Fleiri fréttir

Actavis hefur sölu lyfs á Ítalíu undir eigin merki

Actavis hefur sett fyrstu lyfin á markað á Ítalíu undir eigin vörumerki. Actavis hefur byggt upp starfsemina á Ítalíu frá grunni, en félagið opnaði fyrr á árinu skrifstofu í Saronno, skammt frá Mílanó og Malpensa flugvellinum. Ítalski markaðurinn er sá fjórði stærsti sem Actavis starfar á í Evrópu, en Ítalir telja rúmar 58 milljónir manna.

Manngerðin endurspeglast í skónum

Snjáðir og illa hirtir skór þykja ekki vera til þess að efla traust á eigandanum í viðskiptalífinu. Konur búa við „endalausa fjölbreytni“ en karlar sitja fremur að þægindunum.

Banakahólfið: Misjafnt gengi, líka í fréttum

Nokkur fljót­færnis­bragur þykir á forsíðufrétt 24 stunda í gær þar sem slegið er upp sem mikilli nýbreytni væntan­legum íbúðalánum Sparnaðar ehf. í evrum. Tilfellið er nefnilega að hér hefur fólk átt þess kost um árabil að taka lán í evrum, hver í sínum viðskiptabanka, og þá á vaxtakjörum sem um þá mynt gilda hverju sinni. Meiri afglöp eru hins vegar að hvergi kemur fram í fréttinni að lántöku í annarri mynt en krónum fylgir gengisáhætta.

Þurfum líka evrur

Landsbankinn ætlar að bjóða meginlandsbúum sams konar innlánsreikninga og slegið hafa í gegn í Bretlandi.

3. kynslóð farsíma

Ljóst er að nokkur samkeppni verður um hylli símnotenda í þriðju kynslóðar kerfinu. Þrjú fyrirtæki bítast um fólk: Síminn, Vodafone og Nova, sem er nýr aðili á símamarkaði hérlendis.

Exista leiddi hækkanahrinu

Gengi hlutabréfa í Existu hækkaði um 4,24 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur í 23,35 krónum á hlut. Þetta var mesta hækkunin í Kauphöllinni en svipuðu máli gegndi um öll hin fjárfestingafélögin og bankana en gengi þeirra hækkað á bilinu 0,65 prósent til 3,94 prósenta, mest í Kaupþingi. Úrvalsvísitalan rauk upp um 2,75 prósent á sama tíma.

Borguðu 860 fyrir kg af þorski í Danmörku

Verð á þorski fór í hæstu hæðir á uppboðsmarkaðnum í Hanstholm í Danmörku í lok síðustu viku. Hæsta verðið, sem greitt var, samsvaraði 860 ísl. krónum fyrir kílóið.

Spá um 5,6% verðbólgu í desember

Greining Glitnis reiknar með að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% milli nóvember og desember en Hagstofa Íslands birtir vísitöluna í fyrramálið.

Kaupþing hækkar um þrjú prósent

Gengi bréfa í Kaupþingi rauk upp um rúm þrjú prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og leiðir bankinn hækkun Úrvalsvísitölunnar. Á eftir fylgja Exista, sem hefur hækkað um rúm 2,3 prósent, og fleiri bankar og fjárfestingafélög. Einungis gengi bréfa í FL Group hefur haldið áfram að lækka.

Hlutafjárútboð FL Group hafið

FL Group hyggst auka hlutafé félagsins með lokuðu útboði til fjárfesta og er stefnt að því að selja hlutafé fyrir allt að 10 milljarða króna.

Viðskipti hafin á rólegasta tíma

Gengi bréfa Atlantic Airways hækkaði um 0,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi viðskipta með bréfin í OMX kauphöll Íslands í gær.

Baugur staðfestir orðróm um áhuga á Moss Bros

Baugur Group sendi í dag tilkynningu til kauphallarinnar í London þar sem félagið staðfestir þann orðróm að félagið sé að kanna möguleika sína á því að taka yfir Moss Bros Group með hliðsjón af óbeinum eignarhlut sínum í félaginu. Þetta kemur fram í Hálf-fimm fréttum Kaupþings.

