Viðskipti innlent

FL Group lokar ekki í London

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group
Jón Sigurðsson forstjóri FL Group

Júlíus Þorfinnsson forstöðumaður samskiptasviðs hjá FL Group segir félagið ekki ætla að loka skrifstofum félagsins í London.

Alls níu manns starfa á skrifstofum félagsins í London en orðrómur hefur verið upp um að skrifstofum þar ætti að loka.

Júlíus vísar þeim orðrómi á bug en skrifstofum félagsins í Danmörku var lokað rétt eftir áramót. Það var liður í að skera niður rekstrarkostnað félagsins sem hefur verið mikið í umræðunni.

Samkvæmt öruggum heimildum markaðarins í hádeginu á að taka félagið af markaði á næstu vikum en félagið hefur lækkað um 47% á árinu. Þar af um tæp 13% í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×