Viðskipti innlent

Pálmi kaupir tæp 7% í FL Group

Beðið hefur verið eftir því að Pálmi Haraldsson bættist í hluthafahóp FL Group í töluverðan tíma.
Beðið hefur verið eftir því að Pálmi Haraldsson bættist í hluthafahóp FL Group í töluverðan tíma.

Vísir hefur heimildir fyrir því að athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson í Fons hafi keypt rétt tæp 7% í FL Group á genginu 16,10 í morgun. Alls greiddi Pálmi 10,4 milljarða fyrir 6,8% hlut. Þar með er Pálmi orðinn fimmti stærsti hluthafinn í félaginu.

Þessar fréttir koma ekki á óvart því Pálmi hefur undanfarna daga sést ítrekað á fundum með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, stjórnarformanni FL Group.

Vísir hefur heimildir fyrir því að Pálmi hafi keypt 2,31% hlut Sólmon ehf, sem er í eigu Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar stjórnarmanna í FL Group, og einnig 4,5% hlut af Oddaflugi BV, sem er í eigu Hannesar Smárasonar, fráfarandi forstjóra.

Ekki náðist í Pálma Haraldsson, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og Halldór Kristmannsson, forstöðumaður samskiptasviðs FL Group, vildi ekkert tjá sig um þessi viðskipti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×