Fossvélar kaupa risajarðýtu 9. desember 2007 13:08 Frá afhendingu “Ingólfsfjallsskessunnar” á föstudag. Vélasvið Heklu afhenti Fossvélum á Selfossi risajarðýtu af gerðinni Caterpillar D11R á starfssvæði Fossvéla við Ingólfsfjall á föstudaginn var. Þetta er önnur jarðýtan af þessari gerð sem selst hér á landi á þessu ári. Að jafnaði selur Caterpillar aðeins þrjár til fjórar svona vélar á ári í Evrópu, þannig að sala á tveimur vélum til Íslands á einu og sama árinu þykir tíðindum sæta. „Ýtan nýja boðar gjörbyltingu í allri okkar starfsemi og hentar afskaplega vel," segir Magnús Ólason, framkvæmdastjóri Fossvéla í fréttatilkynningu frá Heklu. Fyrirtækið er fyrst og fremst í efnisvinnslu og hefur meðal annars rekið svonefnda Þórustaðanámu í Ingólfsfjall í rúm 30 ár. Þar verður Skessan notuð við að ryðja efni ofan af fjallsbrúnni og niður hamrastálið, sem er vel á þriðja hundrað metra. Skessan er samtals 117 tonn að þyngd og með 935 hestafla vél. Hún er rúmlega fimm metrar á hæð með veltibogum og 2,6 metrar eru frá jörðu upp í efri brún á beltagangi. Tönnin framan á þessu tröllvaxna tæki er 19 tonn, sex metra breið og þriggja metra há og getur rutt á undan sér rúmlega 34 rúmmetrum af jarðvegi. „Þetta er stærsta jarðýtan sem Caterpillar framleiðir og nákvæmlega eins og vélin sem er nú að störfum í Vatnsskarðsnámum við Krýsuvík," segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Vélasviðs HEKLU. „Það er jafnframt einsdæmi að tvær svona vélar séu seldar sama árið til lítils lands eins og Íslands, enda voru forsvarsmenn Caterpillar vægast sagt undrandi þegar seinni pöntunin barst frá okkur." Fossvélar ehf., sem er í eigu Kára Jónssonar og fjölskyldu, var stofnað árið 1971 og eru starfsmenn 15 talsins. Fyrirtækið er fyrst og fremst í námurekstri og efnisvinnslu og nýtir til þess sjö grjótmulningsvélar/hörpur og 20 vinnuvélar - og þar af erum 15 þeirra frá Caterpillar. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Vélasvið Heklu afhenti Fossvélum á Selfossi risajarðýtu af gerðinni Caterpillar D11R á starfssvæði Fossvéla við Ingólfsfjall á föstudaginn var. Þetta er önnur jarðýtan af þessari gerð sem selst hér á landi á þessu ári. Að jafnaði selur Caterpillar aðeins þrjár til fjórar svona vélar á ári í Evrópu, þannig að sala á tveimur vélum til Íslands á einu og sama árinu þykir tíðindum sæta. „Ýtan nýja boðar gjörbyltingu í allri okkar starfsemi og hentar afskaplega vel," segir Magnús Ólason, framkvæmdastjóri Fossvéla í fréttatilkynningu frá Heklu. Fyrirtækið er fyrst og fremst í efnisvinnslu og hefur meðal annars rekið svonefnda Þórustaðanámu í Ingólfsfjall í rúm 30 ár. Þar verður Skessan notuð við að ryðja efni ofan af fjallsbrúnni og niður hamrastálið, sem er vel á þriðja hundrað metra. Skessan er samtals 117 tonn að þyngd og með 935 hestafla vél. Hún er rúmlega fimm metrar á hæð með veltibogum og 2,6 metrar eru frá jörðu upp í efri brún á beltagangi. Tönnin framan á þessu tröllvaxna tæki er 19 tonn, sex metra breið og þriggja metra há og getur rutt á undan sér rúmlega 34 rúmmetrum af jarðvegi. „Þetta er stærsta jarðýtan sem Caterpillar framleiðir og nákvæmlega eins og vélin sem er nú að störfum í Vatnsskarðsnámum við Krýsuvík," segir Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Vélasviðs HEKLU. „Það er jafnframt einsdæmi að tvær svona vélar séu seldar sama árið til lítils lands eins og Íslands, enda voru forsvarsmenn Caterpillar vægast sagt undrandi þegar seinni pöntunin barst frá okkur." Fossvélar ehf., sem er í eigu Kára Jónssonar og fjölskyldu, var stofnað árið 1971 og eru starfsmenn 15 talsins. Fyrirtækið er fyrst og fremst í námurekstri og efnisvinnslu og nýtir til þess sjö grjótmulningsvélar/hörpur og 20 vinnuvélar - og þar af erum 15 þeirra frá Caterpillar.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira