Fleiri fréttir

Bakkavör kaupir matvælafyrirtæki í Hong Kong

Bakkavör Group hefur keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjarvöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong, og á kauprétt að eftirstandandi hlutum í félaginu árið 2010.

Færa eignir til Invik

Íslenskar eignir fjármálafyrirtækisins Milestone verða frá og með þessu ári færðar undir sænsku fjármálasamstæðuna Invik, dótturfélag Milestone. „Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll fyrirtæki Milestone verða dóttur­félög Invik, þar með talin íslensku fjármála­fyrirtækin Sjóvá, Askar Capital og Avant,“ segir í tilkynningu vegna ársuppgjörs fyrirtækisins.

Pláss fyrir 1500 verslanir í Kína

„Við erum að skoða sérstaklega tækifæri sem fæðast við breytingar á alþjóðlegum mörkuðum,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, á ráðstefnu í New York í dag. Nefndi hann sérstaklega Rússland en líka Indland og Kína. Þetta væru vaxtamarkaðir á meðan þróaðri markaðir væru að minnka í hlutfalli við þá.

Karlmenn kjósa vefverslun

„Um tíu prósent af allri verslun mun fara fram í gegnum netið,“ sagði Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs á ráðstefnu um íslenskt efnahagslíf í New York í dag.

Bankastjórarnir draga úr ferðinni

Allir bankastjórar íslensku bankanna lögðu áherslu á hóflegan vöxt í framtíðinni í núverandi ástandi á alþjóðlegum fjármálamörkuðum á ráðstefnu um íslenskt efnahagslíf og bankana í New York í dag.

Niðurstaða um evrubókhald á þessu ári

Geir Haarde forsætisráððherra sagði að það yrði ljóst á þessu reikningsári hvort og þá hvernig íslensku bankarnir gætu gert upp bókhald sitt í evru. Hann sagði að nú þegar gerðu 219 íslensk fyrirtæki upp í erlendri mynt. Um það bil helmingur noti bandaríkjadal, einn þriðji fyrirtækja noti evrur og tíu prósent bresk pund.

Vildi sjálfur vera lengur hjá REI

„Það er nýkomin stjórn í fyrirtækið og það á eftir að ganga frá ýmsum málum, meðal annars að ráða einhvern í staðinn fyrir mig,“ segir Guðmundur Þóroddsson forstjóri REI sem átti að snúa tilbaka í Orkuveitu Reykjavíkur þann 1.apríl.

Guðmundur Þóroddsson áfram í leyfi

Guðmundur Þóroddsson átti að koma tilbaka úr leyfi og setjast í stól forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Guðmundur hefur verið forstjóri REI undanfarið en átti að snúa til baka 1.apríl næst komandi.

Spron lækkaði um 3,75%

Íslenska úrvalsvísitalan fór niður um 1,88% í dag og stendur í tæpum 4844 stigum. Spron lækkaði mest, eða um 3,75%. Glitnir um 3,13% og Glitnir um 3,11%og Atorka Group lækkaði um 2,83%. Þá lækkaði 365 um 2,82% og Atlantic Petroleum um 2,55%.

Saga Capital í dönsku kauphöllina

Saga Capital Fjárfestingarbanka var í dag veittur formlegur aðgangur að kauphöllinni í Kaupmannahöfn en fyrir er bankinn aðili að kauphöllunum á Íslandi, í Helsinki og í Stokkhólmi.

Geir Haarde trekkir að bandaríska fjölmiðla

Fjölmargir bandarískir fjölmiðlar hafa óskað eftir viðtali við Geir H. Haarde forsætisráðherra sem nú er staddur í New York til að kynna íslenskt efnahagslíf.

Rauður morgun í kauphöllinni

Markaðurinn í kauphöllinni tók töluverða dýfu í fyrstu viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,43% og stendur nú í 4.866 stigum.

Greining Glitnis spáir óbreyttum stýrivöxtum í apríl

Greining Glitnis spáir því að Seðlabankinn haldi vöxtum óbreyttum í 13,75% á næsta vaxtaákvörðunarfundi, þann 10. apríl næstkomandi til að veita verðbólguvæntingum akkeri og koma í veg fyrir að raunstýrivextir lækki.

deCODE tapaði 6,6 milljörðum á síðasta ári

deCODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, birti uppgjör sitt fyrir síðasta ár nú í kvöld. Þar kemur fram að tap félagsins árið 2007 nemur 6,6 milljörðum íslenskra króna. Félagið tapaði 5,8 milljörðum árið 2006.

Atorka Group lækkaði um 8,4%

Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% í dag. Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hækkaði mest, eða um 3,54%. Century Aluminum Company, móðurfélag Norðuráls, hækkaði um 2,99% Landsbanki Íslands hf. hækkaði um 1,79% og Glitnir banki um 1,15% Straumur-Burðarás hækkaði um 0,98%.

Lýður í stjórn Sampo

Valnefnd stjórnar norræna fjármálafyrirtækisins Sampo Group birti í dag tillögur sínar um frambjóðendur til stjórnarkjörs fyrir aðalfund félagsins sem fram fer 15. apríl næstkomandi. Valnefndin leggur þar til að Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista, verði kjörinn í stjórn Sampo. Lýður er annar tveggja nýrra stjórnarmanna sem valnefndin gerir tillögu um.

Hreyfing á 5,6% hlut í FL Group

Kauphöllin fékk tilkynningu um hreyfingu á 5,6% hlut FL Group í morgun. Samkvæmt tilkynningunni voru viðskiptin á genginu 9,50 og var markaðsverð hlutarins rúmir 7,2 milljarðar króna. Bréf í FL Group eru nú skráð á genginu 9,10 í Kauphöll Íslands.

Enginn áhugi hjá Dönum á fundinum í Kaupmannahöfn

Enginn áhugi var meðal danskra fjölmiðla á ráðstefnunni um íslensk efnahagsmál í Kaupmannahöfn í gær. Ekki er staf að finna um fundinn á vefsíðum allra helstu dagblaða í Danmörku í dag.

Sprettur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um 3,35 prósent á fyrstu tveimur mínútunum í Kauphöllinni í dag. Heildarviðskiptin á þessum fyrstu mínútum námu 8,5 milljörðum króna. Til samanburðar námu viðskiptin aðeins 1,8 milljörðum króna allan mánudag.Heldur hefur blásið í hlutabréfaveltuna eftir því sem lengra hefur liðið frá upphafi viðskiptadagsins.

Íslenskar eignir á uppleið erlendis

Fjárfestar víða um heim virðast almennt ánægðir með aðgerðir bandaríska seðlabankans gegn lausafjárþurrðinni. Bréf í Kaupþingi, sem skráð eru í Svíþjóð, hefur hækkað um rúmt prósent. Finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Exista á 20 prósent í, hefur hækkað um tæp 1,4 prósent í dag.

Skjóta sig í fótinn í skattaparadísum

Ekki er gefið að skattgreiðslur minnki eða hverfi þótt hlutabréfaeign sé geymd í skattaparadísum. Sé eignin ekki talin fram til skatts er hins vegar um skattsvik að ræða.

Ráðningarstofur dragbítar á launajafnrétti

„Á ráðningarstofum vinna að stærstum hluta konur og samkvæmt rannsóknum virðast konur bjóða öðrum konum lægri laun en körlum og því hætta á að ákveðin kynjaslagsíða myndist strax við ráðningu. Þær eru í raun dragbítur á launajafnrétti,“ segir Margrét Kristmundsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri og framkvæmdastjóri Pfaff.

Unnið á mörgum vígstöðvum

Stundum þarf vinnan að víkja á miðjum degi, til dæmis þegar landslið eða björgunarsveitir krefjast kraftanna af fólki.

Sviptingar í hópi ríkustu Íslendinga

Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björg­ólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannes­son, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti.

Bankahólfið: Tapaði bunka

Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum – og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær lista­maður.

Uppskriftin að fyrirmyndarskattríkinu

Fyrirmyndarskattlagning felst í einföldu skattkerfi sem gengur út á að borga fyrir þá þjónustu sem aðrir en ríkið geta ekki veitt, án þess að neyslustýringu, viðskiptahindrunum eða öðrum sjónarmiðum sé blandað inn í.

FL Group borgaði Hannesi 94 milljónir fyrir flugvélaleigu

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, upplýsti það á aðalfundi félagsins í dag að Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri, stjórnarmaður og hluthafi í FL Group, hefði fengið 94 milljónir frá félaginu fyrir að leigja því afnot af einkaflugvél sinni.

REI hefur áhuga á vatnsorkuveri í Nepal

Reykjavík Energy Invest er eitt af 21 fyrirtæki sem hefur orðið sér úti um útboðgögn í vegna 600 MW vatnsorkuvers í Nepal. Vatnsorkuverið er á stærð við Kárahnjúkavirkjun.

Geðvonskuleg svör Jóns Ásgeirs

„Ég var nú ekki nógu ánægður með þau svör sem ég fékk og fannst þau geðvonskuleg og skapofsinn var mikill,“ segir Vilhjálmur Bjarnason hluthafi í FL Group sem lagði fram átta spurningar í nokkrum liðum fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformann FL Group á aðalfundi félagsins í dag.

Pálmi varaformaður í nýrri stjórn FL Group

Pálmi Haraldsson einatt kenndur við eingarhaldsfélagið Fons sem fer með næst stærstan eignahlut í FL Group var kosinn varformaður nýrrar stjórnar félagsins í dag.

Lofa að lækka rekstrarkostnað um 50%

Jón Sigurðsson forstjóri FL Group lofaði í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í Salnum í Kópavogi fyrir stundu að lækka rekstrarkostnað félagsins um 50% á árinu 2008.

Íslensku bankarnir hafa ekki notið sannmælis í fjölmiðlum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur að íslensku bankarnir hafi ekki notið sannmælis í umfjöllun fjölmiðla um stöðu þeirra. Þetta kom fram í ræðu sem hún hélt á ráðstefnu Viðskiptaráðs um íslensk efnahagsmál í Kaupmannahöfn í dag.

Tvö hundruð milljarðar dala til að bæta lausafjárþörf

Seðlabanki Bandaríkjanna brást við lausafjárskorti í bankakerfinu með því að dæla 200 milljörðum dala í hagkerfið. Aðgerðin virðist hafa virkað prýðilega því víðast hvar eru grænar tölur á markaðnum í dag. Garðar Jón Bjarnason, sérfræðingur hjá SPRON, ræddi þessi mál og fleiri við Björgvin Guðmundsson, ritstjóra Markaðarins, „Í lok dags".

Stjórnin situr áfram

Engar breytingar verða gerðar á stjórn 365 hf. á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í dag.

Sjá næstu 50 fréttir