Viðskipti innlent

„Held að þetta breyti engu fyrir FL Group“

Jafet Ólafsson.
Jafet Ólafsson.

Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Veigs, segir brottnám FL Group af markaði í sjálfu sér ekki breyta miklu.

„Það breytist í sjálfu sér ekki neitt, þetta þýðir bara að opinber verðskráning á hlutum hverfur og ekki er hægt að sjá verð bréfanna frá degi til dags. Aðgangur að lánsfé er yfirleitt betri fyrir skráð fyrirtæki af því að það er svo stíf upplýsingaskylda á þeim," sagði Jafet.

Hann bætti því við til útskýringar að yfirtökuskylda í skráðum fyrirtækjum myndaðist yfirleitt við 40% heildarhlutafjár, þá yrði eigandi þess hluta skyldugur að gera öðrum hluthöfum tilboð um að kaupa þá út. „Ég held að þetta breyti engu fyrir FL Group, þarna er mjög þröngt eignarhald, ef þú tekur tíu stærstu hlutana ertu kominn í 85% eignarhlut," sagði Jafet.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×