Viðskipti innlent

Fyrsta skemmtiferðaskipið afboðar komu sína vegna veirunnar

Jakob Bjarnar skrifar
Asuka II japanskt skemmtiferðaskip kemur ekki til Íslands eins og til stóð.
Asuka II japanskt skemmtiferðaskip kemur ekki til Íslands eins og til stóð. Getty/Jiangang Wang

Asuka II japanskt skemmtiferðaskip sem til stóð að myndi leggjast við festar í Reykjavíkurhöfn, kemur ekki. Uppgefin ástæða er Coronu-veiran.

Að sögn Gísla Hallssonar hjá Faxaflóahöfnum er þetta vegna ástands sem er að skapast í Asíu og á heimsvísu vegna útbreiðslu Coronu-verunnar. Öll dagskrá er að riðlast.

Asuka II getur tekið 800 farþega og til stóð að skipið kæmi 28. maí og yrði í sólarhring. Þetta er fyrsta afbókunin en samkvæmt dagskrá er búist við 187 skemmtiferðaskipakomum í sumar nú þegar búið er að afskrá Asuka af dagskrá. Sum skip koma oftar en einu sinni, en alls er um að ræða 80 skip. Fyrsta skipið er væntanlegt 9. mars og er það Magellan frá Bahamas.

„Það er í mörg horn að líta. Við erum á tánum og eigum fund með sóttvarnalækni á morgun,“ segir Gísli. Þetta þýðir að Faxaflóahafnir verða af tæpum tveimur milljónum, sem eru komugjöld en á móti dregst kostnaður sem Faxaflóahafnir þurfa að standa undir vegna skipakomu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×