Jón Örn Guðbjartsson hjá HÍ

Jón Örn Guðbjartsson hefur tekið við starfi sem markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands en hann starfaði áður sem fréttamaður á Stöð 2. Í starfinu felst yfirstjórn innri og ytri markaðs- og kynningarmála, fjölmiðlasamskipta, útgáfumála, viðburða og vefmála Háskóla Íslands.

SPRON hækkaði mest allra í dag

SPRON hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag eða um 1,19%. Flaga Group lækkaði mest allra félaga en það lækkaði um 6,5% Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,41% og var 6406 stig í lok dags.

Breytingar á leiðakerfi hjá Icelandair

Icelandair mun breyta áherslum í flugi sínu vestur um haf á næsta ári. Reglulegt áætlunarflug hefst til Toronto í maí, en flugi verður hætt til Baltimore í vetur.

Ný spá gerir ráð fyrir óbreyttu íbúðaverði á næsta ári

Greining Glitnis hefur gefið út nýja spá um íbúðamarkað. Í spánni er gert ráð fyrir 15,4%% hækkun íbúðarhúsnæðisverð yfir þetta ár en að verðið verði nánast óbreytt yfir árið 2008 sem er töluverður viðsnúningur eftir mikla hækkun undanfarin ár.

Föroya banki undir útboðsgengi

Gengi hlutabréfa í hinum færeyska Föroya banka hefur lækkað um 1,58 prósent frá upphafi viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur nú í 187 krónum á hlut sem er tveimur krónum undir útboðsgengi með bréf í bankanum 21. júní síðastliðinn.

FLE og Nova semja um farsímaþjónustu

Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. og Nova ehf. hafa undirritað samning um aðstöðu fyrir búnað til móttöku og miðlunar á merkjum fyrir þriðju kynslóð farsíma í og við flugstöðina.

Fimm nýir í stjórn FL Group

Ljóst er að fimm nýir aðilar munu setjast í stjórn FL Group á næsta hlutahafafundi sem fer fram föstudaginn 14. desember næstkomandi. Aðeins stjórnarformaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson og varaformaðurinn Þorsteinn M. Jónsson gefa kost á sér áfram.

Fossvélar kaupa risajarðýtu

Vélasvið Heklu afhenti Fossvélum á Selfossi risajarðýtu af gerðinni Caterpillar D11R á starfssvæði Fossvéla við Ingólfsfjall á föstudaginn var. Þetta er önnur jarðýtan af þessari gerð sem selst hér á landi á þessu ári. Að jafnaði selur Caterpillar aðeins þrjár til fjórar svona vélar á ári í Evrópu, þannig að sala á tveimur vélum til Íslands á einu og sama árinu þykir tíðindum sæta.

Baugsmenn sagðir ráðgera yfirtöku í Moss Bros

Baugur ráðgerir yfirtökutilboð í bresku fataverslanakeðjuna Moss Bros, að því er dagblaðið Sunday Times greinir frá í dag. Heimildir blaðsins herma að Baugur muni á næstunni, sennilega í vikunni, leggja fram tilboð upp á 40 milljónir punda, eða rúma fimm milljarða íslenskra króna. Baugur á nú þegar 29 prósenta hlut í félaginu í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments sem er í eigu Baugs og Kevin Stanford.

Kaupþing, Exista og FL Group týndu 137 milljörðum í Kauphöllinni

Kaupþing, Exista og FL Group voru þau þrjú fyrirtæki sem rýrnuðu mest í Kauphöllinni í lækkunum vikunnar. Samanlagt minnkaði verðmæti fyrirtækjanna þriggja um 136,8 milljarða á fimm dögum, frá mánudegi og fram á föstudag. Verðmæti Marels jókst á sama tímabili um 1,1 milljarð og er það eina markverða hækkunin í vikunni.

