Viðskipti innlent

Jón Helgi kaupir fyrir 6,5 milljarða í Kaupþingi

Straumborg ehf. félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar hefur keypt 7.404.531 hluti í Kaupþing banka á genginu 867 kr. á hlut í dag. Samtals nema viðskiptin því um 6,5 milljörðum kr.

Mjög lífleg viðskipti hafa verið með bréf í Kaupþingi í dag eða samtals um tæplega 42 milljarða kr í tæplega 90 færslum. Gengi bankans hefur rokið upp og hafði nú um miðjan dag hækkað um 3,71% frá opnun markaðarins í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×