Viðskipti innlent

Ný spá gerir ráð fyrir óbreyttu íbúðaverði á næsta ári

Greining Glitnis hefur gefið út nýja spá um íbúðamarkað. Í spánni er gert ráð fyrir 15,4%% hækkun íbúðarhúsnæðisverð yfir þetta ár en að verðið verði nánast óbreytt yfir árið 2008 sem er töluverður viðsnúningur eftir mikla hækkun undanfarin ár.

Meðalhækkun íbúðaverðs á árinu 2007 verður 9,4% frá fyrra ári og á árinu 2008 mun hækkunin frá fyrra ári vera að meðaltali um 7% þrátt fyrir óbreytt verð yfir árið og útskýra grunnáhrif mismuninn.

Árið 2009 er gert ráð fyrir að húsnæðisverð taki aðeins við sér þó að enn verði nokkuð rólegt á markaðinum miðað við það sem verið hefur undanfarin misseri. Spáð er ríflega 3% hækkun yfir árið 2009 og um 0,6% meðalhækkun frá fyrra ári.

Vextir húsnæðislána hafa farið hækkandi frá því síðsumars sem má rekja til hækkunar stýrivaxta og lakara aðgengi að lánsfé. Einnig mun hægari gangur efnahagslífsins draga úr aðflutningi erlends vinnuafls sem frekar dregur úr eftirspurn ásamt því að hægja mun á kaupmáttaraukningu heimilanna.

Þá mun lækkun hlutabréfaverðs undanfarnar vikur einnig leggja sitt að mörkum við að kæla fasteignamarkaðinn til skemmri tíma.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×