Segir upp ellefu þúsund manns Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2022 12:03 Mark Zuckerberg, forstjóri Meta. EPA/MICHAEL REYNOLD Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, móðurfélags Facebook, tilkynnti í morgun að um ellefu þúsund starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp. Það samsvarar um þrettán prósentum af starfsmönnum Meta en forsvarsmenn fyrirtækisins ætla einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hagræða í restri þess. Í yfirlýsingu sem birt var á vef Meta, segir Zuckerberg að ákvörðunin hafi verið gífurlega erfið en að hana megi að miklu leyti rekja til faraldurs Covid. Á þeim tíma hafi fyrirtækið vaxið mjög en það hafi ekki reynst varanlegur vöxtur eins og hann og aðrir hafi búist var við. Aukin samkeppni, versnandi efnahagshorfur og samdráttur í auglýsingasölu hafi komið niður á tekjum fyrirtækisins og þær séu mun lægri en spár Meta gerðu ráð fyrir. Þess vegna þurfi að taka til í rekstri fyrirtækisins og draga úr kostnaði. „Ég vil taka ábyrgð á þessum ákvörðunum og því hvernig við enduðum á þessum stað. Ég veit að þetta er erfitt fyrir alla og ég er sérstaklega leiður yfir þeim sem þetta hefur áhrif á,“ segir Zuckerberg í áðurnefndri yfirlýsingu. Meta birti í síðasta mánuði ársfjórðungsuppgjör þar sem fram kom að tekjurnar hefðu dregist mjög saman og að hagnaður fyrirtækisins hefði minnkað um helming á milli ára. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en á sama tímabili í fyrr var hann 9,2 milljarðar. Eftir að uppgjörið var birt sagði Bloomberg frá því að virði Meta hefði dregist saman um 520 milljarða dala á einu ári. Meta Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem birt var á vef Meta, segir Zuckerberg að ákvörðunin hafi verið gífurlega erfið en að hana megi að miklu leyti rekja til faraldurs Covid. Á þeim tíma hafi fyrirtækið vaxið mjög en það hafi ekki reynst varanlegur vöxtur eins og hann og aðrir hafi búist var við. Aukin samkeppni, versnandi efnahagshorfur og samdráttur í auglýsingasölu hafi komið niður á tekjum fyrirtækisins og þær séu mun lægri en spár Meta gerðu ráð fyrir. Þess vegna þurfi að taka til í rekstri fyrirtækisins og draga úr kostnaði. „Ég vil taka ábyrgð á þessum ákvörðunum og því hvernig við enduðum á þessum stað. Ég veit að þetta er erfitt fyrir alla og ég er sérstaklega leiður yfir þeim sem þetta hefur áhrif á,“ segir Zuckerberg í áðurnefndri yfirlýsingu. Meta birti í síðasta mánuði ársfjórðungsuppgjör þar sem fram kom að tekjurnar hefðu dregist mjög saman og að hagnaður fyrirtækisins hefði minnkað um helming á milli ára. Tekjurnar voru 27,7 milljarðar dala, samanborið við 29 milljarða á sama ársfjórðungi 2021. Hagnaðurinn eftir skatta og önnur gjöld var 4,4 milljarðar dala á ársfjórðungnum en á sama tímabili í fyrr var hann 9,2 milljarðar. Eftir að uppgjörið var birt sagði Bloomberg frá því að virði Meta hefði dregist saman um 520 milljarða dala á einu ári.
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira