Viðskipti innlent

FME skipar bráðabirgðastjórn yfir SPM

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur skipað bráðabirgðastjórn yfir Sparisjóð Mýrarsýslu (SPM) og tekur hún yfir rekstur sparisjóðsins.

Í tilkynningu um málið á vefsíðu FME segir að með vísan til laga um fjármálafyrirtæki skipar Fjármálaeftirlitið þriggja manna bráðabirgðastjórn sem fer ein með sömu heimildir að lögum og eftir samþykktum sparisjóðsins og stjórn og fundur stofnfjáreigenda Sparisjóðs Mýrasýslu hefði ella haft á hendi

Í bráðabirgðastjórn Sparisjóðs Mýrasýslu eru skipuð: Sigurður R. Arnalds, hrl., formaður , Jón Haukur Hauksson, hdl. Og Margrét Gunnlaugsdóttir, hdl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×