Versni horfur hækka vextir 9. febrúar 2007 09:05 Seðlabanki Íslands. Mynd/Heiða Seðlabankinn víkur sér ekki undan því að hækka stýrivexti enn frekar versni verðbólguhorfur, að sögn Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Bankastjórnin kynnti í gær ákvörðun sína um að stýrivextir skuli vera óbreyttir í 14,25 prósentum enn um sinn. „Verðbólga hefur hjaðnað og verðbólguhorfur til skamms tíma batnað og eru nú betri en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Verðbólga er þó enn sem fyrr langt yfir verðbólgumarkmiði bankans," segir Davíð og telur núverandi vexti kunna að duga til þess að verðbólgumarkmiði verði náð á ásættanlegum tíma. Davíð segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hversu hratt stýrivextir verði lækkaðir þegar efnahagslegar forsendur heimili slíkar aðgerðir. „Bankinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um að vaxtalækkunarferill sé hafinn heldur horfir til þess að enn er víða undirliggjandi þrýstingur og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum," segir hann. Helst er horft til þess að gríðarlegur viðskiptahalli feli í sér að stöðugleiki krónunnar sé háður vilja alþjóðlegra fjárfesta og lánardrottna til að fjármagna hann. „Reynslan sýnir að jafnvel hóflegar breytingar á alþjóðlegum fjármálaskilyrðum geta valdið verulegum sveiflum á gengi gjaldmiðla. Leiddu slíkar breytingar til lækkunar á gengi krónunnar myndu verðbólguhorfur versna á ný." Þá telur Davíð ekki hægt að leggja mál upp með þeim hætti að bankinn óttist að fara inn í næstu uppsveiflu með hátt stýrivaxtastig. „Bankinn vill auðvitað gjarnan hafa náð markmiðum sínum þegar og ef til nýrrar uppsveiflu kemur," segir hann, en bendir á að fyrst og fremst sé bankinn að fást við horfurnar eins og þær blasi við nú. Þannig er til dæmis ekki tekið tillit til stækkunar álversins í Straumsvík, enda eiga Hafnfirðingar enn eftir að kjósa um hana. „Það gæti hins vegar verið hagfellt fyrir efnahagslífið okkar að næsta uppsveifla kæmi á hóflegum hraða," segir Davíð. Seðlabankinn birtir næstu ákvörðun um stýrivexti 29. mars, samhliða birtingu þjóðhags- og verðbólguspár í Peningamálum, efnahagsriti bankans. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Seðlabankinn víkur sér ekki undan því að hækka stýrivexti enn frekar versni verðbólguhorfur, að sögn Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Bankastjórnin kynnti í gær ákvörðun sína um að stýrivextir skuli vera óbreyttir í 14,25 prósentum enn um sinn. „Verðbólga hefur hjaðnað og verðbólguhorfur til skamms tíma batnað og eru nú betri en gert var ráð fyrir í síðustu spá bankans. Verðbólga er þó enn sem fyrr langt yfir verðbólgumarkmiði bankans," segir Davíð og telur núverandi vexti kunna að duga til þess að verðbólgumarkmiði verði náð á ásættanlegum tíma. Davíð segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hversu hratt stýrivextir verði lækkaðir þegar efnahagslegar forsendur heimili slíkar aðgerðir. „Bankinn hefur ekki tekið neina ákvörðun um að vaxtalækkunarferill sé hafinn heldur horfir til þess að enn er víða undirliggjandi þrýstingur og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum," segir hann. Helst er horft til þess að gríðarlegur viðskiptahalli feli í sér að stöðugleiki krónunnar sé háður vilja alþjóðlegra fjárfesta og lánardrottna til að fjármagna hann. „Reynslan sýnir að jafnvel hóflegar breytingar á alþjóðlegum fjármálaskilyrðum geta valdið verulegum sveiflum á gengi gjaldmiðla. Leiddu slíkar breytingar til lækkunar á gengi krónunnar myndu verðbólguhorfur versna á ný." Þá telur Davíð ekki hægt að leggja mál upp með þeim hætti að bankinn óttist að fara inn í næstu uppsveiflu með hátt stýrivaxtastig. „Bankinn vill auðvitað gjarnan hafa náð markmiðum sínum þegar og ef til nýrrar uppsveiflu kemur," segir hann, en bendir á að fyrst og fremst sé bankinn að fást við horfurnar eins og þær blasi við nú. Þannig er til dæmis ekki tekið tillit til stækkunar álversins í Straumsvík, enda eiga Hafnfirðingar enn eftir að kjósa um hana. „Það gæti hins vegar verið hagfellt fyrir efnahagslífið okkar að næsta uppsveifla kæmi á hóflegum hraða," segir Davíð. Seðlabankinn birtir næstu ákvörðun um stýrivexti 29. mars, samhliða birtingu þjóðhags- og verðbólguspár í Peningamálum, efnahagsriti bankans.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira