Viðskipti innlent

Greining Glitnis spáir þriggja prósenta lækkun á íbúðaverði

Í nýrri spá greiningar Glitnis um þróun íbúðaverðs er reiknað með því að íbúðaverð muni lækka um þrjú prósent yfir þetta ár.

Greiningin telur að draga mun úr eftirspurn vegna hægari gangs hagkerfisins, lakara aðgengis að lánsfé og lítillar kaupmáttaraukningar.

Þá er gert ráð fyrir að hægi á fólksfjölgun í landinu samhliða minnkandi spennu á vinnumarkaði en mikill aðflutningur erlends vinnuafls til landsins hefur aukið eftirspurn á íbúðamarkaði.

Framboð af nýju húsnæði er mikið eftir mikla íbúðafjárfestingu á síðustu árum en það er til þess fallið að auka söluþrýsting á markaði.

Greiningin reiknar með að íbúðaverð lækki á fyrri hluta næsta árs en taki lítillega við sér á síðari hluta ársins þannig að verðið verði svipað í ársbyrjun 2009 og við lok þess árs.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×