Fossvélar kaupa risajarðýtu 9. desember 2007 13:08 Frá afhendingu “Ingólfsfjallsskessunnar” á föstudag. Vélasvið Heklu afhenti Fossvélum á Selfossi risajarðýtu af gerðinni Caterpillar D11R á starfssvæði Fossvéla við Ingólfsfjall á föstudaginn var. Þetta er önnur jarðýtan af þessari gerð sem selst hér á landi á þessu ári. Að jafnaði selur Caterpillar aðeins þrjár til fjórar svona vélar á ári í Evrópu, þannig að sala á tveimur vélum til Íslands á einu og sama árinu þykir tíðindum sæta. „Ýtan nýja boðar gjörbyltingu í allri okkar starfsemi og hentar afskaplega vel," segir Magnús Ólason, framkvæmdastjóri Fossvéla í fréttatilkynningu frá Heklu. Fyrirtækið er fyrst og fremst í efnisvinnslu og hefur meðal annars rekið svonefnda Þórustaðanámu í Ingólfsfjall í rúm 30 ár. Þar verður Skessan notuð við að ryðja efni ofan af fjallsbrúnni og niður hamrastálið, sem er vel á þriðja hundrað metra. Skessan er samtals 117 tonn að þyngd og með 935 hestafla vél. Hún er rúmlega fimm metrar á hæð með veltibogum og 2,6 metrar eru frá jörðu upp í efri brún á beltagangi. Tönnin framan á þessu tröllvaxna tæki er 19 tonn, sex metra breið og þriggja metra há og getur rutt á undan sér rúmlega 34 rúmmetrum af jarðvegi. „Þetta er stærsta jarðýtan sem Caterpillar framleiðir og nákvæmlega eins og vélin sem er nú að störfum í Vatnsskarðsnámum við Krýsuvík," segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Vélasviðs HEKLU. „Það er jafnframt einsdæmi að tvær svona vélar séu seldar sama árið til lítils lands eins og Íslands, enda voru forsvarsmenn Caterpillar vægast sagt undrandi þegar seinni pöntunin barst frá okkur." Fossvélar ehf., sem er í eigu Kára Jónssonar og fjölskyldu, var stofnað árið 1971 og eru starfsmenn 15 talsins. Fyrirtækið er fyrst og fremst í námurekstri og efnisvinnslu og nýtir til þess sjö grjótmulningsvélar/hörpur og 20 vinnuvélar - og þar af erum 15 þeirra frá Caterpillar. Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Vélasvið Heklu afhenti Fossvélum á Selfossi risajarðýtu af gerðinni Caterpillar D11R á starfssvæði Fossvéla við Ingólfsfjall á föstudaginn var. Þetta er önnur jarðýtan af þessari gerð sem selst hér á landi á þessu ári. Að jafnaði selur Caterpillar aðeins þrjár til fjórar svona vélar á ári í Evrópu, þannig að sala á tveimur vélum til Íslands á einu og sama árinu þykir tíðindum sæta. „Ýtan nýja boðar gjörbyltingu í allri okkar starfsemi og hentar afskaplega vel," segir Magnús Ólason, framkvæmdastjóri Fossvéla í fréttatilkynningu frá Heklu. Fyrirtækið er fyrst og fremst í efnisvinnslu og hefur meðal annars rekið svonefnda Þórustaðanámu í Ingólfsfjall í rúm 30 ár. Þar verður Skessan notuð við að ryðja efni ofan af fjallsbrúnni og niður hamrastálið, sem er vel á þriðja hundrað metra. Skessan er samtals 117 tonn að þyngd og með 935 hestafla vél. Hún er rúmlega fimm metrar á hæð með veltibogum og 2,6 metrar eru frá jörðu upp í efri brún á beltagangi. Tönnin framan á þessu tröllvaxna tæki er 19 tonn, sex metra breið og þriggja metra há og getur rutt á undan sér rúmlega 34 rúmmetrum af jarðvegi. „Þetta er stærsta jarðýtan sem Caterpillar framleiðir og nákvæmlega eins og vélin sem er nú að störfum í Vatnsskarðsnámum við Krýsuvík," segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Vélasviðs HEKLU. „Það er jafnframt einsdæmi að tvær svona vélar séu seldar sama árið til lítils lands eins og Íslands, enda voru forsvarsmenn Caterpillar vægast sagt undrandi þegar seinni pöntunin barst frá okkur." Fossvélar ehf., sem er í eigu Kára Jónssonar og fjölskyldu, var stofnað árið 1971 og eru starfsmenn 15 talsins. Fyrirtækið er fyrst og fremst í námurekstri og efnisvinnslu og nýtir til þess sjö grjótmulningsvélar/hörpur og 20 vinnuvélar - og þar af erum 15 þeirra frá Caterpillar.
Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira