Fleiri fréttir

Ris fall FL Group

Allir horfðu af aðdáun á ris FL Group og hvernig stjórnendur félagsins náðu að breyta litlu flugfélagi í risastórt alþjóðlegt fjárfestingarfélag. Það var á þeim tíma sem Íslendingar víluðu ekkert fyrir sér og voru að sigra heiminn.

Bankahólfið: Glatt á hjalla

Hluthafar Bakkavarar voru hæstánægðir á aðalfundi félagsins í Þjóðleikhúsinu á föstudag í síðustu viku. Ágúst Guðmundsson, forstjóri félagsins, átti stórleik á Stóra sviðinu þegar hann lauk hefðbundinni tölu um ganginn á fyrirtækinu, gekk fram fyrir pontu og ræddi vítt og breitt um reksturinn næstu ár.

Efla viðskiptatengslin í Mónakó

Formúla 1 er einhver vinsælasta sjónvarpsíþrótt heims. Hér mun áberandi hversu mikill áhugi er á sportinu meðal forsvarsmanna fyrirtækja.

Metarður að utan

Arðgreiðslur þriggja erlendra félaga sem hafa íslensk fyrirtæki í hluthafahópnum er tæplega tvöfalt hærri en sem nemur arðgreiðslum allra íslensku félaganna sem mynda Úrvalsvísitöluna í Kauphöll Íslands.

Arðgreiðslurnar dragast saman um helming

Þau íslensku fyrirtæki sem mynda Úrvalsvísitöluna taka upp veskið á næstu dögum og greiða hluthöfum sínum rúma þrjátíu milljarða króna vegna afkomunnar á síðasta ári. Pyngja sumra er tóm eftir tap í fyrra en önnur fyrirtæki eru að skoða næstu skref.

Óvirk samkeppni

Mjög fáir raforkukaupendur hafa skipt um raforkusala, frá því að samkeppnismarkaður hófst hér með raforku. Iðnaðarráðherra segir fjarri því að markaðurinn virki.

Sjófrystingin verðminni

Aflaverðmæti sjófrystra afurða í fyrra nam tæpum 25 milljörðum króna í fyrra og dróst saman um tæplega fjögur prósent, miðað við árið á undan, að því er fram kemur í tölum Hagstofunnar.

Óeðlileg hreyfing á hlutabréfamörkuðum

Það hefur ekki verið eðlileg hreyfing á hlutabréfamörkuðum að undanförnu, að mati Kjartans Freys Jónssonar, hjá SPRON verðbréfum. Kjartan var gestur Sindra „Í lok dags" og ræddi þar meðal annars stöðuna á hlutabréfamörkuðum að stöðu krónunnar. Smelltu á „Horfa á myndskeið með frétt" til að sjá viðtalið við Kjartan.

Metviðskipti á gjaldeyrismarkaði

Markaðir með skuldabréf og gjaldeyri opnuðu með látum í morgun. Eftir einungis klukkustundar viðskipti hafði veltan náð tæpum 28 milljörðum króna á skuldabréfamarkaði og gengi krónunnar fallið um tæp 4%, eftir því sem fram kemur í Vegvísi Landsbankans.

Glitnir selur breytanleg skuldabréf fyrir 15 milljarða

Góð eftirspurn var eftir breytanlegum skuldabréfum Glitnis í skuldabréfaútboði bankans sem lauk í gær. Heildarfjárhæð útgáfunnar var 15 milljarðar króna en bréfin voru seld í lokuðu útboði til innlendra fagfjárfesta sem hófst í síðustu viku.

Uppsveifla um allan heim - nema hér

Helstu hlutabréfavísitölur hafa verið á mikilli hraðferð upp á við víða um heim í dag. Hlut að máli eiga uppgjör bandarísku fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldmans Sachs. Á sama tíma standa flest hlutabréf á rauðu í Kauphöllinni.

FL Group niður um tæp fimm prósent í dag

Dagurinn í Kauphöllinni hefur verið áhugaverður. Eik Banki hefur lækkað mest eða um 5,74% þá hefur Atlantic Petroleum lækkað um 5,69% og Færesyki bankinn 4,93%.

Enginn krónukvíði hjá Exista

Sigurður Nordal hjá fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista kvað menn ekki vera með böggum hildar þar á bæ vegna gengisþróunarinnar. „Við gerum upp í evrum svo þetta ástand breytir ekki miklu fyrir okkar forsendur.

3G punginn með í bústaðinn

Sumarbústaðasvæðin í Grímsnesi, Biskupstungum, á Flúðum og Þingvöllum eru nú öll tengd 3G háhraðaneti Nova. Nýstárleg, færanleg nettenging fyrir fartölvur – 3G pungurinn – tengist fartölvunni sjálfri og hana er auðvelt að taka með í bústaðinn um páskana fyrir þá sem vilja vera nettengdir í fríinu.

Markaðurinn í mínus og krónan fellur áfram

Markaðurinn í kauphöllinni byrjar daginn í mínus og hefur úrvalsvísitalan fallið um 0,2 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur hún í 4646 stigum. Þá hefur gengi krónunnar fallið um tæp fjögur prósent og er gengisvísitalan komin yfir 159 stig.

Olíuvinnslu á Chestnut-svæðinu seinkar

Atlantic Petroleum hefur sent frá sér tilkynningu um að olíuvinnslu á Chestnut-svæðinu muni seinka í ár. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að olíuvinnslan myndi hefjast á fyrripart þessa árs en nú er rætt um að hún hefjist á þriðja ársfjórðungi.

Mesta lækkun sem hér hefur orðið á markaði

Lækkun á hlutabréfamarkaði er orðin meiri en þegar netbólan brast. Áhættufælni fjárfesta á alþjóðavísu og dræmt aðgengi bankanna að erlendri mynt grefur undan gengi krónunnar.

Krónan aldrei verið veikari

Gengi íslensku krónunnar lækkaði um um það bil sjö prósent í viðskiptum á millibankamarkaði í dag og stendur gengisvísitalan nú í 153,6 stigum.

Stjórn FL Group hefur ekki rætt um afskráningu félagsins

Vegna fréttaumfjöllunar vill stjórn FL Group taka fram að engar umræður hafa farið fram í stjórn félagsins um afskráningu þess. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ásgeir Jónssyni, stjórnarformanni FL Group, til Kauphallarinnar.FL Group hf. lækkaði um 13,21% í Kauphöll Íslands í dag eftir að það spurðist út að FL Group yrði tekið af markaði.

Ekki hægt að fullyrða um hvort botninum sé náð

Gylfi Magnússson, hagfræðingur og dósent við háskóla Íslands segir að Seðlabankinn hafi enga góða kosti í þeirri stöðu sem nú er uppi í íslensku fjármálalífi. Hann segir ekkert hægt að fullyrða um hvort botninum sé náð, það eina sem hægt sé að fullyrða um er að menn vita ekkert. Gylfi var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags á Vísi í dag.

FL Group lokar ekki í London

Júlíus Þorfinnsson forstöðumaður samskiptasviðs hjá FL Group segir félagið ekki ætla að loka skrifstofum félagsins í London.

FL Group nálgast 13 prósentin í dag

FL Group hf. hefur lækkað um 12,61% það sem af er degi í Kauphöll Íslands. Gengi félagsins stendur nú í 7,28. Þá hefur Exista lækkað um 9,72% og 365 hf. um 7,97%.

Stærstu hluthafar FL Group og Exista hafa misst 100 milljarða

Stærstu hluthafar fjárfestingafélaganna FL Group og Existu hafa misst 100 milljarða af eignum sínum það sem af er þessu ári. Gengi beggja félaga hefur lækkað um meira en 40% á þeim tveimur og hálfa mánuði sem liðinn er af árinu 2008.

„Held að þetta breyti engu fyrir FL Group“

Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Veigs, segir brottnám FL Group af markaði í sjálfu sér ekki breyta miklu. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt, þetta þýðir bara að opinber verðskráning á hlutum hverfur og ekki er hægt að sjá verð bréfanna frá degi til dags.

FL Group tekið af markaði

FL Group verður tekið af markaði á næstu vikum. Þetta herma heimildir Markaðarins en greint var frá tíðindunum í hádegisfréttum hans.

