Syrgði svalann syngjandi í Bónus Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 20:01 Íslendingar syrgja nú ávaxtasafann Svala, sem hætt verður að framleiða um áramótin. Forstjóri Coca-Cola á Íslandi segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða en Svali, sykraður drykkur markaðssettur til barna, samræmist ekki stefnu fyrirtækisins. Svali hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1982 en nú hverfur hann senn á braut. Og tannlæknar landsins fagna eflaust. En það gera netverjar margir ekki; tilkynning Coca Cola á Íslandi um endalok Svala hefur fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Hið rótgróna vörumerki er greinilega mörgum harmdauði. Sara Rut Sumir segja um að ræða menningarmorð, aðrir hafa áhyggjur af börnunum og enn aðrir lýsa algjöru tilfinningalegu niðurbroti, eins og sést á meðfylgjandi mynd. En, svali er einfaldlega barn síns tíma, segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi. „Þetta er svaladrykkur með sykri, sem höfðar til barna, sem samrýmist ekki okkar stefnu.“ Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.Vísir/Dúi Hin hatrömmu viðbrögð hafi verið viðbúin. „Svali á sér fjörutíu ára sögu á íslandi og búinn að vera hluti af skólanestinu og hjá okkur öllum í mjög langan tíma. Okkur þykir öllum vænt um hann. Og ég get sagt að hundurinn minn heitir Svali og það er engin tilviljun sko,“ segir Einar. Ákvörðunin er endanleg, segir forstjórinn. Og hana harma ekki aðeins netverjar. „Ég er algjörlega niðurbrotinn. Maður ólst upp með svala,“ segir Ásgeir Hrannberg, mikill svalaunnandi sem fréttastofa rakst á í verslun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Og Ásgeir gerði sér svo lítið fyrir og brast í söng; raulaði með tilþrifum stef úr eftirminnilegri svalaauglýsingu Jóns Páls Sigmarssonar og Sverris Stormsker. Viðtalið við Ásgeir og umfjöllun fréttastofu um þessi stórtíðindi úr heimi drykkjarvara má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42 Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Svali hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1982 en nú hverfur hann senn á braut. Og tannlæknar landsins fagna eflaust. En það gera netverjar margir ekki; tilkynning Coca Cola á Íslandi um endalok Svala hefur fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Hið rótgróna vörumerki er greinilega mörgum harmdauði. Sara Rut Sumir segja um að ræða menningarmorð, aðrir hafa áhyggjur af börnunum og enn aðrir lýsa algjöru tilfinningalegu niðurbroti, eins og sést á meðfylgjandi mynd. En, svali er einfaldlega barn síns tíma, segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi. „Þetta er svaladrykkur með sykri, sem höfðar til barna, sem samrýmist ekki okkar stefnu.“ Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.Vísir/Dúi Hin hatrömmu viðbrögð hafi verið viðbúin. „Svali á sér fjörutíu ára sögu á íslandi og búinn að vera hluti af skólanestinu og hjá okkur öllum í mjög langan tíma. Okkur þykir öllum vænt um hann. Og ég get sagt að hundurinn minn heitir Svali og það er engin tilviljun sko,“ segir Einar. Ákvörðunin er endanleg, segir forstjórinn. Og hana harma ekki aðeins netverjar. „Ég er algjörlega niðurbrotinn. Maður ólst upp með svala,“ segir Ásgeir Hrannberg, mikill svalaunnandi sem fréttastofa rakst á í verslun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Og Ásgeir gerði sér svo lítið fyrir og brast í söng; raulaði með tilþrifum stef úr eftirminnilegri svalaauglýsingu Jóns Páls Sigmarssonar og Sverris Stormsker. Viðtalið við Ásgeir og umfjöllun fréttastofu um þessi stórtíðindi úr heimi drykkjarvara má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42 Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15 Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42
Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15