Viðskipti innlent

Fimm milljarðar í hagnað hjá VÍS

VÍS, sem er í eigu Exista, hagnaðist um 5,1 milljarð króna eftir skatta á síðasta ári samanborið við 8,4 milljarða króna árið 2005. Afkoman dregst því saman sem nemur fjörutíu prósentum á milli ára. Iðgjöld jukust um 14,8 prósent á milli ára en tjónakostnaður um 8,8 prósent.

Stjórnendur félagsins hafa lagt áherslu á að bæta afkomu af vátryggingarekstri sem var óviðunandi á seinni hluta síðasta árs, einkum vegna tjónaþunga í umferðinni. Samsett hlutfall tjóna- og rekstrarkostnaðar var 115,4 prósent í fyrra en stefnan er sett á að hlutfallið lækki niður fyrir 100 prósent.

Heildareignir félagsins námu 45,6 milljörðum króna um síðustu áramót og stóð eigið fé í 20,3 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×