Fleiri fréttir 760 milljarðar gufa upp með bönkunum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi Banka, Glitni Banka og Landsbanka Íslands er núll í vísitöluútreikningum Kauphallar Íslands, eftir því sem fram kemur á vef Kauphallarinnar. Samanlagt verðmæti bankanna var 760 milljarðar þegar síðustu viðskipti voru gerð með hlutafé í bönkunum. 13.10.2008 21:53 Segir hnökra í gjaldeyrisviðskiptum fara minnkandi Seðlabankinn segir að hnökrar í gjaldeyrisviðskiptum, eins og hann kallar það, fari minnkandi nú með hverjum deginum en enn séu í gildi tilmæli frá því á föstudag um gjaldeyrishöft. 13.10.2008 21:22 Forsetinn snæðir hádegisverð með sparisjóðsfólki Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ætlar að heimsækja Samband íslenskra sparisjóða á morgun og ávarpa starfsfólk sparisjóðanna um land allt. Er þessi heimsókn liður í að treysta undirstöðu landsins og efla samstöðu og gagnkvæman stuðning landsmanna allra. 13.10.2008 16:52 Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði blessaði yfirtökuna á Glitni Paul Krugman, sem í dag fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði, bloggaði um yfirtöku ríkisins í Glitni 30. september. Krugman er meðal annars pistlahöfundur hjá New York times og í bloggi sínum á heimasíðu blaðsins fer hann fögrum orðum um aðgerðir ríkisins þegar ákveðið var að kaupa 75 prósenta hlut í Glitni. 13.10.2008 16:09 Lífeyrissjóðir vilja innlenda hluta Kaupþings Forsvarsmenn nokkura af stærstu lífeyrissjóðum Íslands ætla að hittast í kvöld og ræða hugmyndir um að sjóðirnir kaupi innlenda starfsemi Kaupþings. 13.10.2008 16:08 Atorka vill úr Kauphöllinni Atorka Group hefur farið fram á það við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum. Félagið segir skilyrði fyrir skipulögðum verðbréfamarkaði hér naumast fyrir hendi. 13.10.2008 15:13 Iceland Express fækkar ferðum Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að félagið finni fyrir minni eftirspurn í kjölfar kreppunar. Einhver aukning sé hins vegar í eftirspurn erlendis en óvissa sé um framhaldið sem ekki sé af hinu góða. 13.10.2008 14:01 Green sagður hafa hækkað tilboð sitt í skuldir Baugs Breski auðmaðurinn Philip Green er sagður hafa hækkað tilboð sitt í skuldir Baugs. Daily Mail hefur það eftir Green að svara verði tilboði hans innan tveggja sólarhringa annars verði ekkert af kaupnunum. Allar búðir Baugs í Bretlandi eru opnar í dag. 13.10.2008 12:13 Starfsmenn Nýja Landsbankans semja um laun í vikunni Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að eitthvað í kringum 1100 manns hafi verið boðið starf hjá Nýja Landsbankanum. Það þýði að um 300 manns missi vinnuna. 13.10.2008 11:52 Landsbankinn selur Merrion Capital Stjórn írska verðbréfafyrirtækisins Merrion Capital hefur keypt hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp, að sögn írska dagblaðsins Independent. 13.10.2008 11:05 Hagfræðiprófessor hraunar yfir seðlabankastjóra Davíð Oddsson seðlabankastjóri fær það óþegið í grein sem hagfræðiprófessorinn Richard Portes við London Business School skrifar í Financial Times um helgina. 13.10.2008 11:02 MP Fjárfestingarbanki fær viðskiptabankaleyfi Fjármálaeftirlitið hefur veitt MP Fjárfestingarbanka hf. viðskiptabankaleyfi. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á starfsemi bankans á grundvelli hins nýja leyfis. 13.10.2008 10:47 Hamstra matvæli þar sem hrun bankanna ógnar innflutningi „Eftir fjögurra ára kaupagleði flykkjast Íslendingar nú í stórmarkaðina í síðasta sinn og hamstra matvæli þar sem hrun bankakerfisins ógnar nú innflutningi til landsins." Þannig hefst grein á Bloomberg-fréttaveitunni um stöðuna á Íslandi í dag. 13.10.2008 10:29 Lokað í Kauphöllinni í dag Ákveðið hefur verið að hafa áfram lokað fyrir hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag eftir því sem segir á vef Kauphallarinnar. 13.10.2008 09:44 Björgólfur selur í Finnlandi fyrir 26 milljarða - ánægður með verðið Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt hlut sinn í finnska símafyrirtækin Elisa. Kaupandi er Varma, eitt umsvifamesta séreignasparnaðarfyrirtæki Finnlands. Kaupverð nemur um 200 milljónum evra, jafnvirði 26,5 milljörðum króna. Talsmaður Björgólfs er ánægður með verðið sem fékkst fyrir hlutinn. 13.10.2008 09:18 Fjárfestar bíða taugatrekktir eftir opnun kauphallarinnar BBC segir í morgun að fjárfestar í íslensku bönkunum bíði taugatrekktir eftir að kauphöllin hér á landi opni síðar í dag. 13.10.2008 07:24 Green eignast Baug ekki á brunaútsölu Engar líkur eru á að Philip Green eignist Baug fyrir þær fjárhæðir sem hann býður íslenska ríkinu. Erlendir og innlendir lánardrottnar íslensku bankanna eru sagðir setja sig upp á móti því að Green fái Baug á brunaútsölu. Jón Ásgeir Jóhannesson segir það koma í ljós á næstu dögum hvort að hann missi félagið. 12.10.2008 19:00 Stjórn Icelandair Group gefur yfirlit um afkomu Í ljósi óvenjulegra aðstæðna á fjármálamörkuðum hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að senda frá sér tilkynningu um óendurskoðað uppgjör og yfirlit um rekstur félagsins á fyrstu 8 mánuðum ársins 2008. 12.10.2008 21:19 Íslendingum nokkrar leiðir færar í myntmálum „Þetta er svipað og maður hefði sett farsímann sinn í þvottavélina og stillt hana á suðuþvott,“ sagði Þórólfur Matthíasson hagfræðingur þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson spurði hann hvort útséð væri með krónuna en Þórólfur var gestur í Mannamáli Sigmundar í kvöld. 12.10.2008 20:53 Ný framtíðarstjórn Glitnis síðar í vikunni Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, hefur að eigin ósk látið af starfi stjórnarformanns í bráðabirgðarstjórn hins nýja Glitnis. Í hans stað kemur Þóra Margrét Hjaltested. 12.10.2008 19:24 Þóra Margrét formaður bráðabirgðastjórnar Nýja Glitnis Þóra Margrét Hjaltested verður formaður bráðabirgðastjórnar Nýja Glitnis, en ekki Jón Þór Sturluson, eins og áður hafði verið greint frá. 12.10.2008 18:00 Segir Íslendinga hafa neyðst til að leita ásjár Rússa Íslendingar neyddust til að leita til Rússa um fjárhagsaðstoð á ögurstundu eftir að hafa farið bónleiðir til búðar vestrænna ríkisstjórna. Þetta segir breski hagfræðiprófessorinn Richard Portes í viðtali við fréttavefinn Bloomberg í dag. 12.10.2008 16:00 Jón Ásgeir segist vera með allt sitt undir í sölunni á Baugi Jón Ásgeir Jóhannesson segir að hann sé með allt sitt undir í sölunni á Baugi Group í Bretlandi. Þetta kom fram í mjög aðgangshörðu viðtali Egils Helgasonar við Jón Ásgeir í Silfri Egils í dag. 12.10.2008 13:48 „Þeir sem vara við eru kallaðir svartsýnir“ Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur ræddi við Egil Helgason í Silfrinu í dag. Ragnar taldi upp frægar kreppur og sagði þær allar til komnar vegna afskiptaleysis, einnig þá sem nú ríki. 12.10.2008 13:25 Örlög Baugs ráðast um helgina Framtíð Baugs Group ræðst um helgina. Sir Philip Green hefur boðist til að kaupa skuldir félagsins við íslenska banka á ríflegum afslætti af íslenska ríkinu. 