Fleiri fréttir

Tvöfalt fleiri í þrot

Tvöfalt fleiri einstaklingar voru úrskurðaðir gjaldþrota í Bretlandi í fyrra en árið 2005, eða 107.000 á móti 67.500 árið á undan. Fjölmiðlar í Bretlandi segja ástæðuna fyrst og fremst liggja í skuldum almennings, sem hafi skuldsett sig upp fyrir haus á árinu.

Sunnlenskur samruni

Sparisjóður Hornafjarðar og Sparisjóður Vestmannaeyja hafa runnið saman í eitt undir merkjum þess síðarnefnda. FME lagði fyrir skömmu blessun sína yfir samrunann sem miðast við 30. júni á síðasta ári.

Grætt á friði og spekt

Janúar var eins og draumur í dós. Allt heppnaðist sem hugsast gat og maður bara farinn að undirbúa fríið í Florida með forstjórunum sem hópa sig eins og gæsir að hausti eftir ársuppgjörin og Viðskiptaþingið.

Avion Aircraft Trading kaupir sex Airbus-vélar

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus greindi frá því í dag að hann hefði náð samningum um sölu á sex A330-200 fraktflugvélum til Avion Aircraft Trading. Vélarnar verða afhentar á árunum 2010 til 2011. Ekki hefur verið greint frá kaupverði þeirra.

LÍ spáir tapi hjá Össuri

Stoðtækjafyrirtækið Össur birtir uppgjör sitt fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og síðasta rekstrarár á morgun. Landsbankinn spáir því að fyrirtækið skili tapi upp á 4,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 308,8 milljóna íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs.

LatCharter Airlines leigir Airbusþotu til Möltu

LatCharter Airlines dótturfélag Loftleiða Icelandic hefur gert samning við ríkisflugfélagið Air Malta á Möltu um leigu á einni Airbus A320 þotu til tveggja ára. Verðmæti samningsins nemur einum milljarði króna.

Besta afkoman í sögu Icebank

Icebank, sérhæfður viðskiptabanki í eigu sparisjóðanna, skilaði 5.662 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við tæplega 2.400 milljónir króna árið á undan. Þetta jafngildir því að hagnaður bankans hafi aukist um 138 prósenta hækkun á milli ára. Þetta er besta afkoma í sögu bankans.

Moody's lækkar mat á Glitni

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika Glitnis úr C+ í C-. Einkunnin var tekin til athugunar með hugsanlega lækkun í huga í apríl í fyrra. Moody's hefur jafnframt staðfest lánshæfiseinkunnir Glitnis, sem eru A1/P-1 og segir horfur stöðugar.

Eskill flytur á Lyngháls

Eskill ehf. hefur nú flutt starfsemi sína að Lynghálsi 9 þar sem móðurfélag fyrirtækisins, Kögun hf, er til húsa. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Eskill hafi orðið dótturfélag Kögunar í upphafi árs. Eskill ehf er hugbúnaðarhús og var stofnað í desember árið 1999.

Methagnaður Sparisjóðsins í Keflavík

Sparisjóðurinn í Keflavík hagnaðist um 4,7 milljarða eftir skatta á síðasta ári. Þetta er aukning um 3,5 milljarða en árið 2005 var hagnaðurinn 1,2 milljarðar. Arðsemi eigin fjár var 124,5% á árinu og námu vaxtatekjur 4,2 milljörðum. Í tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Geirmundi Kristinssyni að markaðsaðstæður hafi verið sparisjóðnum afar hagstæðar og gengishagnaður og tekjur af hlutabréfum og öðrum eignahlutum aukist til muna.

Glitnir færir sig til Finnlands

Glitnir hefur eignast 68,1 prósent hlutafjár í finnska eignastýringarfyrirtækinu FIM Group og vill kaupa allt útistandandi hlutafé. Kaupverðið nemur 341 milljón evra, um 30 milljörðum króna, sem greiðist annars vegar með reiðufé og hins vegar með nýjum bréfum í Glitni.

Viðsnúningur á þessu ári

Halli á vöruskiptum við útlönd nam 6,5 milljörðum króna í janúar samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands og 2,5 milljörðum minna en í fyrra mánuði þegar hann nam 9 milljörðum. Í janúar í fyrra nam hallinn 8,4 milljörðum króna.

Kaupamet verðbréfa slegið

Árið 2006 var metár í kaupum á erlendum verðbréfum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum og segir frá í Morgunkorni Glitnis. Á árinu voru erlend verðbréf keypt fyrir um 146 milljarða króna. Fyrra met féll árið 2005 þegar kaupin námu 123,5 milljörðum króna.

Refresco kaupir pólskan drykkjaframleiðanda

Hollenski drykkjarframleiðandinn Refresco sem FL Group á 49% hlut í tilkynnti í dag að það hefði keypt pólska drykkjarframleiðandann Kentpol. Þetta er fyrsta yfirtaka Refresco í Austur-Evrópu.

FIM hækkar um 30%

Gengi hlutabréfa í finnska fjármálafyrirtækinu FIM Group hækkaði um þrjátíu prósent í Kauphöllinni í Helsinki í dag eftir að Glitnir greindi frá því að bankinn hefði eignast yfir 68 prósent hlutafjár og stefndi að yfirtöku á öllu félaginu.

Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfiseinkunnir Glitnis eftir kaup bankans á finnska félaginu FIM Group. Fitch gefur Glitni langtímaeinkunnina A, skammtímaeinkunnina F1, óháðu einkunnina B/C og stuðningseinkunnina 2. Horfur lánshæfiseinkunna Glitnis eru stöðugar, að mati Fitch.

Kaupþing gefur út skuldabréf í Kanada

Kaupþing hefur gefið út skuldabréf í Kanada fyrir 500 milljónir kanadadala, eða sem svarar til tæpra 30 milljarða íslenskra króna. Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að þetta sé í fyrsta sinn hann gefi út skuldabréf þar í landi en þau eru til þriggja ára og bera 4,7 prósenta fasta vexti.

Peningaskápurinn...

Tölvupóstur gengur nú manna í millum þar sem neytendur eru hvattir til að fylgjast með þeim birgjum sem vörur frá hafa hækkað að undanförnu. Síðan fylgir langur listi af ýmis konar þekktum neysluvörum sem eiga það allar sameiginlegt að vera innfluttar, framleiddar úr innfluttri vöru eða vera innlendar landbúnaðarvörur.

Metár í fjölda nýskráðra hf og ehf

Flestar nýskráningar á hluta- og einkahlutafélögum eru í fasteignaviðskiptum, leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, en nýskráningum fyrirtækja fjölgaði um tæp níu prósent á tímabilinu 2005-2006. Þar á eftir í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, en 13% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu.

Minni hagnaður hjá Eyri Invest

Fjárfestingafélagið Eyrir Invest skilaði tæplega 1,7 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðar árið 2005.Þetta jafngildir því að að hagnaður félagsins hafi dregist saman um 2,4 milljarða krónur á milli ára.

Tæknival tekið til gjaldþrotaskipta

Tæknival hf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta vegna langvarandi rekstrarerfiðleika og erfiðrar skuldastöðu. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Capacent kaupir Epinion

Capacent í Danmörku hefur gengið frá kaupum á danska fyrirtækinu Epinion, einu stærsta fyrirtæki Danmerkur á sviði markaðsrannsókna. Epinion mun fyrst um sinn starfa áfram undir eigin nafni, en gert er ráð fyrir að starfsemin verði flutt í húsnæði Capacent í Hellerup á vormánuðum.

Met slegið í erlendum verðbréfakaupum

Árið 2006 var metár í kaupum á erlendum verðbréfum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum og segir frá í Morgunkorni Glitnis. Á árinu voru erlend verðbréf keypt fyrir um 146 milljarða króna. Fyrra met féll árið 2005 þegar kaupin námu 123,5 milljörðum króna.

Peningaskápurinn ...

Danske Bank skilaði besta uppgjöri í sögu sinni í gær. Þar á bæ treystu menn sér ekki til að færa upp væntingar til þess að færa upp væntingar til þessa árs. Það varð til þess að bréfin féllu í verði þrátt fyrir metuppgjör.

Hagnaður Bakkavarar jókst um 111 prósent

Bakkavör Group skilaði 9,5 milljarða króna hagnaði í fyrra. Þetta er 111 prósenta aukning á milli ára. Þá nam hagnaðurinn á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2006 4,6 milljörðum króna. Þetta er 191 prósenta aukning frá árinu á undan. Afkoman er lítillega yfir spám greiningardeilda viðskiptabankanna.

Ókostir evrunnar óljósari en áður

Upptaka evru í stað krónu kynni að reynast sem ankeri fyrir efnahagslífið. Óli Kristján Ármannsson hlýddi á fyrirlestur dr. Jóns Þórs Sturlusonar á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Þar kom fram að algeng rök gegn aðild að evrunni kunna að vera veigaminni en talið hefur verið.

Með gott fjárfestinganef

Bala Murughan Kamallakharan er meðlimur í viðskiptaþróunarteymi Glitnis sem gegnir því mikilvæga starfi að leita og vinna að fjárfestingartækifærum fyrir bankann. Þegar teymið hefur fundið réttu færin og bankinn hefur keypt nýtt fyrirtæki stýrir það samþættingarvinnunni sem fylgir í kjölfarið.

Afþreyingarkerfi og sæti fyrir 1,8 milljarða

Icelandair hefur samið um kaup á nýju afþreyingarkerfi fyrir farþegaflugvélar við bandaríska framleiðslufyrirtækið Thales og um kaup á nýjum sætum við franska framleiðandann Aviointerios. Heildarvirði samninganna tveggja er sagt um 1,8 milljarðar króna.

Veðjum á raunveruleg verðmæti

Það fór eins og Aurasálina grunaði. Þjónustugjöldin hafa skilað bönkunum ævintýralegum hagnaði enn eitt árið. Allir bankarnir nema Seðlabankinn tilkynna nú um frámunalega mikinn hagnað af starfsemi sinni.

Actavis stefnir beint á ystu sjónarrönd

Það er sjaldan lognmolla yfir Actavis. Undirbúningur að skráningu hlutafjár í evrum er hafinn, metnaðarfull rekstrarmarkmið næstu ára voru nýlega kynnt innlendum sem erlendum fjárfestum og greiningaraðilum og áhugi á að taka yfir samheitalyfjahluta lyfjafyrirtækisins Merck hefur verið staðfestur.

Væntingarnar meiri en í fyrra

Væntingar íslenskra neytenda voru meiri í janúar í ár en í fyrra, sem var áður en erlendar bölsýnisspár um íslenska hagkerfið og bankana tröllriðu fjölmiðlum. Væntingavísitala Gallup mælist 128,6 stig og hefur reyndar lækkað örlítið frá því í desember, eða um tíu stig.

Kýr slá líka Íslandsmet

Það voru ekki aðeins íslensku viðskiptabankarnir sem slógu hvert afkomumetið á fætur öðru á síðasta ári. Íslensku kýrnar virðast síst eftirbátar bankanna enda mjólkuðu þær sem aldrei fyrr á liðnu ári.

Kortaútgáfa aðgreind í nýju dótturfélagi

Kreditkort hafa tilkynnt um þá ákvörðun sína að færa korta-útgáfu félagsins yfir í dóttur-félag, líkt og greint var frá að stæði til í Fréttablaðinu á fimmtudag. Í tilkynningu félagsins segir að starfsemi Kreditkorts verði í framtíðinni miðuð að færsluhirðingu og þjónustu við útgefendur korta.

Þúsund farsímar seldir

Farsimalagerinn.is í Miðhrauni, sem hóf starfsemi sína í desember síðastliðnum, seldi þúsundasta farsímann 24. janúar síðastliðinn. Jón Valgeir Björnsson, sem festi kaup á síma af gerðinni Nokia 5140i, var við það tilefni leystur út með blómvendi og konfektkassa.

Lars varar við bjartsýni

Lars Christiensen varaði við því að Danir væru of bjartsýnir og vanmætu Íslendinga. Þessi Lars Christiensen talaði úr herbúðum danska handboltalandsliðsins og mælti þar af skynsemi.

Heill ykkur meistarar

Hverjir eru þeir sem með blóði, svita og tárum gera manni eins og mér kleift að vakna seint á morgnana og liggja þess á milli með fartölvuna á maganum uppi í sófa? Það eru blessaðir bankastjórarnir.

Samstarf um græna vottun fyrirtækja

Data Íslandia er í samstarfi við eitt stærsta ráðgjafa- og vottunar-fyrirtæki á Bretlandseyjum í loftslagsmálum, The CarbonNeutral Company. „Umfjöllun um verndun loftslagsins í heiminum er eitt aðalumræðuefnið í heimsfréttunum og eftir fund þeirra í London, hafa fyrirtækin sameinað krafta sína til að beina athygli annarra fyrirtækja að mikilvægi þessa málefnis,“ segir í tilkynningu Data Íslandia.

Flugfrumkvöðull deyr

Í gær voru liðin 59 ár frá andláti Orvilles Wright, yngri bróður Wilburs Wright, en saman eiga þeir heiðurinn að því að hafa komið fyrstu vélknúnu flugvélinni á loft í jólamánuði ársins 1903.

Samkeppnis-eftirlitið flytur

Samkeppniseftirlitið hefur tekið á leigu nýtt skrifstofuhúsnæði í Borgartúni 26 í Reykjavík. Fyrirhugað er að flytja starfsemi eftirlitsins í hið nýja húsnæði á miðju þessu ári, að því er fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins.

Eimskip eignast Norðurfrakt

Eimskip hefur keypt alla hluti í Norðufrakt ehf. á Siglufirði. Fyrir átti félagið 52 prósenta hlut. Í tilkynningu félagsins kemur fram að seljendur hafi verið Árni Helgason á Ólafsfirði og Ásmundur H. Einarsson á Siglufirði.

FL Group fær að eiga virkan eignarhlut í Glitni

FL Group hefur frá og með deginum í dag fengið formlega heimild Fjármálaeftirlitsins til að eiga og fara með virkan eignarhlut í Glitni. Þetta kemur fram í tilkynningu FL Group til Kauphallarinnar í dag. FL Group á nú 30,4 prósenta hlut í Glitni og er stærsti hluthafi bankans.

Glitnir tvöfaldar hagnað sinn

Hagnaður Glitnis árið 2006 var 38,2 milljarðar íslenskra króna eftir skatta. Það er rétt rúmlega tvöföldun frá árinu 2005, þegar hagnaður nam 18,9 milljörðum. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 9,3 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár var 39,4%.

Samanlagður hagnaður bankanna yfir 163 milljarðar

Hagnaður af rekstri Kaupþings banka í fyrra nam röskum 85 milljörðum eftir skatta, sem er 36 milljörðum meira en árið áður. Aldrei hefur íslenskt fyrirtæki hagnast jafnmikið á einu rekstrarári. Samanlagður hagnaður Kaupþings, Glitnis og Landsbankans árið 2006 nemur rúmum 163 milljörðum króna. Allir bankarnir skiluðu metafkomu á síðasta ári.

Sjá næstu 50 fréttir