Fleiri fréttir Lætur aldrei efast um fjármögnun bankans aftur Landsbankinn hefur eytt minnstu af viðskiptabönkunum í fyrirtækjakaup erlendis, aðeins um 31 milljarði króna, en samt vaxið gríðarlega hratt. Núverandi aðferðafræði, að kaupa ódýrt og byggja upp stökkpall með því að ráða inn starfsfólk, hefur gefist vel en útlit er fyrir að nú muni hægja á vextinum með þessari aðferð. Sigurjón Þ. Árnason segir að það komi að stórri yfirtöku Landsbankans, í samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson, og skýrir hvernig brugðist var við neikvæðri umræðu um bankann í fyrra sem hefur skilað sér í innlánssprengingu í Bretlandi. 14.2.2007 00:01 Sampo er upphafsreitur Finnski tryggingarisinn situr á fimm milljörðum evra sem koma þarf í vinnu. Stjórnendur Sampo og forsvarsmenn Exista vilja taka þátt í samrunaferli á norrænum fjármálamarkaði. Eggert Þór Aðalsteinsson lítur yfir nýjustu atburði sem eru eflaust bara fyrsti leikur í skákinni. 14.2.2007 00:01 Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. 14.2.2007 00:01 Eskimo færir út kvíarnar Tilraunaframleiðsla á fatnaði er hafin hjá Eskimo og fyrirætlanir um markaðssetningu á heimsvísu. Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi fyrirtækisins og einn stjórnenda, segir Óla Kristjáni Ármannssyni hvert Eskimo stefnir. 14.2.2007 00:01 Marel undir væntingum Marel skilaði 159 þúsunda evra hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 5,7 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 507,8 milljóna króna, hagnað árið 2005. Fyrirtækið skilaði 500 þúsunda evra tapi á fjórða ársfjórðungi 2006. Það svarar til 44,4 milljóna króna taps sem er talsvert undir spám greinenda. Veltan tvöfaldaðist á á síðasta fjórðungi síðasta árs. 13.2.2007 15:29 Samruni VSB og FSP? Stjórnir VSB fjárfestingarbanka hf og fjárfestingafélagsins FSP hf. hafa ákveðið að hefja viðræður um samruna félaganna. Vonast er eftir að viðræðurnar beri árangur sem fyrst. VBS fjárfestingarbanki hf er í eigu 80 hluthafa en FSP hf er fjárfestingarfélag í eigu sparisjóða og sparisjóðatendra félaga. 13.2.2007 10:17 LÍ spáir 48,5 milljóna króna hagnaði hjá Marel Marel birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að félagið hafi tvöfaldast að vöxtum með yfirtökum í fyrra. Er gert ráð fyrir því að tekjur síðasta fjórðungs nemi 69 milljónum evra, jafnvirði 6,1 milljarða króna og verði hagnaður eftir skatta um 548 þúsund evrur, um 48,5 milljóna króna hagnaði. 12.2.2007 16:19 Sjónvarpsefni beint í vasann Með þriðju kynslóðar símum verður hægt að fá uppáhalds sjónvarpsþáttinn beint í vasann. Tíðnileyfum frá Póstog fjarskiptastofnun verður úthlutað í vor og búist er við að sendar fyrir símana komist í gagnið fljótlega eftir það. 12.2.2007 13:53 Verðbólga mælist 7,4 prósent Vísitala neysluverðs hækkað um 0,41 prósent frá síðasta mánuði og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 7,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 12.2.2007 09:23 Fimm milljarðar í hagnað hjá VÍS VÍS, sem er í eigu Exista, hagnaðist um 5,1 milljarð króna eftir skatta á síðasta ári samanborið við 8,4 milljarða króna árið 2005. Afkoman dregst því saman sem nemur fjörutíu prósentum á milli ára. Iðgjöld jukust um 14,8 prósent á milli ára en tjónakostnaður um 8,8 prósent. 