Viðskipti innlent

Bankaþjónusta er ódýrari hér

Heildarþjónustugjöld viðskiptavina banka eru að meðaltali 62 prósentum hærri í Danmörku, Svíþjóð og Noregi en hér. Þetta kemur fram í kynningu sem Landsbankinn var með á afkomu sinni í gær.

Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, bendir á að samanburður á þjónustugjöldum á Norðurlöndum hafi leitt í ljós að af 27 þjónustuleiðum hafi verðið verið lægst hér í 23 tilvikum.

Hann segir íslenska fjármálaþjónustu í auknum mæli samkeppnisfæra og segir vaxtamun hafa lækkað úr 4,3 prósentum í undir 2,0 prósent á síðastliðnum tíu árum. 85 prósent af heildarskuldsetningu heimila hafi verið umbreytt í langtímalán með verðtryggðum vöxtum. „Skilvirkni í bankakerfum hefur aukist og kostnaðarhlutfall lækkað úr 70 prósentum árið 2003 í 50 prósent árið 2005," segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×