Viðskipti innlent

Stærstu hluthafar FL Group og Exista hafa misst 100 milljarða

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, hefur þurft að horfa upp á mikla rýrnun á eignum Baugs í FL Group það sem af er þessu ári.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður FL Group, hefur þurft að horfa upp á mikla rýrnun á eignum Baugs í FL Group það sem af er þessu ári. MYND/VALGARÐ

Stærstu hluthafar fjárfestingafélaganna FL Group og Existu hafa misst 100 milljarða af eignum sínum það sem af er þessu ári. Gengi beggja félaga hefur lækkað um meira en 40% á þeim tveimur og hálfa mánuði sem liðinn er af árinu 2008.

Gengi FL Group var 7,28 klukkan 15 í dag og hafði fallið um tæp 13% frá því að markaður opnaði í morgun. Gengi félagsins var 13,75 um áramót og hefur því fallið um rétt rúm 47% á þessum tveimur mánuðum. Stærstu hluthafar félagsins hafa fundið fyrir þessu gruni á gengi félagsins. Þannig hefur hlutur Baugur Group, sem á 36,5% hlut í félaginu, rýrnað um rúma 32 milljarða frá áramótum.

Exista hefur heldur ekki farið varhluta af hruni á mörkuðum. Gengi bréfa í félaginu hefur fallið um 43,45 frá áramótum og um rétt tæp 10% í dag. Um þrjú var gengi félagsins 10,5. Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru langstærstu hluthafar Existu með rúmlega 45% hlut. Þeirra hlutur hefur lækkað um rúman 41 milljarð frá áramótum.

Eins og greint var frá hér á Vísi í morgun hafa eigendur FL Group uppi hugmyndir um að taka félagið af markaði á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×