10.2.2007 11:25 Bankaþjónusta er ódýrari hér Heildarþjónustugjöld viðskiptavina banka eru að meðaltali 62 prósentum hærri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi en hér. Þetta kemur fram í kynningu sem Landsbankinn var með á afkomu sinni í gær. 10.2.2007 11:24 Segja verðmæti Símans aukast Eigendur Símans horfa á 25 prósenta arðsemi eigin fjár á hverju ári sem gæti gefið sautján milljarða króna í hagnað við skráningu félagsins síðar á þessu ári. 10.2.2007 11:24 Kaupþing spáir 0,2 prósenta hækkun VNV Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir febrúar á mánudag. Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða en gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent. 9.2.2007 16:51 FME svarar fyrirspurnum um Bridge Group Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst. 9.2.2007 16:09 Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,3 milljarðar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námum tæpum 4,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er 600 milljónum krónum minna en í mánuðinum á undan. Af heildarútlánum síðasta mánaðar námu almenn útlán 3,5 milljörðum króna en tæplega 800 milljónir króna vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins. 9.2.2007 10:08 Hvað vill Sampo? Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, hefur sagt að Sampo muni gera sig gildandi við þá samþjöppun sem spáð er að verði á norrænum fjármálamarkaði eins og annars staðar í Evrópu. Exista er nú orðinn stærsti hluthafinn í Sampo eins og kemur fram annars staðar á síðunni. 9.2.2007 09:48 Versni horfur hækka vextir Seðlabankinn víkur sér ekki undan því að hækka stýrivexti enn frekar versni verðbólguhorfur, að sögn Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Bankastjórnin kynnti í gær ákvörðun sína um að stýrivextir skuli vera óbreyttir í 14,25 prósentum enn um sinn. 9.2.2007 09:05 Milestone tekur 16,5 milljarða lán Fjárfestingafélagið Milestone ehf. hefur gengið frá lánasamningi við alþjóðlega fjárfestingabankann Morgan Stanley um töku láns fyrir 16,5 milljarða krónur til þriggja ára. Lánið er veitt í tengslum við endurfjármögnun félagsins. 8.2.2007 14:27 Exista kaupir í Sampo í Finnlandi Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. 8.2.2007 10:24 Uppsett áskriftarverð Sýnar vegna HM réttlætanlegt Samkeppniseftirlitið telur kostnaðarforsendur hafa réttlætt uppsett verð sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar þegar val stóð á milli þess að kaupa áskrift þann tíma sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir í fyrrasumar eða kaupa áskrift að Sýn til lengri tíma. 8.2.2007 10:04 Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár innlendra sem erlendra greinenda sem spáðu óbreyttum vöxtum. 8.2.2007 09:00 Peningaskápurinn ... Halveiðar eru þeim greinilega ofarlega í huga sem eru í viðskiptum og ljóst að þar telja margir hverjir meiri hagsmunum hafa verið fórnað fyrir minni þegar veiðarnar voru hafnar á ný á síðasta ári. Á þingi Viðskiptaráðs Íslands var í gær fjallað um ímynd landsins. 8.2.2007 00:01 Hagnaður Össurar 293 milljónir króna Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 4,3 milljóna dala hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 293 milljóna íslenskra króna samanborið við 3,1 milljóna bandaríkjadala, eða 213 milljóna króna, hagnað á sama tíma árið 2005. Tap fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2006 nam 3,7 milljónum dala, jafnvirði 252,4 milljónum króna, sem er í takt við spár greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 210 til 310 milljóna króna tapi á fjórðungnum. 7.2.2007 16:47 Forsætisráðherra boðar skattabreytingar Ákveðið hefur verið að leggja af skattlagningu á söluhagnað fyrtækja af hlutabréfum. Geir H. Haarde forsætisráðherra greindi frá þessu á Viðskiptaþingi 2007 í dag. 7.2.2007 16:05 Ísland í 19. sæti á ímyndarlista Ísland er í nítjánda sæti á lista þjóða þar sem mældur er styrkur ímyndar þeirra út frá stjórnsýslu, menningu, ferðamennsku, útflutningi og fleiri þáttum. Listinn nefnist Anholt Nation Brands Index, nefndur eftir Simon Anholt sérfræðingi í ímyndarmálum þjóða sem kynnti niðurstöðurnar á Viðskiptaþingi 2007 í dag. 7.2.2007 15:21 Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dregst saman Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum skilaði 335 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 442 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrirtækisins dróst því saman sem nemur 107 milljónum króna. Þar af nam hagnaðurinn 248 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006. 7.2.2007 09:07 Uppselt á Viðskiptaþing Uppselt er á Viðskiptaþing sem Viðskiptaráð Íslands heldur á Hótel Nordica í dag. Salurinn tekur 500 manns og mun aðsókn aldrei hafa verið jafn mikil áður. Hvort yfirskrift þingsins er svona lokkandi, eða eitthvað annað, liggur ekki fyrir, en yfirskriftin er spurningin: Er Ísland besta land í heimi? Nokkrir af fremstu viðskiptajöfrum þjóðarinnar munu meðal annarra ávarpa þingið. 7.2.2007 07:34 Seed Forum vekur athygli vestanhafs Fjárfestaþing Seed Forum þar sem efnaðir einstaklingar og sprotafyrirtæki eru leidd saman hefur vakið heilmikla athygli í fagtímaritum fyrir fjárfesta í Bandaríkjunum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Jón Helga Egilsson, framkvæmdastjóra Seed Forum. 7.2.2007 06:15 Stýrivextir líklegast óbreyttir á morgun Sérfræðingar spá óbreyttum stýrivöxtum Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á morgun. Hækkun væntingavísitölunnar og gengisflökt veldur þó áhyggjum. 7.2.2007 06:15 Verulega samlegð þarf til að réttlæta kaupin Bjarni Ármannsson segir að FIM Group geti aukið tekjur og hagnað mikið með innri vexti. Glitnir fær aðgang að Rússlandi. 7.2.2007 06:15 Hagnaður Icebank fór yfir 5,6 milljarða Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra, sem er besta afkoma í sögu bankans, og jókst hagnaður um 138 prósent á milli ára. Var arðsemi eigin fjár 63,8 prósent samanborið við 54,3 prósent árið áður. 7.2.2007 06:15 Spennandi ár og arðvænleg verkefni Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís, nýs opinbers hlutafélags sem til starfa tók um áramótin, leiðir Óla Kristján Ármannsson í allan sannleika um starfsemina. Hún segir verkefnin snúast um tvennt, nýsköpun og matvælaöryggi. 7.2.2007 06:15 Economist ódýrt hérlendis Á sama tíma og tímaritið Economist segir að íslenska krónan sé ofmetnasti gjaldmiðill í heimi, samkvæmt Big Mac-vísitölunni, er það nær hvergi ódýrara í lausasölu en einmitt hér á landi. 7.2.2007 06:00 Virði CCP allt að sexfaldast á einu ári Bandarískur sjóður leitar að fleiri bréfum í CCP. Markaðs-virðið tókst á flug þegar CCP fór að skila töluverðum hagnaði. Gengishagnaður Björgólfs Thors orðinn verulegur. 7.2.2007 06:00 Umræðan sýndi að aðgerða væri þörf Ákvörðun Viðskiptaráðs um að beita sér fyrir umræðu um ímynd Íslands og velta upp hugmyndum um hvort þar mætti halda betur á er tekin í kjölfar þeirrar orrahríðar sem íslenskt efnahagslíf og fjármálafyrirtæki urðu fyrir í byrjun síðasta árs. 7.2.2007 06:00 Icelandair semur við Air Malta Icelandair Group hefur gert samning við Air Malta upp á rúman milljarð króna. Í tilkynningu félagsins kemur fram að LatCharter Airlines, dótturfélag Loftleiða Icelandic, hafi gert samning við maltneska ríkisflugfélagið Air Malta um leigu á einni Airbus A320 þotu til tveggja ára. 7.2.2007 06:00 Hagnaður SpKef fjórfaldast Metafkoma varð á rekstri Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) á síðasta ári. Hagnaður nam 4.687 milljónum króna og jókst um 308 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár var 124,5 prósent. 7.2.2007 06:00 Uppgjörssveiflur á gengi íslenskra hlutabréfa Ávöxtun hlutabréfa sem skráð eru í Kauphöll Íslands bera ákveðin sérkenni um hver mánaðamót, ársfjórðungamót og um áramót. Bréfin hækka að jafnaði umtalsvert í verði síðasta viðskiptadag hvers mánaðar en lækka svo aftur á fyrsta viðskiptadegi næsta mánaðar á eftir. 7.2.2007 05:45 Fasteignir og ferðamennska Wojciech Bachorski starfar hjá íslenska fyrirtækinu Betware sem er sérhæft í leikjalausnum af ýmsu tagi fyrir netið. Betware vinnur með fyrirtækjum víðs vegar um heim sem hafa leyfi til að reka ríkislottó. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins er til að mynda Íslensk getspá með vefsíðu sína. 7.2.2007 05:30 Jyske nær ekki Straumi Jyske Bank skilaði methagnaði í fyrra. Hagnaðurinn nam 33 milljörðum íslenskra króna og eru menn þar á bæ nokkuð ánægðir með árangurinn. 7.2.2007 05:15 Kaupa sex nýjar Airbus-breiðþotur Avion Aircraft Trading hefur gengið frá kaupum á sex nýjum Airbus A330-200 fraktvélum. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki kaupir nýjar vélar frá Airbus. AAT er fjórða fyrirtækið í heiminum sem semur um kaup á þessari tegund véla. Er áætlað að þær komi á markað í ársbyrjun 2010 og verði afhentar AAT á árunum 2010 og 2011. 7.2.2007 05:15 Meiri hagnaður en öll fyrri ár 21. aldar Hagnaður Sparisjóðs Mýrar-sýslu (SPM) nam tæpum 1.458 milljónum króna í fyrra og jókst um 137 prósent á milli ára. Þetta er meiri hagnaður en sem nam öllum samanlögðum hagnaði áranna 2001-2005. Arðsemi eigin fjár var um 70 prósent á árinu 2006. 7.2.2007 05:00 Finnskan meiri ögrun Það vakti athygli á sínum tíma þegar Glitnir sem þá hét Íslandsbanki keypti norska BN bankann, að forstjórinn, Bjarni Ármannsson, mætti þar flugmælskur á norsku. 7.2.2007 05:00 Fremstir í Frakklandi Landsbanki hefur verið valinn fremsta greiningarfyrirtæki Frakklands í ítarlegri könnun rannsóknarfyrirtækisins StarMine. Í könnuninni, sem náði til fjögurra flokka, voru borin saman meðmæli og hagnaðarspár fyrir félög í CAC 40 vísitölunni og á markaði meðalstórra fyrirtækja. Kepler var eina fyrirtækið sem komst í hóp fimm efstu fyrirtækjanna í öllum flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum. 7.2.2007 05:00 Vefur FME endurnýjaður Fjármálaeftirlitið hefur opnað nýjan og endurbættan vef á vefslóðinni www.fme.is. 7.2.2007 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Lætur aldrei efast um fjármögnun bankans aftur Landsbankinn hefur eytt minnstu af viðskiptabönkunum í fyrirtækjakaup erlendis, aðeins um 31 milljarði króna, en samt vaxið gríðarlega hratt. Núverandi aðferðafræði, að kaupa ódýrt og byggja upp stökkpall með því að ráða inn starfsfólk, hefur gefist vel en útlit er fyrir að nú muni hægja á vextinum með þessari aðferð. Sigurjón Þ. Árnason segir að það komi að stórri yfirtöku Landsbankans, í samtali við Eggert Þór Aðalsteinsson, og skýrir hvernig brugðist var við neikvæðri umræðu um bankann í fyrra sem hefur skilað sér í innlánssprengingu í Bretlandi. 14.2.2007 00:01