365 lækkaði mest annan daginn í röð

Líkt og undanfarna daga var eitthvað um rauðar tölur við lokun Kauphallar í dag. 365 sem meðal annars rekur vísir.is lækkaði mest annan daginn í röð. Félagið lækkaði um 2,51% og stendur gengi félagsins nú í 1,94.

Íhuga að leggja niður Ísafold vegna "ritskoðunar" Jóns Helga

Útgáfufélagið Birtíngur íhugar alvarlega að leggja niður tímaritið Ísafold og sameina ritstjórn þess tímaritinu Nýtt Líf. Samkvæmt heimildum Vísis var þetta á meðal þess sem var rætt á fundi helstu stjórnenda útgáfufélagsins í morgun.

Róleg en jákvæð byrjun í kauphöllinni

Það varð róleg en jákvæð byrjun er kauphöllin opnaði í morgun. Nokkur fyrirtæki hækkuðu, ekkert lækkaði og úrvalsvísitalan hækkaði um rúmt prósent.

Evruskráning frestast

Ekki verður farin bráðabirgðaleið í skráningu hlutabréfa í evrum í Kauphöll Íslands. Þess í stað á endanleg lausn með aðkomu Seðlabanka Finnlands að vera tilbúin fyrir mitt næsta ár.

SA andvíg margþrepa skattkerfi

Samtök atvinnulífsins eru algerlega andvíg þeirri tillögu að taka upp margþrepa skattkerfi eins og Starfsgreinasambandið hefur lagt til. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn samtakanna sem birt er á vef þeirra.

365 lækkaði um 7% í dag

Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem rekur meðal annars visir.is, lækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag eða um 7,01%. Gengi félagsins er nú í fyrsta sinn komið undir 2 en það endaði í 1,99.

Hannes seldi fyrir sjö milljarða í FL Group

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefur selt 4,51% af hlut sínum í FL Group. Vísir greindi fyrst frá þessu í morgun í tengslum við kaup Pálma Haraldssonar á 6,87% hlut í FL Group en FL Group flaggaði viðskiptin í Kauphöllinni nú fyrir skömmu.

365 hefur lækkað mest í dag

Það sem af er degi hafa átta félög lækkað í Kauphöllinni og sjö hækkað. Langmesta lækkunin er hjá 365 ehf, 7,94 prósent. FL FL Group hefur lækkað um 3,75 prósent og Teymi um 2,30 prósent.

Hvað eru þessir menn að tala um?

Orðabók viðskiptalífsins. Nú þegar umræðan um viðskiptalífið er í hámarki er ekki úr vegi að fara yfir tungumálið sem "þessir menn" tala. Alveg nákvæmlega eins menn mæta í fjölmiðla og tala alveg nákvæmlega sama tungumálið sem enginn skilur, nema þessir menn sem eru alveg nákvæmlega eins.

Tapa 1,9 milljörðum á sölu í FL Group

Athafnamennirnir Magnús Ármann, Kevin Stanford og Þorsteinn M. Jónsson töpuðu 1,9 milljarði á því að selja 2,31% hlut Sólmons ehf í FL Group í morgun á 3,4 milljarða. Kaupandi var, samkvæmt heimildum Vísis, athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson.

Jólabónus fyrir lykilmenn Glitnis

Glitnir hefur keypt 500.000 hluti í bankanum og selt aftur til lykilmanna í bankanum. Hlutirnir voru keyptir á genginu 23,20 kr. en seldir til starfsmannanna á 15,5 kr.

Mosagræn byrjun í kauphöllinni

Viðskipti í kauphöllinni hófust með uppsveiflu í morgun ef FL Group er undanskilið en þar féllu bréfin um 2,1% í fyrstu viðskiptum dagsins.

Pálmi kaupir tæp 7% í FL Group

Vísir hefur heimildir fyrir því að athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson í Fons hafi keypt rétt tæp 7% í FL Group á genginu 16,10 í morgun. Alls greiddi Pálmi 10,4 milljarða fyrir 6,8% hlut. Þar með er Pálmi orðinn fimmti stærsti hluthafinn í félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir