Viðskipti innlent

Starfsmenn Nýja Landsbankans semja um laun í vikunni

Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans, segir að eitthvað í kringum 1100 manns hafi verið boðið starf hjá Nýja Landsbankanum. Það þýði að um 300 manns missi vinnuna.

Ekki er búið að semja við fólkið sem flyst yfir í nýja bankann um launakjör en hafist verður handa við það í vikunni.

Þá sagði Atli að þrátt fyrir að síðasta vika hefði verið ein sú erfiðasta sem hann og margir aðrir í Landsbankanum hefðu upplifað í starfi þá væri mikill hugur í starfsfólki. „Það eru allir staðráðnir í því að komast aftur á lappirnar og vinna vel fyrir þennan nýja banka."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×