Sampo er upphafsreitur Finnski tryggingarisinn situr á fimm milljörðum evra sem koma þarf í vinnu. Stjórnendur Sampo og forsvarsmenn Exista vilja taka þátt í samrunaferli á norrænum fjármálamarkaði. Eggert Þór Aðalsteinsson lítur yfir nýjustu atburði sem eru eflaust bara fyrsti leikur í skákinni. 14.2.2007 00:01
Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. 14.2.2007 00:01
Eskimo færir út kvíarnar Tilraunaframleiðsla á fatnaði er hafin hjá Eskimo og fyrirætlanir um markaðssetningu á heimsvísu. Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi fyrirtækisins og einn stjórnenda, segir Óla Kristjáni Ármannssyni hvert Eskimo stefnir. 14.2.2007 00:01
Marel undir væntingum Marel skilaði 159 þúsunda evra hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 5,7 milljóna króna hagnaði á árinu samanborið við 5,7 milljóna evra, eða 507,8 milljóna króna, hagnað árið 2005. Fyrirtækið skilaði 500 þúsunda evra tapi á fjórða ársfjórðungi 2006. Það svarar til 44,4 milljóna króna taps sem er talsvert undir spám greinenda. Veltan tvöfaldaðist á á síðasta fjórðungi síðasta árs. 13.2.2007 15:29
Samruni VSB og FSP? Stjórnir VSB fjárfestingarbanka hf og fjárfestingafélagsins FSP hf. hafa ákveðið að hefja viðræður um samruna félaganna. Vonast er eftir að viðræðurnar beri árangur sem fyrst. VBS fjárfestingarbanki hf er í eigu 80 hluthafa en FSP hf er fjárfestingarfélag í eigu sparisjóða og sparisjóðatendra félaga. 13.2.2007 10:17
LÍ spáir 48,5 milljóna króna hagnaði hjá Marel Marel birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir í Vegvísi sínum í dag að félagið hafi tvöfaldast að vöxtum með yfirtökum í fyrra. Er gert ráð fyrir því að tekjur síðasta fjórðungs nemi 69 milljónum evra, jafnvirði 6,1 milljarða króna og verði hagnaður eftir skatta um 548 þúsund evrur, um 48,5 milljóna króna hagnaði. 12.2.2007 16:19
Sjónvarpsefni beint í vasann Með þriðju kynslóðar símum verður hægt að fá uppáhalds sjónvarpsþáttinn beint í vasann. Tíðnileyfum frá Póstog fjarskiptastofnun verður úthlutað í vor og búist er við að sendar fyrir símana komist í gagnið fljótlega eftir það. 12.2.2007 13:53
Verðbólga mælist 7,4 prósent Vísitala neysluverðs hækkað um 0,41 prósent frá síðasta mánuði og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 7,4 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. 12.2.2007 09:23
Fimm milljarðar í hagnað hjá VÍS VÍS, sem er í eigu Exista, hagnaðist um 5,1 milljarð króna eftir skatta á síðasta ári samanborið við 8,4 milljarða króna árið 2005. Afkoman dregst því saman sem nemur fjörutíu prósentum á milli ára. Iðgjöld jukust um 14,8 prósent á milli ára en tjónakostnaður um 8,8 prósent. 10.2.2007 11:25
Bankaþjónusta er ódýrari hér Heildarþjónustugjöld viðskiptavina banka eru að meðaltali 62 prósentum hærri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi en hér. Þetta kemur fram í kynningu sem Landsbankinn var með á afkomu sinni í gær. 10.2.2007 11:24
Segja verðmæti Símans aukast Eigendur Símans horfa á 25 prósenta arðsemi eigin fjár á hverju ári sem gæti gefið sautján milljarða króna í hagnað við skráningu félagsins síðar á þessu ári. 10.2.2007 11:24
Kaupþing spáir 0,2 prósenta hækkun VNV Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir febrúar á mánudag. Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent á milli mánaða en gangi það eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent. 9.2.2007 16:51
FME svarar fyrirspurnum um Bridge Group Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst. 9.2.2007 16:09
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,3 milljarðar Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námum tæpum 4,3 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þetta er 600 milljónum krónum minna en í mánuðinum á undan. Af heildarútlánum síðasta mánaðar námu almenn útlán 3,5 milljörðum króna en tæplega 800 milljónir króna vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins. 9.2.2007 10:08
Hvað vill Sampo? Björn Wahlroos, forstjóri Sampo Group, hefur sagt að Sampo muni gera sig gildandi við þá samþjöppun sem spáð er að verði á norrænum fjármálamarkaði eins og annars staðar í Evrópu. Exista er nú orðinn stærsti hluthafinn í Sampo eins og kemur fram annars staðar á síðunni. 9.2.2007 09:48
Versni horfur hækka vextir Seðlabankinn víkur sér ekki undan því að hækka stýrivexti enn frekar versni verðbólguhorfur, að sögn Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Bankastjórnin kynnti í gær ákvörðun sína um að stýrivextir skuli vera óbreyttir í 14,25 prósentum enn um sinn. 9.2.2007 09:05
Milestone tekur 16,5 milljarða lán Fjárfestingafélagið Milestone ehf. hefur gengið frá lánasamningi við alþjóðlega fjárfestingabankann Morgan Stanley um töku láns fyrir 16,5 milljarða krónur til þriggja ára. Lánið er veitt í tengslum við endurfjármögnun félagsins. 8.2.2007 14:27
Exista kaupir í Sampo í Finnlandi Fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt rúmlega 15 prósent hlut í finnska tryggingafélaginu Sampo Oyj. Áætlað meðalverð hlutanna í viðskiptunum nam 20,5 evrum á hlut en samkvæmt lokagengi hlutabréfa í Sampo í gær er markaðsvirði hlutanna um 1,9 milljarðar evra, eða um 170 milljarðar króna. Stjórn Exista hefur skuldbundið sig til að gefa út nýtt hlutafé í Exista í tengslum við kaupin. 8.2.2007 10:24
Uppsett áskriftarverð Sýnar vegna HM réttlætanlegt Samkeppniseftirlitið telur kostnaðarforsendur hafa réttlætt uppsett verð sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar þegar val stóð á milli þess að kaupa áskrift þann tíma sem heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð yfir í fyrrasumar eða kaupa áskrift að Sýn til lengri tíma. 8.2.2007 10:04
Seðlabankinn heldur stýrivöxtum óbreyttum Seðlabanki Íslands ákvað í dag að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 14,25 prósentum. Þetta er í takt við spár innlendra sem erlendra greinenda sem spáðu óbreyttum vöxtum. 8.2.2007 09:00
Peningaskápurinn ... Halveiðar eru þeim greinilega ofarlega í huga sem eru í viðskiptum og ljóst að þar telja margir hverjir meiri hagsmunum hafa verið fórnað fyrir minni þegar veiðarnar voru hafnar á ný á síðasta ári. Á þingi Viðskiptaráðs Íslands var í gær fjallað um ímynd landsins. 8.2.2007 00:01
