Segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 23. febrúar 2020 11:29 Mikið hefur verið rætt um raforkusamning Landsvirkjunnar við Rio Tinto síðustu vikur eftir að stjórnendur sögðust vera að skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík. Vísir/vilhelm Forstjóri Landsvirkjunar segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamning sinn við Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvísk, verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Segir þetta ekki vera samningaviðræður „Ef við horfum á Rio Tinto þá er langtímasamningur hjá fyrirtækinu sem við skifuðum undir 2010 og endurnýjuðum árið 2014. Það eru erfiðleikar á álmörkuðum og fyrirtækið hefur áhuga á því að endurskoða það. Þeir telja það réttu leiðina að byrja þær viðræður, þetta eru ekki samningaviðræður því það er gildandi samningur, þeir telja það réttu leiðina að hóta samfélaginu að ef þeir fá ekki það sem þau vilja þá munu þeir skoða að loka. Þetta er í eðli sínu samningatækni. Menn geta velt því fyrir sér hversu siðleg hún er og hvort hún sé boðleg á Íslandi en þetta er sú leið sem fyrirtækið velur að fara. Þetta er fordæmalaust.“ Mikilvægt fyrir samfélagið að trúnaði sé aflétt „Í ljósi þessara umræðna sem hafa verið þá teljum við æskilegt í anda gagnsæis að það sé upplýst meira um samninginn og þess vegna skrifuðum við bréf til Rio Tinto í síðustu viku þar sem við höfum óskað formlega eftir því við fyrirtækið að trúnaði sé aflétt af samningnum. Í ljósi þeirra orða sem hafa fallið, bæði um raforkuverðið og ábyrgðir og annað þá held ég að það sé afar mikilvægt fyrir samfélagið að trúnaði sé aflétt.“ Sjá einnig: Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Tilkynnt var um það 12. febrúar síðastliðinn að RioTinto leitaði leiða til þess að bæta rekstur álversins vegna erfiðrar stöðu á alþjóðlegum álmörkuðum. Stjórnendur álversins sögðu það meðal annars koma til greina að loka álverinu. Síðast endurskoðaður árið 2014 Stjórnendur hafa síðan þá lagt áherslu á að raforkusamningur fyrirtækisins við Landsvirkjun verði endurskoðaður en það var síðast gert árið 2014. Í þættinum sagði Hörður að í samningnum væru meðal annars ákvæði um endurskoðun sem eigi að tryggja samkeppnishæfni álversins. Hann telur að það væri til gagns fyrir alla aðila að trúnaðinum yrði aflétt svo hægt væri að ræða samninginn opinberlega. Hafnarfjörður Orkumál Sprengisandur Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar segir Rio Tinto beita samningatækni og hótunum til að ná vilja sínum fram. Landsvirkjun hefur formlega óskað eftir því að trúnaði um raforkusamning sinn við Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvísk, verði aflétt. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Segir þetta ekki vera samningaviðræður „Ef við horfum á Rio Tinto þá er langtímasamningur hjá fyrirtækinu sem við skifuðum undir 2010 og endurnýjuðum árið 2014. Það eru erfiðleikar á álmörkuðum og fyrirtækið hefur áhuga á því að endurskoða það. Þeir telja það réttu leiðina að byrja þær viðræður, þetta eru ekki samningaviðræður því það er gildandi samningur, þeir telja það réttu leiðina að hóta samfélaginu að ef þeir fá ekki það sem þau vilja þá munu þeir skoða að loka. Þetta er í eðli sínu samningatækni. Menn geta velt því fyrir sér hversu siðleg hún er og hvort hún sé boðleg á Íslandi en þetta er sú leið sem fyrirtækið velur að fara. Þetta er fordæmalaust.“ Mikilvægt fyrir samfélagið að trúnaði sé aflétt „Í ljósi þessara umræðna sem hafa verið þá teljum við æskilegt í anda gagnsæis að það sé upplýst meira um samninginn og þess vegna skrifuðum við bréf til Rio Tinto í síðustu viku þar sem við höfum óskað formlega eftir því við fyrirtækið að trúnaði sé aflétt af samningnum. Í ljósi þeirra orða sem hafa fallið, bæði um raforkuverðið og ábyrgðir og annað þá held ég að það sé afar mikilvægt fyrir samfélagið að trúnaði sé aflétt.“ Sjá einnig: Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Tilkynnt var um það 12. febrúar síðastliðinn að RioTinto leitaði leiða til þess að bæta rekstur álversins vegna erfiðrar stöðu á alþjóðlegum álmörkuðum. Stjórnendur álversins sögðu það meðal annars koma til greina að loka álverinu. Síðast endurskoðaður árið 2014 Stjórnendur hafa síðan þá lagt áherslu á að raforkusamningur fyrirtækisins við Landsvirkjun verði endurskoðaður en það var síðast gert árið 2014. Í þættinum sagði Hörður að í samningnum væru meðal annars ákvæði um endurskoðun sem eigi að tryggja samkeppnishæfni álversins. Hann telur að það væri til gagns fyrir alla aðila að trúnaðinum yrði aflétt svo hægt væri að ræða samninginn opinberlega.
Hafnarfjörður Orkumál Sprengisandur Stóriðja Tengdar fréttir Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20 Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27 Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Hörður baunar á Samtök iðnaðarins vegna upprunaábyrgða Forstjóri Landsvirkjunar sakar Samtök iðnaðarins um að fara með ítrekaðar rangfærslur í málflutningi þeirra um upprunaábyrgðir. 22. febrúar 2020 11:20
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Telur meiri líkur en minni að Rio Tinto verði hér um ókomin ár Það er af og frá að til greina komi að Alþingi beiti sér með einhverjum hætti til að hafa áhrif á samninga um kaup álframleiðenda á raforku. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. 18. febrúar 2020 13:27
Íslensk orkufyrirtæki selja mengunaraflátsbréf Opinberlega er uppruni raforku á Íslandi 90 prósent kominn frá jarðefnaeldsneyti og kjarnorku, þótt nær öll orka hér á landi sé framleidd með endurnýjanlegum orkulindum. 19. febrúar 2020 19:30
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45