Viðskipti innlent

Lokað í Kauphöllinni í dag

MYND/GVA

Ákveðið hefur verið að hafa áfram lokað fyrir hlutabréfaviðskipti í Kauphöll Íslands í dag eftir því sem segir á vef Kauphallarinnar.

Þar kemur fram að það sé gert vegna óvenjulegra markaðsaðstæðna og er þar vísað til falls þriggja íslensku bankanna sem allir voru skráðir í Kauphöllina. Lokað hefur verið í Kauphöllinni frá því á fimmtudag en vonast er til þess að hægt verði að opna hana á ný á morgun. Hins vegar verður opið fyrir viðskipti á skuldabréfamarkaði Kauphallarinnar í dag.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×