Hagnaður Össurar 293 milljónir króna Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 4,3 milljóna dala hagnaði á síðasta ári. Það svarar til 293 milljóna íslenskra króna samanborið við 3,1 milljóna bandaríkjadala, eða 213 milljóna króna, hagnað á sama tíma árið 2005. Tap fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2006 nam 3,7 milljónum dala, jafnvirði 252,4 milljónum króna, sem er í takt við spár greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir allt frá 210 til 310 milljóna króna tapi á fjórðungnum. 7.2.2007 16:47
Forsætisráðherra boðar skattabreytingar Ákveðið hefur verið að leggja af skattlagningu á söluhagnað fyrtækja af hlutabréfum. Geir H. Haarde forsætisráðherra greindi frá þessu á Viðskiptaþingi 2007 í dag. 7.2.2007 16:05
Ísland í 19. sæti á ímyndarlista Ísland er í nítjánda sæti á lista þjóða þar sem mældur er styrkur ímyndar þeirra út frá stjórnsýslu, menningu, ferðamennsku, útflutningi og fleiri þáttum. Listinn nefnist Anholt Nation Brands Index, nefndur eftir Simon Anholt sérfræðingi í ímyndarmálum þjóða sem kynnti niðurstöðurnar á Viðskiptaþingi 2007 í dag. 7.2.2007 15:21
Hagnaður Vinnslustöðvarinnar dregst saman Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum skilaði 335 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við 442 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrirtækisins dróst því saman sem nemur 107 milljónum króna. Þar af nam hagnaðurinn 248 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi 2006. 7.2.2007 09:07
Uppselt á Viðskiptaþing Uppselt er á Viðskiptaþing sem Viðskiptaráð Íslands heldur á Hótel Nordica í dag. Salurinn tekur 500 manns og mun aðsókn aldrei hafa verið jafn mikil áður. Hvort yfirskrift þingsins er svona lokkandi, eða eitthvað annað, liggur ekki fyrir, en yfirskriftin er spurningin: Er Ísland besta land í heimi? Nokkrir af fremstu viðskiptajöfrum þjóðarinnar munu meðal annarra ávarpa þingið. 7.2.2007 07:34
Seed Forum vekur athygli vestanhafs Fjárfestaþing Seed Forum þar sem efnaðir einstaklingar og sprotafyrirtæki eru leidd saman hefur vakið heilmikla athygli í fagtímaritum fyrir fjárfesta í Bandaríkjunum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ræddi við Jón Helga Egilsson, framkvæmdastjóra Seed Forum. 7.2.2007 06:15
Stýrivextir líklegast óbreyttir á morgun Sérfræðingar spá óbreyttum stýrivöxtum Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á morgun. Hækkun væntingavísitölunnar og gengisflökt veldur þó áhyggjum. 7.2.2007 06:15
Verulega samlegð þarf til að réttlæta kaupin Bjarni Ármannsson segir að FIM Group geti aukið tekjur og hagnað mikið með innri vexti. Glitnir fær aðgang að Rússlandi. 7.2.2007 06:15
Hagnaður Icebank fór yfir 5,6 milljarða Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra, sem er besta afkoma í sögu bankans, og jókst hagnaður um 138 prósent á milli ára. Var arðsemi eigin fjár 63,8 prósent samanborið við 54,3 prósent árið áður. 7.2.2007 06:15
Spennandi ár og arðvænleg verkefni Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís, nýs opinbers hlutafélags sem til starfa tók um áramótin, leiðir Óla Kristján Ármannsson í allan sannleika um starfsemina. Hún segir verkefnin snúast um tvennt, nýsköpun og matvælaöryggi. 7.2.2007 06:15
Economist ódýrt hérlendis Á sama tíma og tímaritið Economist segir að íslenska krónan sé ofmetnasti gjaldmiðill í heimi, samkvæmt Big Mac-vísitölunni, er það nær hvergi ódýrara í lausasölu en einmitt hér á landi. 7.2.2007 06:00
Virði CCP allt að sexfaldast á einu ári Bandarískur sjóður leitar að fleiri bréfum í CCP. Markaðs-virðið tókst á flug þegar CCP fór að skila töluverðum hagnaði. Gengishagnaður Björgólfs Thors orðinn verulegur. 7.2.2007 06:00
Umræðan sýndi að aðgerða væri þörf Ákvörðun Viðskiptaráðs um að beita sér fyrir umræðu um ímynd Íslands og velta upp hugmyndum um hvort þar mætti halda betur á er tekin í kjölfar þeirrar orrahríðar sem íslenskt efnahagslíf og fjármálafyrirtæki urðu fyrir í byrjun síðasta árs. 7.2.2007 06:00
Icelandair semur við Air Malta Icelandair Group hefur gert samning við Air Malta upp á rúman milljarð króna. Í tilkynningu félagsins kemur fram að LatCharter Airlines, dótturfélag Loftleiða Icelandic, hafi gert samning við maltneska ríkisflugfélagið Air Malta um leigu á einni Airbus A320 þotu til tveggja ára. 7.2.2007 06:00
Hagnaður SpKef fjórfaldast Metafkoma varð á rekstri Sparisjóðsins í Keflavík (SpKef) á síðasta ári. Hagnaður nam 4.687 milljónum króna og jókst um 308 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár var 124,5 prósent. 7.2.2007 06:00
Uppgjörssveiflur á gengi íslenskra hlutabréfa Ávöxtun hlutabréfa sem skráð eru í Kauphöll Íslands bera ákveðin sérkenni um hver mánaðamót, ársfjórðungamót og um áramót. Bréfin hækka að jafnaði umtalsvert í verði síðasta viðskiptadag hvers mánaðar en lækka svo aftur á fyrsta viðskiptadegi næsta mánaðar á eftir. 7.2.2007 05:45
Fasteignir og ferðamennska Wojciech Bachorski starfar hjá íslenska fyrirtækinu Betware sem er sérhæft í leikjalausnum af ýmsu tagi fyrir netið. Betware vinnur með fyrirtækjum víðs vegar um heim sem hafa leyfi til að reka ríkislottó. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins er til að mynda Íslensk getspá með vefsíðu sína. 7.2.2007 05:30
Jyske nær ekki Straumi Jyske Bank skilaði methagnaði í fyrra. Hagnaðurinn nam 33 milljörðum íslenskra króna og eru menn þar á bæ nokkuð ánægðir með árangurinn. 7.2.2007 05:15
Kaupa sex nýjar Airbus-breiðþotur Avion Aircraft Trading hefur gengið frá kaupum á sex nýjum Airbus A330-200 fraktvélum. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki kaupir nýjar vélar frá Airbus. AAT er fjórða fyrirtækið í heiminum sem semur um kaup á þessari tegund véla. Er áætlað að þær komi á markað í ársbyrjun 2010 og verði afhentar AAT á árunum 2010 og 2011. 7.2.2007 05:15
Meiri hagnaður en öll fyrri ár 21. aldar Hagnaður Sparisjóðs Mýrar-sýslu (SPM) nam tæpum 1.458 milljónum króna í fyrra og jókst um 137 prósent á milli ára. Þetta er meiri hagnaður en sem nam öllum samanlögðum hagnaði áranna 2001-2005. Arðsemi eigin fjár var um 70 prósent á árinu 2006. 7.2.2007 05:00
Finnskan meiri ögrun Það vakti athygli á sínum tíma þegar Glitnir sem þá hét Íslandsbanki keypti norska BN bankann, að forstjórinn, Bjarni Ármannsson, mætti þar flugmælskur á norsku. 7.2.2007 05:00
Fremstir í Frakklandi Landsbanki hefur verið valinn fremsta greiningarfyrirtæki Frakklands í ítarlegri könnun rannsóknarfyrirtækisins StarMine. Í könnuninni, sem náði til fjögurra flokka, voru borin saman meðmæli og hagnaðarspár fyrir félög í CAC 40 vísitölunni og á markaði meðalstórra fyrirtækja. Kepler var eina fyrirtækið sem komst í hóp fimm efstu fyrirtækjanna í öllum flokkum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum. 7.2.2007 05:00
Vefur FME endurnýjaður Fjármálaeftirlitið hefur opnað nýjan og endurbættan vef á vefslóðinni www.fme.is. 7.2.2007 05:00