Viðskipti innlent

Borguðu 860 fyrir kg af þorski í Danmörku

Verð á þorski fór í hæstu hæðir á uppboðsmarkaðnum í Hanstholm í Danmörku í lok síðustu viku. Hæsta verðið, sem greitt var, samsvaraði 860 ísl. krónum fyrir kílóið.

Fiskaren greinir frá þessu en reyndar kemur fram að lítið magn, eða aðeins 9,5 tonn, hafi verið í boði.

Hæsta verðið var greitt fyrir stóran þorsk í stærðarflokknum 7-12 kg. Þar samsvaraði meðalverðið um 728 ísl. kr/kg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×