Viðskipti innlent

Opna fyrsta fót­bolta­skemmti­garð landsins í Smára­lind

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fótboltalandið verður í Vetrargarði Smáralindar.
Fótboltalandið verður í Vetrargarði Smáralindar. Vísir/Vilhelm

Fótboltaland, fyrsti fótboltaskemmtigarður landsins, verður opnað í Smáralind í janúar. Tæplega tuttugu mismunandi þrautabrautir verða í garðinum. 

Skemmtigarðurinn verður staðsettur í Vetrargarðinum í Smáralind. Þar verður hægt að finna fjölda stafrænna tækja og þrautum tengdum fótbolta. Með stofnun garðsins vilja eigendur uppfylla þarfir fótboltaáhugafólks og mæta vaxandi eftirspurn eftir fjörugri afþreyingu með hreyfingu sem hentar öllum aldurshópum. Brautirnar tuttugu skiptast í tvær tegundir, keppnisbrautir og skemmtibrautir. 

Í Fótboltagarðinum getur fólk séð hversu skotfast það er.Sena

„Í keppnisbrautunum munu gestir keppast um að fá sem flest stig úr hverri braut og sigra þannig vini eða fjölskyldu í viðkomandi brautum. Í skemmtibrautunum snýst allt um að hafa gaman þó svo að alltaf sé hægt að stilla upp keppni í þeim brautum líka kjósi gestir svo. Í skemmtibrautunum geta fleiri en einn spilað í einu,“ segir í tilkynningu frá Senu sem rekur meðal annars Smárabíó og sér um skemmtigarðinn í Smáralind.

Notast verður við margar af heimsins helstu tækninýjungum í garðinn, til dæmis RFID-armbönd sem halda utan um stig keppanda og stafræn fótboltatæki sem notuð eru á æfingasvæðum stærstu fótboltaklúbba heims. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×