistæður 103 milljörðum kr. í maí í fyrra en voru komnar í 173 milljarða í maí í ár. 3.7.2009 15:00
Mun færri farþegar um Keflavíkurflugvöll Samtals komu 310 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar-júní 2009 borið saman við 427 þúsund farþega í janúar-júní 2008. 3.7.2009 14:57
Landsframleiðslan dróst saman um 3,6% Landsframleiðsla er talin hafa dregist saman um 3,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2008 til fyrsta ársfjórðungs 2009. Á sama tíma drógust þjóðarútgjöld saman um 3,3%. 3.7.2009 13:50
Eimskip sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar Eimskip var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af kröfu Baldurs Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra þess, um greiðslu launa í tvö ár, allt til loka febrúar 2010. Byggir sýknan á því að Baldur hafi misnotað aðstöðu sína og því beri að ógilda starfslokasamning við hann. 3.7.2009 13:37
Teymi fagnar málalyktum Fjarskiptafyrirtækið Teymi fagnar málalyktum í málefnum fyrirtæksins og Tals en Samkeppniseftirlitið hefur sektað Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum. 3.7.2009 12:42
Teymi sektað um 70 milljónir Samkeppniseftirlitið hefur sektað fjarskiptafyrirtækið Teymi um 70 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum sem áttu sér stað á árinu 2008. Fyrirtækinu er jafnframt gert að selja eignarhlut sinn Tali. 3.7.2009 11:51
Erlend skuldastaða er vel öfugu megin við 200% Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrradag voru útreiknaðar erlendar skuldir þjóðarbúsins 253% af landsframleiðslu. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það sé alveg ljóst að erlend skuldastaða þjóðarbúsins sé mjög tæp og sé vel öfugu megin við 200% af landsframleiðslu. 3.7.2009 11:03
Norræn ofurtölvusetur á Íslandi til skoðunar Þrjár norrænar stofnanir íhuga nú að koma á fót samnorrænum ofurtölvusetrum á Íslandi. Það er einkum hagstætt raforkuverð sem gerir Ísland að ákjósanlegum stað fyrir setrið að því er segir í grein um málið í Teknisk Ukeblad í Noregi. 3.7.2009 09:47
AGS leggur til sameiningu smærri sveitarfélaga Stefnt skal að sameiningu smærri sveitarfélaga með það að markmiði að lækka rekstrarkostnað, og þá sérstaklega fastakostnað, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 3.7.2009 09:36
Fjöldi gistinótta á hótelum í maí svipaður og í fyrra Gistinætur á hótelum í maí síðastliðnum voru 117.000 en voru 117.900 í sama mánuði árið 2008. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og á Norðurlandi, en í öðrum landshlutum fækkaði þeim milli ára. 3.7.2009 09:10
Ísland í fimmta efsta sæti yfir þjóðir taldar í gjaldþrotshættu Ísland er í fimmta efsta sæti af þeim tíu þjóðum sem taldar eru í mestri hætti á að lenda í gjaldþroti. Þetta kemur fram í nýbirtum lista CMA, markaðsfyrirtækis í London sem heldur utan um skuldatryggingaviðskipti heimsins. 3.7.2009 08:55
Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum í fyrra Opin Kerfi Group töpuðu 892 milljónum kr. eftir skatta og óreglulega starfssemi á síðasta ári. Árið 2007 skilaði samstæðan hagnaði upp á 169 milljónir fyrir sama tímabil. 3.7.2009 08:34
Gjaldeyrishöftin gjörsamlega vonlaus Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefði viljað sjá Seðlabankann tilkynna um lækkun á stýrivöxtum sínum fyrr í dag en háir vextir og gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar. 2.7.2009 16:04
Mest velta með bréf Marels Viðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í dag námu rúmum 24 milljónum króna. Langmest velta var með bréf Marels eða fyrir rúmar 22 milljónir króna og hækkuðu bréf félagsins um 0,36%. 2.7.2009 16:43
Viðsnúningur ríkissjóðs orðinn 72 milljarðar til hins verra Samkvæmt greiðsluuppgjöri ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins er handbært fé frá rekstri neikvætt um tæpa 37 milljarða króna, sem er 72,4 milljörðum lakari útkoma heldur en sama tímabil í fyrra. 2.7.2009 14:27
Hlutabréf Eimskips tekin úr viðskiptum í dag Kauphöllin hefur samþykkt beiðni Eimskips (HFEIM) um töku hlutabréfa félagsins úr viðskiptum. 2.7.2009 12:59
Telur Peningastefnunefnd oftúlka verðbólguálag „Seðlabankamenn virðast horfa nokkuð í hækkandi verðbólguálag á markaði og hafa af því áhyggjur að væntingar markaðarins standi nú til meiri verðbólgu til meðallangs tíma en áður. Við teljum þetta oftúlkun.“ 2.7.2009 12:41
Samkeppniseftirlitið bannar tilboð Símans Samkeppniseftirlitið hefur í dag lagt bann til bráðabirgða við tilboði Símans sem kallast „3G netlykill og áskrift fyrir 0 kr. í allt sumar“ á meðan rannsókn eftirlitsins á kæru Nova vegna tilboðsins stendur yfir. 2.7.2009 12:27
Fitch lýkur brátt endurskoðun á lánshæfi ríkissjóðs Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings mun ljúka endurskoðun sinni á lánshæfi ríkisjóðs um miðjan þennan mánuð, segir Paul Rawkins sérfræðingur hjá Fitch í viðtali við Reuters fréttastofuna. 2.7.2009 12:10