Viðskipti innlent

TM-hlutur Guðbjargar í FL Group og Glitni hefur rýrnað um þrjá milljarða

Athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir hefur, líkt og aðrir, fengið að finna fyrir erfiðu gengi á markaði að undanförnu.
Athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir hefur, líkt og aðrir, fengið að finna fyrir erfiðu gengi á markaði að undanförnu.

Athafnakonan Guðbjörg Matthíasdóttir hefur þurft að horfa upp á hluti þá sem hún fékk í FL Group og Glitni fyrir bréf sín í Tryggingamiðstöðinni rýrna um þrjá milljarða á þeim tæpum þremur mánuðum sem hún hefur átt bréfin.

Hlutur hennar hefur rýrnað um rétt rúm 25% og á Kristinn ehf, sem er alfarið í hennar eigu, nú um 8,6 milljarða hlut í báðum félögum.

Guðbjörg fékk bréf í FL Group á genginu 24,3 en miðað við lokagengið 16,25  í gær þá hefur hlutur hennar þar rýrnað um rétt tæpan þriðjung á aðeins tveimur mánuðum.

Ekki náðist í Guðbjörgu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×