Krónan í frjálsu falli í morgun

Gengi krónunnar hefur verið í frjálsu falli í viðskiptum á millibankamarkaði í morgun. Frá því að opnað var fyrir viðskipti hefur gengi krónunnar fallið um tæp fimm prósent.

Úrvalsvísitalan niður um þrjú prósent

Gengi Existu, FL Group og Færeyjabanka féll um rúm fimm prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi FL Group fór niður fyrir átta krónur á hlut . Þá fór gengi 365 og SPRON sömuleiðis í sitt lægsta gildi frá upphafi. Gengi bréfa í 365 stendur í 1,32 krónum á hlut og SPRON í 4,86 krónum.

Fall á öllum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hafa fallið um 4,5 prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta er nokkuð í takti við mikla dýfu á hlutabréfamörkuðum víða um heim í kjölfar þess að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan keypti kollega sinn hjá Bear Stearns með miklum afslætti.

Enn mögulegt að loka sjóðum

Ein af jákvæðustu innlendu fréttum liðinnar viku var að það virðist enn vera hægt að loka sjóði, að sögn Ragnars Hannesar Guðmundssonar, sérfræðings hjá Askar Capital.

Krónan féll um 1,56 prósent í gær

Gengi íslensku krónunnar féll um 1,56 prósent í gær og hefur gengið því lækkað um nærri fjögur prósent á síðustu tveimur dögum. Dollarinn er nú 71 króna og breska pundið um 144 krónur. Evran var 111 krónur við lokun markaðar í gær en hún var 92 krónur í upphafi árs.

Ingvar Eyfjörð aðstoðarforstjóri Icelandic Group

Ingvar Eyfjörð hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Icelandic Group en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskvals. Við því starfi tekur Elfar Bergþórsson sem gegnt hefur starfi sölustjóra félagsins. Í tilkynningu frá Icelandic Group segir að Ingvar hafi víðtæka reynslu af stjórnun, sölu- og markaðsmálum fyrirtækja í matvælaframleiðslu.

Nýherji eykur hlutafé um 45 milljónir króna

Stjórn Nýherja hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 45 milljónir króna á genginu 22,0. Þar af verða 15.902.553 hlutir nýttir sem greiðsla til seljenda TM Software hf. og 29.097.447 hlutir verða ætlaðir til sölu til núverandi hluthafa og starfsmanna samstæðunnar. Hverjum og einum starfsmanni samstæðunnar sem eru í starfi 14. Mars 2008 býðst að kaupa annað hvort 5.000 eða 10.000 hluti.

Forsætisráðherra heimsótti NASDAQ-höllina

Geir H. Haarde forsætisráðherra Íslands heimsótti NASDAQ OMX kauphöllina í New York í dag ásamt fríðu föruneyti. Þar hitti hann forstjóra NASDAQ OMX Group, Bob Greifeld.

Spáir 8,5% verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,3% í mars. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 8,5% í mars samanborið við 6,8% í febrúar.

FL Group lækkaði mest

FL Group lækkaði mest allra félaga í Kauphöll Ísland í dag eða um 4,47%. 365 hf lækkaði um 2,82% og Exista hf. Um 2,68%.

de CODE tapar 41,5 milljörðum á 11 árum

de CODE genetics Inc., móðurfyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar, kynnti í vikunni afkomutölur sínar fyrir lokafjórðung ársins 2007 og fjárhagsárið í heild sinni. Tap lokafjórðungs 2007 var tæplega 2,3 milljarðar íslenskra króna, samanborið við 1,6 milljarða króna á lokafjórðungi ársins 2006.

Sameiningarferli lokið hjá Opnum kerfum og Titan

Lögformlegu sameiningaferli Opinna kerfa og Titan lauk í dag þegar hluthafafundir fyrirtækjanna samþykktu sameiningu. Hjá sameinuðu fyrirtæki eru 140 starfsmenn og er áætluð velta 4,5 milljarðar króna. Samhliða sameiningunni tekur nýtt skipurit gildi hjá Opnum kerfum.

Sjá næstu 50 fréttir