Viðskipti hafin á rólegasta tíma Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. desember 2007 02:00 Magne Arge forstjóri Atlantic Airways um það bil að taka við bjöllustreng Kauphallarbjöllunar úr hendi Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallarinnar, við lok viðskipta í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Gengi bréfa Atlantic Airways hækkaði um 0,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi viðskipta með bréfin í OMX kauphöll Íslands í gær. Útboðsgengið var 261 dönsk króna á hlut, en lokagengi gærdagsins 262,5 danskar krónur, eftir 15 færslur. Dagurinn var raunar sá rólegast í Kauphöllinni á þessu ári, þar sem heildarvelta hlutabréfa nam ekki nema 1.650 milljónum króna. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að velta hafi að meðaltali verið tæpir 11,2 milljarðar króna á dag það sem af er ári. Félagið er tvítugt, stofnað í mars árið 1987. Í upphafi var einungis flogið á einni leið milli Færeyja og Kaupmannahafnar á einu fél félagsins. Síðan hafa umsvif félagsins aukist nokkuð, en meginstarfsemin byggir á áætlunarflugi frá Færeyjum, leiguflugi í Evrópu og þyrlustarfsemi í Færeyjum og á Norðursjó. Félagið rekur nú sex flugvélar og þrjár þyrlur og er með höfuðstöðvar í Sørvág í Færeyjum. Starfsmenn eru 187. Magne Arge, forstóri Atlantic Airways segir spennandi tíma framundan. „Með skráningu á markað koma ný tækifæri og um leið ný verkefni og skyldur. Slíkt er ávallt spennandi fyrir okkur sem störfum í viðskiptum. Sérstaklega þurfum við að venja okkur við að vera á hverjum degi komin undir dóm markaðarins á frammistöðu okkar.“ Magne segir félagið þó vel í stakk búið til að takast á við þessar nýju upplifanir. „Við höfum í mörg ár starfað í flugiðnaði og sá iðnaður er þannig, sér í lagi í Færeyjum, að við vitum að bæði getur verið von á þungskýjuðum dögum og sólríkum. Þá þekkum við vel allan óróleika í lofti.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, fagnaði líka skráningu Atlantic Airways í Kauphöllina hér. „Við erum þess fullviss að þessi „lending“ félagsins á verðbréfamarkaðnum geri því kleift að „hefja sig til flugs“ með glæsibrag í framtíðinni,“ sagði hann og kvað færeysk félög hafa verið í mikilli sókn í kjölfar einkavæðingar stjórnvalda. „Ég álít færeyska markaðinn orðinn það stóran að hann sé farinn að skipta máli fyrir færeyska hagkerfið og hefur verið mjög ánægulegt að horfa á þessa þróun.“ Þá segir hann samstarfið við Færeyingana hafa verið ánægjulegt og nálgun við vandamál svipuð og í Kauphöllinni hér, en hún snerist um að leysa mál fljótt og vel. Atlantic Airways er 37. félagið sem er skráð á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári og um leið fjórða færeyska félagið sem skráð er í Kauphöllina hér. Fyrr á þessu ári voru skráðir hér á markað Eik Banki og Føroya Banki, en olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum varð fyrst til árið 2005. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Gengi bréfa Atlantic Airways hækkaði um 0,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta degi viðskipta með bréfin í OMX kauphöll Íslands í gær. Útboðsgengið var 261 dönsk króna á hlut, en lokagengi gærdagsins 262,5 danskar krónur, eftir 15 færslur. Dagurinn var raunar sá rólegast í Kauphöllinni á þessu ári, þar sem heildarvelta hlutabréfa nam ekki nema 1.650 milljónum króna. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að velta hafi að meðaltali verið tæpir 11,2 milljarðar króna á dag það sem af er ári. Félagið er tvítugt, stofnað í mars árið 1987. Í upphafi var einungis flogið á einni leið milli Færeyja og Kaupmannahafnar á einu fél félagsins. Síðan hafa umsvif félagsins aukist nokkuð, en meginstarfsemin byggir á áætlunarflugi frá Færeyjum, leiguflugi í Evrópu og þyrlustarfsemi í Færeyjum og á Norðursjó. Félagið rekur nú sex flugvélar og þrjár þyrlur og er með höfuðstöðvar í Sørvág í Færeyjum. Starfsmenn eru 187. Magne Arge, forstóri Atlantic Airways segir spennandi tíma framundan. „Með skráningu á markað koma ný tækifæri og um leið ný verkefni og skyldur. Slíkt er ávallt spennandi fyrir okkur sem störfum í viðskiptum. Sérstaklega þurfum við að venja okkur við að vera á hverjum degi komin undir dóm markaðarins á frammistöðu okkar.“ Magne segir félagið þó vel í stakk búið til að takast á við þessar nýju upplifanir. „Við höfum í mörg ár starfað í flugiðnaði og sá iðnaður er þannig, sér í lagi í Færeyjum, að við vitum að bæði getur verið von á þungskýjuðum dögum og sólríkum. Þá þekkum við vel allan óróleika í lofti.“ Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, fagnaði líka skráningu Atlantic Airways í Kauphöllina hér. „Við erum þess fullviss að þessi „lending“ félagsins á verðbréfamarkaðnum geri því kleift að „hefja sig til flugs“ með glæsibrag í framtíðinni,“ sagði hann og kvað færeysk félög hafa verið í mikilli sókn í kjölfar einkavæðingar stjórnvalda. „Ég álít færeyska markaðinn orðinn það stóran að hann sé farinn að skipta máli fyrir færeyska hagkerfið og hefur verið mjög ánægulegt að horfa á þessa þróun.“ Þá segir hann samstarfið við Færeyingana hafa verið ánægjulegt og nálgun við vandamál svipuð og í Kauphöllinni hér, en hún snerist um að leysa mál fljótt og vel. Atlantic Airways er 37. félagið sem er skráð á aðalmarkað Nordic Exchange á þessu ári og um leið fjórða færeyska félagið sem skráð er í Kauphöllina hér. Fyrr á þessu ári voru skráðir hér á markað Eik Banki og Føroya Banki, en olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum varð fyrst til árið 2005.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira