Gjaldeyrishöftin gjörsamlega vonlaus Gunnar Örn Jónsson skrifar 2. júlí 2009 16:04 Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefði viljað sjá Seðlabankann tilkynna um lækkun á stýrivöxtum sínum fyrr í dag en háir vextir og gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar. „Gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar en það virkar ekkert frekar en að verðlagshöft virka til að halda niðri verðbólgu þannig að þetta er bara falleinkunn þeirra yfir sjálfum sér. Gjaldeyrishöft hafa hvergi virkað til að styðja við gengi gjaldmiðla, þeir vita það og það vita allir en samt komast þeir ekki út úr þeirri hugsun." Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson í viðtali við Vísi um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ennfremur segir Vilhjálmur að ef engum gjaldeyrishöftum hefði verið komið á fót á sínum tíma væri gengi krónunnar mun hærra en það er í dag. „Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir svona dýfu með því að erlendir krónubréfaeigendur hefðu tekið við greiðslum fyrir kröfum sínum með skuldabréfum í evrum til langs tíma. Auk þess þyrftum við að vera með banka sem hafa aðgang að erlendu lánsfé sem ekki er til staðar í dag þannig að gjaldeyrishöftin eru gjörsamlega gagnslaus," sagði Vilhjálmur. Og Vihjálmur heldur áfram: „Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum eiga vextirnir að vera komnir niður fyrir tveggja stafa tölu en við núverandi aðstæður safna bankarnir upp í enn frekari afskriftarhauga þar sem fyrirtækin standa ekki undir þeim vaxtakostnaði sem þau búa við". Hann segist hafa talað lengi um það að vextirnir gætu alveg verið í einnrar stafa tölu og telur engar forsendur fyrir því að vextir hér séu hærri en í öðrum Evrópulöndum. Tengdar fréttir Ákvörðun peningastefnunefndar mikil vonbrigði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%, og greint var frá í dag, vera mikil vonbrigði. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun. 2. júlí 2009 10:34 Stýrivextir hættir að stýra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stýrivextirnir séu hættir að stýra efnhagslífinu vegna mikils peningaframboðs í bönkunum. „Vextirnir eru hættir að hafa áhrif á millibankamarkaði þar sem þeir fjárfestar sem eiga jöklabréf eru hættir að fá stýrivextina og þar af leiðandi hafa þeir ekki áhrif á gengi krónunnar.“ 2. júlí 2009 10:37 Stýrivextir óbreyttir í 12% Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%. 2. júlí 2009 09:01 Gengi krónunnar réð ákvörðun um stýrivexti „Bakgrunnur ákvörðunarinnar er að gengi krónunnar hefur verið umtalsvert lægra en nefndin taldi viðunandi í mars, eins og fram kom í fundargerð þá. Verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Framboð lausafjár á peningamarkaði hefur aukist undanfarna mánuði og hafa markaðsvextir verið lægri en stýrivextir.“ 2. júlí 2009 11:15 AGS: Stýrivextir eiga að vera óbreyttir Seðlabankinn ætti að hafa stuðning við krónuna að leiðarljósi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðun klukkan níu í dag. Þetta segir Franek Rozwadowski talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í viðtali við Bloomberg fréttaveituna. Hann segir að tilmæli sjóðsins séu þau að nota eigi gengi krónunnar til þess að halda verðbólgunni niðri. Þetta túlkar Bloomberg á þann veg að stýrivextir eigi að vera óbreyttir að mati AGS. 2. júlí 2009 08:13 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefði viljað sjá Seðlabankann tilkynna um lækkun á stýrivöxtum sínum fyrr í dag en háir vextir og gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar. „Gjaldeyrishöft eiga að vinna gegn veikingu krónunnar en það virkar ekkert frekar en að verðlagshöft virka til að halda niðri verðbólgu þannig að þetta er bara falleinkunn þeirra yfir sjálfum sér. Gjaldeyrishöft hafa hvergi virkað til að styðja við gengi gjaldmiðla, þeir vita það og það vita allir en samt komast þeir ekki út úr þeirri hugsun." Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson í viðtali við Vísi um þá ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ennfremur segir Vilhjálmur að ef engum gjaldeyrishöftum hefði verið komið á fót á sínum tíma væri gengi krónunnar mun hærra en það er í dag. „Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir svona dýfu með því að erlendir krónubréfaeigendur hefðu tekið við greiðslum fyrir kröfum sínum með skuldabréfum í evrum til langs tíma. Auk þess þyrftum við að vera með banka sem hafa aðgang að erlendu lánsfé sem ekki er til staðar í dag þannig að gjaldeyrishöftin eru gjörsamlega gagnslaus," sagði Vilhjálmur. Og Vihjálmur heldur áfram: „Samkvæmt stöðugleikasáttmálanum eiga vextirnir að vera komnir niður fyrir tveggja stafa tölu en við núverandi aðstæður safna bankarnir upp í enn frekari afskriftarhauga þar sem fyrirtækin standa ekki undir þeim vaxtakostnaði sem þau búa við". Hann segist hafa talað lengi um það að vextirnir gætu alveg verið í einnrar stafa tölu og telur engar forsendur fyrir því að vextir hér séu hærri en í öðrum Evrópulöndum.
Tengdar fréttir Ákvörðun peningastefnunefndar mikil vonbrigði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%, og greint var frá í dag, vera mikil vonbrigði. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun. 2. júlí 2009 10:34 Stýrivextir hættir að stýra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stýrivextirnir séu hættir að stýra efnhagslífinu vegna mikils peningaframboðs í bönkunum. „Vextirnir eru hættir að hafa áhrif á millibankamarkaði þar sem þeir fjárfestar sem eiga jöklabréf eru hættir að fá stýrivextina og þar af leiðandi hafa þeir ekki áhrif á gengi krónunnar.“ 2. júlí 2009 10:37 Stýrivextir óbreyttir í 12% Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%. 2. júlí 2009 09:01 Gengi krónunnar réð ákvörðun um stýrivexti „Bakgrunnur ákvörðunarinnar er að gengi krónunnar hefur verið umtalsvert lægra en nefndin taldi viðunandi í mars, eins og fram kom í fundargerð þá. Verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Framboð lausafjár á peningamarkaði hefur aukist undanfarna mánuði og hafa markaðsvextir verið lægri en stýrivextir.“ 2. júlí 2009 11:15 AGS: Stýrivextir eiga að vera óbreyttir Seðlabankinn ætti að hafa stuðning við krónuna að leiðarljósi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðun klukkan níu í dag. Þetta segir Franek Rozwadowski talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í viðtali við Bloomberg fréttaveituna. Hann segir að tilmæli sjóðsins séu þau að nota eigi gengi krónunnar til þess að halda verðbólgunni niðri. Þetta túlkar Bloomberg á þann veg að stýrivextir eigi að vera óbreyttir að mati AGS. 2. júlí 2009 08:13 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Ákvörðun peningastefnunefndar mikil vonbrigði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%, og greint var frá í dag, vera mikil vonbrigði. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í morgun. 2. júlí 2009 10:34
Stýrivextir hættir að stýra Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að stýrivextirnir séu hættir að stýra efnhagslífinu vegna mikils peningaframboðs í bönkunum. „Vextirnir eru hættir að hafa áhrif á millibankamarkaði þar sem þeir fjárfestar sem eiga jöklabréf eru hættir að fá stýrivextina og þar af leiðandi hafa þeir ekki áhrif á gengi krónunnar.“ 2. júlí 2009 10:37
Stýrivextir óbreyttir í 12% Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 12%. 2. júlí 2009 09:01
Gengi krónunnar réð ákvörðun um stýrivexti „Bakgrunnur ákvörðunarinnar er að gengi krónunnar hefur verið umtalsvert lægra en nefndin taldi viðunandi í mars, eins og fram kom í fundargerð þá. Verðbólga og verðbólguvæntingar hafa einnig aukist. Framboð lausafjár á peningamarkaði hefur aukist undanfarna mánuði og hafa markaðsvextir verið lægri en stýrivextir.“ 2. júlí 2009 11:15
AGS: Stýrivextir eiga að vera óbreyttir Seðlabankinn ætti að hafa stuðning við krónuna að leiðarljósi þegar kemur að stýrivaxtaákvörðun klukkan níu í dag. Þetta segir Franek Rozwadowski talsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi í viðtali við Bloomberg fréttaveituna. Hann segir að tilmæli sjóðsins séu þau að nota eigi gengi krónunnar til þess að halda verðbólgunni niðri. Þetta túlkar Bloomberg á þann veg að stýrivextir eigi að vera óbreyttir að mati AGS. 2. júlí 2009 08:13