Fleiri fréttir

Musk segir horfur Twitter alvarlegar

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, sendi í nótt bréf á þá starfsmenn fyrirtækisins sem vinna þar enn eftir uppsagnir síðustu viku. Í bréfinu sagði hann að allir um fjögur þúsund starfsmenn Twitter þurfi að verja öllum sínum vinnudögum í höfuðstöðvum fyrirtækisins og að ástandið á fyrirtækinu væri „alvarlegt“.

Guðmundur semur um fiskveiðar fyrir hönd Íslands

Guðmundur Þórðarson hefur verið ráðinn í stöðu samningamanns í fiskveiðisamningum á skrifstofu sjávarútvegs í matvælaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Þriðja hæð Kringlunnar straujuð og endurgerð

Á næstu dögum opnar Kringlan nýtt og glæsilegt svæði á 3ju hæð. Paolo Gianfrancesco frá THG Arkitektum bauð Arnari Gauta í heimsókn og útskýrði metnaðarfullar gjör breytingar á hæðinni sem hefur verið gríðarleg áskorun fyrir arkitekta og verkfræðinga.

Færðu Kvennaathvarfinu tveggja milljóna styrk

N1 færði Kvennaathvarfinu tveggja milljóna króna styrk í dag. Forsvarsfólk athvarfsins safnar nú fyrir nýju húsnæði undir starfsemina sem veitir sífellt fleiri konum aðstoð við að losna úr ofbeldissamböndum. Sökum aukinnar aðsóknar, breiðari þjónustu og aðgengismála er brýn þörf fyrir nýtt húsnæði, en áætlað er að nýja húsnæðið muni kosta um 500 milljónir króna.

Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots

Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum.

Harpa nýr markaðs­stjóri Pizzunnar

Harpa Grétarsdóttir hefur verið ráðin sem markaðsstjóri Pizzunnar. Áður starfaði hún sem markaðsstjóri hjá Rekstrarvörum en hún hefur einnig starfað fyrir Icewear, Ásbjörn Ólafsson og Kaupás. 

Fátt sem fellur með krónunni

Arion banki spáir sex prósent hagvexti árið 2022 sem er nokkuð meiri vöxtur en hafði verið gert ráð fyrir. Bankinn segir að gengi íslensku krónunnar muni halda áfram að gefa eftir fram á næsta ár. Fátt falli með henni um þessar mundir.

Tæp­lega níu þúsund laus störf

Á íslenskum vinnumarkaði eru 8.790 laus störf á þriðja ársfjórðungi ársins. Á sama tíma eru 233.777 störf mönnuð sem þýðir að 3,6 prósent starfa eru laus. 

Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar

„Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel.

Fær­eyingar á sama Svala­lausa báti og Ís­lendingar

Það eru ekki bara Íslendingar sem munu ekki geta lengur svalað þorsta sínum með ísköldum Svala. Færeyingar eru í sömu stöðu. Í frétt Dimmalættings um endalok Svalans er drykkurinn kallaður „hinn víðfrægi íslenski svaladrykkur Svali“.

Syrgði svalann syngjandi í Bónus

Íslendingar syrgja nú ávaxtasafann Svala, sem hætt verður að framleiða um áramótin. Forstjóri Coca-Cola á Íslandi segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða en Svali, sykraður drykkur markaðssettur til barna, samræmist ekki stefnu fyrirtækisins.

Sakargiftum á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vísað frá að hluta

Hæstiréttur vísaði hluta af meiriháttar skattamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni frá héraðsdómi þegar málið var tekið upp aftur í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum þeirra við upphaflega meðferð málsins.

Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta

Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði.

Aur­björg að hluta gerður að á­skriftar­vef

Fjártæknivefurinn Aurbjörg hefur að hluta verið gerður að áskriftarvef á sama tíma og vefurinn hefur kynnt nýjar lausnir til leiks. Vefnum er ætlað að einfalda fólki að taka upplýstar fjárhagslegar ákvarðanir.

Hætta fram­leiðslu á Svala

Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 

Segir upp ellefu þúsund manns

Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess.

Icelandair flýgur til Prag og Barcelona

Icelandair hefur kynnt tvo nýja áfangastaði í millilandaflugi sumarið 2023, Prag og Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið flýgur áætlunarflug til Prag. Flogið verður í morgunflugi.

Musk selur enn fleiri bréf í Tesla

Elon Musk, ríkasti maður jarðar, seldi á dögunum hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla fyrir tæpa fjóra milljarða Bandaríkjadala.

Öðrum hlut­höfum Play einnig boðið að taka þátt

Flugfélagið Play hyggst einnig efna til hlutafjárútboðs á meðal minni fjárfesta félagsins. Útboðið verður á sömu kjörum og tuttugu stærstu hluthöfum félagsins bauðst í hlutafjárútboði í síðustu viku.

Orku­­stofnun ræður til sín þrjá starfs­­menn

Orkustofnun hefur gengið frá ráðningum á þremur nýjum starfsmönnum. Tveir þeirra munu starfa sem lögfræðingar á sviði orku- og auðlindamála og einn starfi sérfræðings í beinni nýtingu jarðhita og hitaveitum. 

Oddur Freyr tekur við af Brynhildi

Oddur Freyr Þorsteinsson hefur tekið við starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Oddur tekur við starfinu af Brynhildi Bolladóttur.

Næst á dagskrá: Ævintýri

Apple Watch Ultra er ævintýralegt snjallúr hannað með jaðaríþróttir í huga, byggt á nýrri hönnun og ótrúlegum eiginleikum.

Stoltur and­styrktar­aðili HM í Katar

Skoska brugghúsið BrewDog hefur lýst því yfir að vera „stoltur andstyrktaraðili“ heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram í Katar. Allur ágóði af sölu einnar bjórtegundar brugghússins mun renna til góðgerðasamtaka sem leggja áherslu á mannréttindi.

Kominn tími á harðan pakka?

Það er mikilvægt verkefni fyrir stjórnendur og mannauðsdeildir fyrirtækja að finna jólagjöf sem hittir í mark hjá starfsfólki sínu. Flest fyrirtæki vilja vera viss um að gjöfin henti sem flestum og komi þakklæti til skila fyrir vel unnin störf.

Ingunn og Snæfríður til Empower

Ingunn Guðmundsdóttir og Snæfríður Jónsdóttir hafa verið ráðnar til nýsköpunarfyrirtækisins Empower. Báðar munu þær starfa sem sérfræðingar í stafrænni þróun og markaðsmálum. 

Pablo og Kristín Björk til Ís­lands­banka

Pablo Santos hefur verið ráðinn stafrænn hönnunarstjóri og Kristín Björk Lilliendahl sérfræðingur í gagnavísindum inn í stafræna upplifun hjá Íslandsbanka.

Þú finnur réttu jólagjöfina í Lín Design

„Hjá okkur er allt á einum stað gjöfin, fjölnota gjafapokar og jólakortið . Við erum með fallegar jólagjafir sem hitta í mark og skapa góðar minningar. Vöruúrvalið er fjölbreytt og hentar bæði börnum og unglingum og fólki á öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Ágústa Gísladóttir, eigandi Lín Design.

Skortur á erlendu vinnuafli á Íslandi

Ljóst er að þörf er á erlendu starfsfólki til landsins að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Atvinnuleysi er nú komið á sömu slóðir og fyrir faraldurinn.

Play til Stokk­hólms og Ham­borgar

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu í flugferðir frá Keflavíkurflugvelli til Stokkhólms í Svíþjóð og Hamborgar í Þýskalandi. Forstjóri flugfélagsins hefur fulla trú á því að farþegar muni flykkjast til borganna. 

Sport 24 byrjar vikuna með dúnduraf­slætti

„Við þjófstörtum Singles Day þetta árið og nú er hægt að gera dúndurkaup alla vikuna. Það er afsláttur af öllu frá deginum í dag og til sunnudags og að minnsta kosti 250 vörnúmer verða á 50% til 70% afslætti. Núna er því tilvalið afgreiða jólagjafirnar á einu bretti,“ segir Júlíus Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Sport24 sem er vefverslun vikunnar á Vísi.

Að hræðast ekki þótt maður sé kominn djúpt í laugina og ekki alveg syndur

„Frægasta tískubúð á Íslandi fyrr og síðar var Sesar á Akureyri. Þar tókst mér að selja 20 þúsund gallabuxur í 10 þúsund manna bæ á sínum tíma. Saga mín í viðskiptum spannar marga áratugi og er ansi ótrúleg á köflum. Það hafa ekki alltaf verið jólin, en með þrautseigju, einstöku samstarfsfólki, góðum viðskiptafélögum og jákvæðni er staðan í dag frábær,“ segir hinn nær áttræði, framkvæmdaglaði Herbert Óskar Ólafsson, betur þekktur sem Kóki, sem rekur reiðtygja og reiðfataframleiðsluna Top Reiter, að líkindum þá stærstu í íslenska hestaheiminum.

Sjá næstu 50 fréttir