Viðskipti innlent

IMF eina leiðin til að ná eðlilegum gjaldeyrismarkaði

Greining Kaupþings telur að ekki verði annað séð en að aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) sé í raun eina leiðin til þess að ná fram eðlilegu ástandi á íslenskum gjaldeyrismarkaði.

Þetta kemur fram í Hálf fimm fréttum greiningarinnar. Þar segir að komið hafi fram að sjóðurinn er tilbúinn að leggja landsmönnum til töluvert stórar fjárhæðir til þess að ná aftur stöðugleika á gjaldeyrismarkaði.

Það sem er þó mikilvægast við hjálp Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er samt sem áður ekki fjármagnið sem hann lánar heldur trúverðugleikinn sem hann getur lagt krónunni til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×