11.10.2008 22:12 Athugasemd frá framkvæmdastjóra Kortaþjónustunnar Í kjölfar fréttar um tveir stærstu bankar Danmerkur, Danske Bank og Nordea Bank, hafi ákveðið að taka fyrir allar peningamillifærslur á milli Íslands og Danmerkur í dag og að allar kortafærslur um danska kortafyrirtækið BBS 11.10.2008 23:03 Samið við Hollendinga um IceSave-innstæður Hollensk og íslensk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um lausn á málum hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 11.10.2008 16:25 Einkunnirnar hrapa Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa í vikunni ítrekað lækkað lánshæfiseinkunnir bæði ríkissjóðs og bankanna. 10.10.2008 18:00 Segjast ekki hafa fært fé frá Bretlandi heldur þvert á móti Landsbankinn færði ekki fjármuni frá útibúum sínum í Lundúnum í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir bankann heldur færði fé til útbús í Bretlandi. 10.10.2008 17:19 Kaupum á dótturfélögum Landsbankans rift Straumur hefur rift kaupum félagsins á erlendum eignum Landsbankans. Samkomulag um kaupin voru gerð þann 1. október síðastliðinn. 10.10.2008 15:32 Reynt til hins ýtrasta að svara spurningum viðskiptavina Glitnir hefur komið upp svokölluðu „spurt og svarað" svæði á heimsíðu bankans þar sem leitast er við að svara þeim spurningum sem brenna á viðskiptavinum. Svörin snúa að ýmsum atriðum sem snerta daglegt líf viðskiptavina bankans, t.d. varðandi innistæðutryggingar, verðbréfasjóði og hlutabréf, húsnæðislán og bílalán. 10.10.2008 12:11 Danske Bank og Nordea loka fyrir millifærslur til Íslands Tveir stærstu bankar Danmerkur, Danske Bank og Nordea Bank, hafa tekið fyrir allar peningamillifærslur á milli Íslands og Danmerkur, hvort sem þær varða einstaklinga, fyrirtæki eða sjóði. 10.10.2008 11:32 Byr segir stöðuna sterka og að engin tengsl séu við Exista Vegna umræðu um stöðu sparisjóðanna áréttar Byr, að staða sparisjóðsins er sterk, hvort heldur litið er til eiginfjárhlutfalls, lausafjárstöðu eða hlut erlendra lána í starfseminni. 10.10.2008 11:01 Exista selur hlut sinn í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða kr. Stjórn Exista hefur ákveðið að selja allan hlut félagins í Bakkavör Group fyrir 8,4 milljarða kr. 10.10.2008 10:51 Halldór og Sigurjón formlega hættir hjá Landsbankanum Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þeir hafi óskað eftir að láta af störfum sem bankastjórar Landsbankans í gær og að skilanefnd bankans hafi fallist á það. 10.10.2008 10:48 IMF eina leiðin til að ná eðlilegum gjaldeyrismarkaði Greining Kaupþings telur að ekki verði annað séð en að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sé í raun eina leiðin til þess að ná fram eðlilegu ástandi á íslenskum gjaldeyrismarkaði. 10.10.2008 09:44 Eimskip selur Euro Container Line Eimskip hefur selt helmingshlut sinn í norska skipafélaginu Euro Container Line. Kaupandi er Wilson ASA, eigandi afgangsins og hefur átt í samstarfi við Eimskip um rekstur norska hlutans síðastliðin níu ár. 10.10.2008 09:12 Ein verstu mistökin í kreppunni að veita Íslandi ekki gjaldeyrislán Ein af verstu mistökum Bandaríkjanna og Evrópuþjóða í fjármálakreppunni var að veita Íslandi ekki lán upp á 4 milljarða evra sem Ísland sækir nú til Rússlands. 10.10.2008 08:24 Dollarinn hjá Visa kominn í 120 krónur Vísa á Íslandi, í samvinnu við Visa International og Seðlabankann, hefur tekist að breyta verklagsaðferðum vegna úttekta Íslendinga á Visakort í útlöndum, með þeim árangri að í slíkum viðskiptum var dollarinn kominn niður í 120 krónur í gær. 10.10.2008 08:21 Lækkun úttektarheimilda á kortum kemur fólki í opna skjöldu Úttektarheimildir á kreditkortum hafa verið lækkaðar í mörgum tilvikum, sem hefur komið fólki í opna skjöldu. 10.10.2008 07:43 Framkvæmdir við tónlistarhúsið gætu verið í uppnámi Í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu eru forsendur brostnar fyrir kauptilboðum Landsbanka og Kaupþings í allar eignir Nýsis sem barst félaginu í september. 10.10.2008 07:37 Fá starfsmenn Landsbankans greidd laun? Eiríkur Elís Þorláksson héraðsdómslögmaður hjá LEX lögmannsstofu segir ákvæði í neyðarlögunum svokölluðu sem sett voru á mánudaginn orka tvímælis. Þar segir að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti gildi ekki. Eiríkur telur að um þetta atriði verði deilt á næstunni. 9.10.2008 21:13 Bauhaus frestar opnun hér á landi Poul Steffensen talsmaður byggingarvörurisans Bauhaus segir að í ljósi efnahagsaðstæðna hér á landi hafi fyrirtækið tekið ákvörðun um að fresta opnun verslunar fyrirtækisins hér á landi. Hann segir frekari frétta að vænta um málið á næstu dögum. 9.10.2008 18:35 Ekki allt rétt sem sagt er um Seðlabankann Seðlabanki Íslands segir nauðsynlegt að koma á framfæri staðreyndum um gjaldeyrisskiptasamninga og eflingu gjaldeyrisforðans því umræða um viðleitni Seðlabankans til að efla erlenda stöðu sína í ár hafi verið afar gagnrýnin og margt verið sagt sem ekki eigi við rök að styðjast. Þetta kemur fram í fyrirlýsingu frá Seðlabankanum. 9.10.2008 18:14 Íslenska lífeyrissjóðnum lokað tímabundið Íslenski lífeyrissjóðurinn verður vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru á mörkuðum að loka í nokkra daga fyrir útgreiðslu úr sjóðnum og flutninga milli fjárfestingaleiða sjóðsins og annarra vörsluaðila. 9.10.2008 15:19 Sjá næstu 50 fréttir
760 milljarðar gufa upp með bönkunum Gengi hlutabréfa í Kaupþingi Banka, Glitni Banka og Landsbanka Íslands er núll í vísitöluútreikningum Kauphallar Íslands, eftir því sem fram kemur á vef Kauphallarinnar. Samanlagt verðmæti bankanna var 760 milljarðar þegar síðustu viðskipti voru gerð með hlutafé í bönkunum. 13.10.2008 21:53
Segir hnökra í gjaldeyrisviðskiptum fara minnkandi Seðlabankinn segir að hnökrar í gjaldeyrisviðskiptum, eins og hann kallar það, fari minnkandi nú með hverjum deginum en enn séu í gildi tilmæli frá því á föstudag um gjaldeyrishöft. 13.10.2008 21:22
Forsetinn snæðir hádegisverð með sparisjóðsfólki Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands ætlar að heimsækja Samband íslenskra sparisjóða á morgun og ávarpa starfsfólk sparisjóðanna um land allt. Er þessi heimsókn liður í að treysta undirstöðu landsins og efla samstöðu og gagnkvæman stuðning landsmanna allra. 13.10.2008 16:52
Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði blessaði yfirtökuna á Glitni Paul Krugman, sem í dag fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði, bloggaði um yfirtöku ríkisins í Glitni 30. september. Krugman er meðal annars pistlahöfundur hjá New York times og í bloggi sínum á heimasíðu blaðsins fer hann fögrum orðum um aðgerðir ríkisins þegar ákveðið var að kaupa 75 prósenta hlut í Glitni. 13.10.2008 16:09
Lífeyrissjóðir vilja innlenda hluta Kaupþings Forsvarsmenn nokkura af stærstu lífeyrissjóðum Íslands ætla að hittast í kvöld og ræða hugmyndir um að sjóðirnir kaupi innlenda starfsemi Kaupþings. 13.10.2008 16:08
Atorka vill úr Kauphöllinni Atorka Group hefur farið fram á það við Kauphöllina að hlutabréf félagsins verði tekin úr viðskiptum. Félagið segir skilyrði fyrir skipulögðum verðbréfamarkaði hér naumast fyrir hendi. 13.10.2008 15:13
Iceland Express fækkar ferðum Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að félagið finni fyrir minni eftirspurn í kjölfar kreppunar. Einhver aukning sé hins vegar í eftirspurn erlendis en óvissa sé um framhaldið sem ekki sé af hinu góða. 13.10.2008 14:01
Green sagður hafa hækkað tilboð sitt í skuldir Baugs Breski auðmaðurinn Philip Green er sagður hafa hækkað tilboð sitt í skuldir Baugs. Daily Mail hefur það eftir Green að svara verði tilboði hans innan tveggja sólarhringa annars verði ekkert af kaupnunum. Allar búðir Baugs í Bretlandi eru opnar í dag. 13.10.2008 12:13
Starfsmenn Nýja Landsbankans semja um laun í vikunni Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að eitthvað í kringum 1100 manns hafi verið boðið starf hjá Nýja Landsbankanum. Það þýði að um 300 manns missi vinnuna. 13.10.2008 11:52
Landsbankinn selur Merrion Capital Stjórn írska verðbréfafyrirtækisins Merrion Capital hefur keypt hlut Landsbankans í fyrirtækinu. Kaupverð er ekki gefið upp, að sögn írska dagblaðsins Independent. 13.10.2008 11:05
Hagfræðiprófessor hraunar yfir seðlabankastjóra Davíð Oddsson seðlabankastjóri fær það óþegið í grein sem hagfræðiprófessorinn Richard Portes við London Business School skrifar í Financial Times um helgina. 13.10.2008 11:02
MP Fjárfestingarbanki fær viðskiptabankaleyfi Fjármálaeftirlitið hefur veitt MP Fjárfestingarbanka hf. viðskiptabankaleyfi. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á starfsemi bankans á grundvelli hins nýja leyfis. 13.10.2008 10:47
Hamstra matvæli þar sem hrun bankanna ógnar innflutningi „Eftir fjögurra ára kaupagleði flykkjast Íslendingar nú í stórmarkaðina í síðasta sinn og hamstra matvæli þar sem hrun bankakerfisins ógnar nú innflutningi til landsins." Þannig hefst grein á Bloomberg-fréttaveitunni um stöðuna á Íslandi í dag. 13.10.2008 10:29
Lokað í Kauphöllinni í dag Ákveðið hefur verið að hafa áfram lokað fyrir hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag eftir því sem segir á vef Kauphallarinnar. 13.10.2008 09:44
Björgólfur selur í Finnlandi fyrir 26 milljarða - ánægður með verðið Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur selt hlut sinn í finnska símafyrirtækin Elisa. Kaupandi er Varma, eitt umsvifamesta séreignasparnaðarfyrirtæki Finnlands. Kaupverð nemur um 200 milljónum evra, jafnvirði 26,5 milljörðum króna. Talsmaður Björgólfs er ánægður með verðið sem fékkst fyrir hlutinn. 13.10.2008 09:18
Fjárfestar bíða taugatrekktir eftir opnun kauphallarinnar BBC segir í morgun að fjárfestar í íslensku bönkunum bíði taugatrekktir eftir að kauphöllin hér á landi opni síðar í dag. 13.10.2008 07:24
Green eignast Baug ekki á brunaútsölu Engar líkur eru á að Philip Green eignist Baug fyrir þær fjárhæðir sem hann býður íslenska ríkinu. Erlendir og innlendir lánardrottnar íslensku bankanna eru sagðir setja sig upp á móti því að Green fái Baug á brunaútsölu. Jón Ásgeir Jóhannesson segir það koma í ljós á næstu dögum hvort að hann missi félagið. 12.10.2008 19:00
Stjórn Icelandair Group gefur yfirlit um afkomu Í ljósi óvenjulegra aðstæðna á fjármálamörkuðum hefur stjórn Icelandair Group samþykkt að senda frá sér tilkynningu um óendurskoðað uppgjör og yfirlit um rekstur félagsins á fyrstu 8 mánuðum ársins 2008. 12.10.2008 21:19
Íslendingum nokkrar leiðir færar í myntmálum „Þetta er svipað og maður hefði sett farsímann sinn í þvottavélina og stillt hana á suðuþvott,“ sagði Þórólfur Matthíasson hagfræðingur þegar Sigmundur Ernir Rúnarsson spurði hann hvort útséð væri með krónuna en Þórólfur var gestur í Mannamáli Sigmundar í kvöld. 12.10.2008 20:53
Ný framtíðarstjórn Glitnis síðar í vikunni Jón Þór Sturluson, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra, hefur að eigin ósk látið af starfi stjórnarformanns í bráðabirgðarstjórn hins nýja Glitnis. Í hans stað kemur Þóra Margrét Hjaltested. 12.10.2008 19:24
Þóra Margrét formaður bráðabirgðastjórnar Nýja Glitnis Þóra Margrét Hjaltested verður formaður bráðabirgðastjórnar Nýja Glitnis, en ekki Jón Þór Sturluson, eins og áður hafði verið greint frá. 12.10.2008 18:00
Segir Íslendinga hafa neyðst til að leita ásjár Rússa Íslendingar neyddust til að leita til Rússa um fjárhagsaðstoð á ögurstundu eftir að hafa farið bónleiðir til búðar vestrænna ríkisstjórna. Þetta segir breski hagfræðiprófessorinn Richard Portes í viðtali við fréttavefinn Bloomberg í dag. 12.10.2008 16:00
Jón Ásgeir segist vera með allt sitt undir í sölunni á Baugi Jón Ásgeir Jóhannesson segir að hann sé með allt sitt undir í sölunni á Baugi Group í Bretlandi. Þetta kom fram í mjög aðgangshörðu viðtali Egils Helgasonar við Jón Ásgeir í Silfri Egils í dag. 12.10.2008 13:48
„Þeir sem vara við eru kallaðir svartsýnir“ Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur ræddi við Egil Helgason í Silfrinu í dag. Ragnar taldi upp frægar kreppur og sagði þær allar til komnar vegna afskiptaleysis, einnig þá sem nú ríki. 12.10.2008 13:25
Örlög Baugs ráðast um helgina Framtíð Baugs Group ræðst um helgina. Sir Philip Green hefur boðist til að kaupa skuldir félagsins við íslenska banka á ríflegum afslætti af íslenska ríkinu. 11.10.2008 22:12
Athugasemd frá framkvæmdastjóra Kortaþjónustunnar Í kjölfar fréttar um tveir stærstu bankar Danmerkur, Danske Bank og Nordea Bank, hafi ákveðið að taka fyrir allar peningamillifærslur á milli Íslands og Danmerkur í dag og að allar kortafærslur um danska kortafyrirtækið BBS 11.10.2008 23:03
Samið við Hollendinga um IceSave-innstæður Hollensk og íslensk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um lausn á málum hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. 11.10.2008 16:25
Einkunnirnar hrapa Alþjóðleg matsfyrirtæki hafa í vikunni ítrekað lækkað lánshæfiseinkunnir bæði ríkissjóðs og bankanna. 10.10.2008 18:00
Segjast ekki hafa fært fé frá Bretlandi heldur þvert á móti Landsbankinn færði ekki fjármuni frá útibúum sínum í Lundúnum í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir bankann heldur færði fé til útbús í Bretlandi. 10.10.2008 17:19
Kaupum á dótturfélögum Landsbankans rift Straumur hefur rift kaupum félagsins á erlendum eignum Landsbankans. Samkomulag um kaupin voru gerð þann 1. október síðastliðinn. 10.10.2008 15:32
Reynt til hins ýtrasta að svara spurningum viðskiptavina Glitnir hefur komið upp svokölluðu „spurt og svarað" svæði á heimsíðu bankans þar sem leitast er við að svara þeim spurningum sem brenna á viðskiptavinum. Svörin snúa að ýmsum atriðum sem snerta daglegt líf viðskiptavina bankans, t.d. varðandi innistæðutryggingar, verðbréfasjóði og hlutabréf, húsnæðislán og bílalán. 10.10.2008 12:11
Danske Bank og Nordea loka fyrir millifærslur til Íslands Tveir stærstu bankar Danmerkur, Danske Bank og Nordea Bank, hafa tekið fyrir allar peningamillifærslur á milli Íslands og Danmerkur, hvort sem þær varða einstaklinga, fyrirtæki eða sjóði. 10.10.2008 11:32
Byr segir stöðuna sterka og að engin tengsl séu við Exista Vegna umræðu um stöðu sparisjóðanna áréttar Byr, að staða sparisjóðsins er sterk, hvort heldur litið er til eiginfjárhlutfalls, lausafjárstöðu eða hlut erlendra lána í starfseminni. 10.10.2008 11:01
Exista selur hlut sinn í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða kr. Stjórn Exista hefur ákveðið að selja allan hlut félagins í Bakkavör Group fyrir 8,4 milljarða kr. 10.10.2008 10:51
Halldór og Sigurjón formlega hættir hjá Landsbankanum Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Árnason hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þeir hafi óskað eftir að láta af störfum sem bankastjórar Landsbankans í gær og að skilanefnd bankans hafi fallist á það. 10.10.2008 10:48
IMF eina leiðin til að ná eðlilegum gjaldeyrismarkaði Greining Kaupþings telur að ekki verði annað séð en að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sé í raun eina leiðin til þess að ná fram eðlilegu ástandi á íslenskum gjaldeyrismarkaði. 10.10.2008 09:44
Eimskip selur Euro Container Line Eimskip hefur selt helmingshlut sinn í norska skipafélaginu Euro Container Line. Kaupandi er Wilson ASA, eigandi afgangsins og hefur átt í samstarfi við Eimskip um rekstur norska hlutans síðastliðin níu ár. 10.10.2008 09:12
Ein verstu mistökin í kreppunni að veita Íslandi ekki gjaldeyrislán Ein af verstu mistökum Bandaríkjanna og Evrópuþjóða í fjármálakreppunni var að veita Íslandi ekki lán upp á 4 milljarða evra sem Ísland sækir nú til Rússlands. 10.10.2008 08:24
Dollarinn hjá Visa kominn í 120 krónur Vísa á Íslandi, í samvinnu við Visa International og Seðlabankann, hefur tekist að breyta verklagsaðferðum vegna úttekta Íslendinga á Visakort í útlöndum, með þeim árangri að í slíkum viðskiptum var dollarinn kominn niður í 120 krónur í gær. 10.10.2008 08:21
Lækkun úttektarheimilda á kortum kemur fólki í opna skjöldu Úttektarheimildir á kreditkortum hafa verið lækkaðar í mörgum tilvikum, sem hefur komið fólki í opna skjöldu. 10.10.2008 07:43
Framkvæmdir við tónlistarhúsið gætu verið í uppnámi Í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu eru forsendur brostnar fyrir kauptilboðum Landsbanka og Kaupþings í allar eignir Nýsis sem barst félaginu í september. 10.10.2008 07:37
Fá starfsmenn Landsbankans greidd laun? Eiríkur Elís Þorláksson héraðsdómslögmaður hjá LEX lögmannsstofu segir ákvæði í neyðarlögunum svokölluðu sem sett voru á mánudaginn orka tvímælis. Þar segir að lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti gildi ekki. Eiríkur telur að um þetta atriði verði deilt á næstunni. 9.10.2008 21:13
Bauhaus frestar opnun hér á landi Poul Steffensen talsmaður byggingarvörurisans Bauhaus segir að í ljósi efnahagsaðstæðna hér á landi hafi fyrirtækið tekið ákvörðun um að fresta opnun verslunar fyrirtækisins hér á landi. Hann segir frekari frétta að vænta um málið á næstu dögum. 9.10.2008 18:35
Ekki allt rétt sem sagt er um Seðlabankann Seðlabanki Íslands segir nauðsynlegt að koma á framfæri staðreyndum um gjaldeyrisskiptasamninga og eflingu gjaldeyrisforðans því umræða um viðleitni Seðlabankans til að efla erlenda stöðu sína í ár hafi verið afar gagnrýnin og margt verið sagt sem ekki eigi við rök að styðjast. Þetta kemur fram í fyrirlýsingu frá Seðlabankanum. 9.10.2008 18:14
Íslenska lífeyrissjóðnum lokað tímabundið Íslenski lífeyrissjóðurinn verður vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem nú eru á mörkuðum að loka í nokkra daga fyrir útgreiðslu úr sjóðnum og flutninga milli fjárfestingaleiða sjóðsins og annarra vörsluaðila. 9.10.2008 15:19