Viðskipti innlent

Tapa 1,9 milljörðum á sölu í FL Group

Þorsteinn M. Jónsson og Magnús Ármann sitja með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í stjórnum FL Group og 365.
Þorsteinn M. Jónsson og Magnús Ármann sitja með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í stjórnum FL Group og 365.

Athafnamennirnir Magnús Ármann, Kevin Stanford og Þorsteinn M. Jónsson töpuðu 1,9 milljarði á því að selja 2,31% hlut Sólmons ehf í FL Group í morgun á 3,4 milljarða. Kaupandi var, samkvæmt heimildum Vísis, athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson og var gengið í viðskiptunum 16,1.

Sólmon keypti sinn hlut í tveimur viðskiptum nú í september. Annars vegar var um að ræða kaup á 90 milljónum hluta á genginu 25,7 fyrir 2,3 milljarða og hins vegar rúmlega 123 milljónir hluta á genginu 24,3 að verðmæti 3 milljarðar. Sá hlutur var gefinn út í tengslum við kaup FL Group á hlut Sólmons í Tryggingamiðstöðinni í lok september.

Magnús, Kevin Stanford og Þorsteinn eru þó ekki horfnir á braut úr FL Group því þeir eiga enn 9,23% hlut í félaginu í gegnum eignarhaldsfélag sitt Materia Invest.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×