Fleiri fréttir

Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur

Morgunrútínan er Hrönn Marinósdóttur framkvæmdastjóra RIFF kvikmyndahátíðarinnar mjög mikilvæg og nýverið vonaðist hún til að rekast á Jeremy Irons og Hillary Clinton þegar hún var stödd á kvikmyndahátíð. Hrönn situr fyrir svörum í kaffispjalli helgarinnar.

Mál Sigur Rósar aftur fyrir héraðsdóm

Skattsvikamál fjögurra liðsmanna hljómsveitarinnar Sigur Rósar fer aftur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem þarf að taka málið til efnislegrar meðferðar.

Þynnka í vinnunni: Fimm góð ráð

Var mannfagnaður í gærkveldi og morguninn erfiður? Hefur þú einhvern tíman mætt þunn/ur til vinnu? Rannsókn í Bandaríkjunum gefur til kynna að meirihluti fólks hafi einhvern tíman upplifað þynnkudag í vinnunni.

Spurði hvort engar hæfar konur væru á ritstjórninni

Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur.

„Við höfum alltaf gert þetta svona“ ekki lengur í boði

Óðaverðbólga og óvissa eftir hrun ber á góma þegar litið er til áskorana fortíðarinnar í fyrirtækja. Í dag eru það tækniframfarir, mögulegur loðnubrestur, umhverfis- og loftlagsmál og síðan álögur og ný regluverk stjórnvalda sem reynsluboltar úr atvinnulífinu nefna meðal annars.

Buffett búinn að skipta út samlokusímanum

Bandaríski milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Warren Buffett viðurkenndi í viðtali á mánudaginn að hann væri búinn að skipta samlokusímanum sínum út fyrir nýjustu gerð af iPhone-síma Apple.

Úrvinda starfsmenn: Vísbendingar um að fólk eigi erfiðara með að höndla vinnuálag

Þótt fólk haldi að álag sé að aukast á vinnustöðum sýna mælingar á milli ára að fólk er ekki að meta álag í vinnunni meira en áður. Mun fleiri segjast þó vera úrvinda eftir vinnu og mjög þreyttir. Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup segir áreiti á fólk og tíðar breytingar nefndar til skýringar.

Uppsagnir á Fréttablaðinu

Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, hefur verið sagt upp störfum. Um er að ræða hluta af niðurskurðaraðgerðum sem kynntar voru á starfsmannafundi á fimmta tímanum í dag. Sunna Karen Sigurþórsdóttir, sem ritstýrt hefur Frettabladid.is, mun sömuleiðis hætta störfum.

„Fólk er auðvitað dálítið hissa“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður frá næstu áramótum.

Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun.

Atvinna: Fertug og einhleyp

Nýverið var gerð úttekt á því í Bandaríkjunum í hvaða störfum flestir starfa sem eru einhleypir um fertugt. Ýmsar skýringar eru fram dregnar í umfjöllun um listann og til dæmis talað um langar vaktir eða mikla fjarveru sem skýringu á því hvers vegna fertugir í þessum störfum eru ekki í parsambandi.

Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar.

Sjá næstu 50 fréttir