Fleiri fréttir

Kvartar undan tekjutapi Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk, nýr eigandi Twitter, segir fyrirtækið hafa orðið fyrir miklu tekjutapi því auglýsendur hafi hætt að auglýsa á samfélagsmiðlinum. Til stendur að segja upp stórum hópi starfsmanna fyrirtækisins, viku eftir að Musk eignaðist Twitter og tók fyrirtækið af hlutabréfamarkaði.

Hættir hjá Sam­kaupum eftir 26 ára starf

Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, hefur óskað eftir að láta af störfum eftir 26 ár hjá félaginu og hyggst hverfa til annarra starfa.

Nýjar peysur í H&M „vanvirðing við íslensku lopapeysuna“

Nýjar peysur í versluninni H&M vöktu at­hygli á dögunum. Peysurnar minna ó­neitan­lega á hinar klassísku ís­lensku lopa­peysur. Stjórnar­for­maður Hand­prjóna­sam­bandsins segir þetta miður, en munstrið sé þó ekki upp­runa­vottað.

Nýir stjórnendur hjá ELKO

Þrír nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til ELKO. Sófús Árni Hafsteinsson tekur við nýju stöðugildi viðskiptaþróunarstjóra, Jónína Birgisdóttir hefur verið ráðin þjónustustjóri og Þórkell Þórðarson verður sérfræðingur í stafrænni þróun.

Þrír nýir ráðgjafar til Syndis

Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur ráðið til sín þrjá nýja ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Hópstjóri sviðsins segir ráðningarnar auka aðgengi viðskiptavina að fagfólki. 

Play sækir 2,3 milljarða frá stærstu hluthöfunum

Stjórn flugfélagsins Play hefur safnað bindandi áskriftarloforðum frá tuttugu stærstu hluthöfum félagsins upp á 2,3 milljarða. Forstjóri félagsins segir tilganginn vera að efla félagið fyrir komandi vöxt og styrkja lausafjárstöðu þess.

Frysta leigu­verð næstu þrjá mánuði

Stjórn Brynju leigufélags hyggst frysta leiguverð næstu þrjá mánuði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi mikillar verðbólgu á þessu ári.

„Sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði“

Birgir Jónsson forstjóri Play segir það sannkallað afrek að ungt fyrirtæki nái rekstrarhagnaði miðað við krefjandi ytri aðstæður undanfarið. Play skilaði uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung í dag. Hins vegar býst flugfélagið við því að rekstrarniðurstaðan verði neikvæð þegar litið er á síðari hluta ársins og árið í heild. 

Actice ehf. undir hatt Kynnis­ferða

Ferðaþjónustufyrirtækið Kynnisferðir hefur nú undirritað samkomulag við fyrirtækið Actice ehf. um kaup á því síðarnefnda. Actice ehf. eða Activity Iceland sérhæfir sig í sérsniðnum ferðalausnum í íslenskri náttúru.

Ætla að koma allri starf­semi IKEA á einn stað

Miklar framkvæmdir eru hafnar við IKEA í Kauptúni í Garðabæ sem miða að því að koma allri starfsemi fyrirtækisins á einn stað. Að framkvæmdum loknum mun IKEA loka vöruhúsum sínum við Suðurhraun 10 og Kauptúni 3 í Garðabæ.

Niceair bætir við sig tveimur á­fanga­stöðum

Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári.

Að segja sannleikann: „Við vælum pínu mikið í lúxuslandi“

„En fyrst við erum að tala um þriðja æviskeiðið er kannski líka tilefni til að nefna að það er ekkert endilega eldra fólkið sem kemur verra út í mælingum. Því við fáum stundum til okkar fjölskyldur og þá er það oftar en ekki foreldrarnir sem eru að koma betur út í lífgildum en ungmennin,“ segir Lukka Pálsdóttir hjá Greenfit og vísar þar til heilsu fólks sem er 25 ára og yngra.

Borg í vexti þarf fjölbreyttan og sveigjanlegan húsnæðismarkað

Reykjavík er í miklum vexti þessi árin. Aldrei hafa fleiri nýjar íbúðir komið inn á húsnæðismarkað í Reykjavík eins og síðustu ár. Borgin stefnir að því að bæta áfram í þennan fjölda og því ljóst að framundan mikið uppbyggingarskeið í Reykjavík.

Ekki orðið var við að aug­lýs­endur séu hikandi vegna HM í Katar

Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu.

Musk leitar nýrra tekjulinda fyrir Twitter

Auðjöfurinn Elon Musk vinnur hörðum höndum að því að auka tekjur samfélagsmiðlafyrirtækisins Twitter, sem hann keypti nýverið. Mestar tekjur Twitter eru til komnar vegna auglýsingasölu en því vill Musk breyta. Þá þarf hann að auka tekjur fyrirtækisins vegna mikilla skulda sem það tók á sig við yfirtöku hans.

Sigurður og Haukur til Banana

Sigurður Ingi Halldórsson og Haukur Magnús Einarsson hafa verið ráðnir til Banana. Sigurður verður framleiðslustjóri og Haukur vöruhússtjóri. 

Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“

„Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita.

Aðstoðarritstjóra DV sagt upp

Erlu Hlynsdóttur, aðstoðarritstjóra DV, var í gær sagt upp störfum. Uppsögnin var hluti af skipulagsbreytingum að sögn aðalritstjóra fjölmiðla Torgs.

Hörður nýr for­stöðu­maður hjá Krónunni

Hörður Már Jónsson hefur tekið við sem forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Krónunni. Sem forstöðumaður mun hann leiða áframhaldandi þróun og innleiðingu á starfrænum lausnum Krónunnar. 

Ást­hildur nýr stjórnar­for­maður Empower

Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá nýsköpunarfyrirtækinu Empower. Hún tekur við stjórnarformennsku sem fulltrúi Frumtaks Ventures sem leiddi 300 milljóna króna fjármögnun í Empower til að byggja upp hugbúnaðarlausnina, Empower Now.

Sjá næstu 50 fréttir