Viðskipti innlent

Innstæður MP banka hafa fjórfaldast síðan í október

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Margeir Pétursson.
Margeir Pétursson.
Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, segir að innstæður í bankanum hafi fjórfaldast síðan í lok árs 2008. Þá hafi innstæður bankans numið rúmum 6 milljörðum króna en nú hafi viðskiptavinir lagt rúma 25 milljarða inn í bankann. Þetta segir stjórnarformaðurinn í viðtali við New York Times.

Þrátt fyrir að stóru bankarnir séu enn starfhæfir telur Margeir að viðskiptavinir þeirra hafi forðast gömlu bankanna í ljósi neikvæðrar umræðu í þeirra garð.

Margeir sagði enn fremur að MP banki væri ekki í þeim hugleiðingum að lána peninga sem stendur, hvorki til einstaklinga sem neyslulán né í fasteignaviðskipti. „Við vonumst til að geta farið að lána peninga þegar stöðugleiki næst í efnahagsmálum," segir Margeir Pétursson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×