Viðskipti innlent

Iceland Express fækkar ferðum

Matthías Imsland
Matthías Imsland

Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir að félagið finni fyrir minni eftirspurn í kjölfar kreppunar. Einhver aukning sé hins vegar í eftirspurn erlendis en óvissa sé hjá ríkisvaldinu um framhaldið sem ekki sé af hinu góða.

Til þess að mæta minni eftirspurn mun Iceland Express draga úr framboði á flugferðum. Matthías segir að fækkað verði um sem nemur þremur ferðum á viku en sú fækkun mun koma til framkvæmdar í lok október.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×