Dæmdir eiga einnig rétt á bótum vegna hlerana Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2020 11:25 Almar Möller lögmaður segir til skammar að fórnarlömb hlerana þurfi að sækja rétt sinn sérstaklega til ríkislögmanns. „Nei. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Í þeim tilvikum hafa bæturnar verið greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu,” segir Almar Möller lögmaður. Almar hefur á sínu borði tíu mál af þeim ellefu hvar bætur sem nema 300 en í flestum tilfellum 350 þúsund krónum í bætur vegna hlerana. Og annað eins sem er óafgreitt. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ segir Almar meðal annars í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að greiddar hafi verið út bætur vegna hlerana. Fanney Rós Þorsteinsdóttir settur ríkislögmaður sagði spurð að ekki væri um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi, um væri að ræða hlutlæga bótagreiðslu: Almar Möller lögmaður segir athyglisvert að þessi hópur manna skuli þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja klárar bótagreiðslur. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Ekki aðeins um hlutlæga bótagreiðslu að ræða Almar segir þetta ekki nákvæmt upplegg, ekki er verið að greiða bætur á þeim forsendum einum. Einnig er um að ræða að einstaklingar fái bætur sem voru dæmdir, ákærðir og sakfelldir en gengið hafi verið á rétt þeirra með hinum umdeildu hlerunum sem dómarar afgreiddu og gáfu út á færibandi. „Já. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Bæturnar eru greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu. Engu breytir um bótaréttinn hvort viðkomandi voru sakfelldir eða ekki. Rannsóknaraðgerðir embættis sérstaks saksóknara voru ólögmætar og bótaskyldar óháð sekt eða sýknu þess sem í hlut átti. Eins og áður sagði hefur Almar gengið frá samkomulagi um skaðabætur fyrir tíu einstaklinga. „Til viðbótar eru óafgreidd um tíu mál. Ég á von á að gengið verði frá samkomulagi í þeim málum innan skamms.“ Fríða Rós settur ríkislögmaður segir að um hlutbundna bótagreiðslu sé að ræða. Almar telur það heldur ónákvæma framsetningu á því sem um ræðir.Forsætisráðuneytið Almar segist ekki vita það nákvæmlega hversu margir þeir eru sem eiga rétt á greiðslum vegna þessara hlerana. En hefur áætlað að þeir séu á bilinu 50 til 60 talsins. Sé miðað við það má meta það gróflega svo að um sé að ræða 20 milljónir. Þurfa sjálfir að sækja sín mál Samkvæmt heimildum Vísis telja menn það skjóta skökku við að þeir sem í hlut eiga þurfi að hafa frumkvæði að því að sækja þennan rétt sinn, svo sé ekki í málum þar sem ríkið hefur brotið gegn rétti einstaklinga þar sem klár bótagreiðsla liggur fyrir; það er leiðrétt en hér virðist sem af því að um sé að ræða hóp sem nýtur ekki mikillar samúðar sé þetta látið reka á reiðanum. Er það óeðlilegt að mati Almars? „Já, það finnst mér. Í kerfinu er vitneskja um alla þá einstaklinga sem brotið var gegn með ólögmætum hlerunum. Mér finnst að góð stjórnsýsla, og reyndar hið eina rétta, að ríkisvaldið bjóði öllum þeim einstaklingum sem brotið var gegn sömu skaðabætur og greiddar hafa verið þeim sem fengið hafa bætur. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ Dómsmál Stjórnsýsla Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
„Nei. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Í þeim tilvikum hafa bæturnar verið greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu,” segir Almar Möller lögmaður. Almar hefur á sínu borði tíu mál af þeim ellefu hvar bætur sem nema 300 en í flestum tilfellum 350 þúsund krónum í bætur vegna hlerana. Og annað eins sem er óafgreitt. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“ segir Almar meðal annars í samtali við Vísi.Vísir greindi frá því í síðustu viku að greiddar hafi verið út bætur vegna hlerana. Fanney Rós Þorsteinsdóttir settur ríkislögmaður sagði spurð að ekki væri um ólöglegar hleranir að ræða þó til bótagreiðslu komi, um væri að ræða hlutlæga bótagreiðslu: Almar Möller lögmaður segir athyglisvert að þessi hópur manna skuli þurfa að hafa frumkvæði að því að sækja klárar bótagreiðslur. Hleranirnar eru samkvæmt úrskurði, þar með lögum samkvæmt en ef um er að ræða rannsóknar- eða þvingunaraðgerðir sem ekki leiða til dómsuppsögu eða sektar eru greiddar út bætur vegna slíks. Ekki aðeins um hlutlæga bótagreiðslu að ræða Almar segir þetta ekki nákvæmt upplegg, ekki er verið að greiða bætur á þeim forsendum einum. Einnig er um að ræða að einstaklingar fái bætur sem voru dæmdir, ákærðir og sakfelldir en gengið hafi verið á rétt þeirra með hinum umdeildu hlerunum sem dómarar afgreiddu og gáfu út á færibandi. „Já. Bætur hafa einnig verið greiddar til aðila sem hafa verið dæmdir. Bæturnar eru greiddar á grundvelli skaðabótalaga vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða lögreglu. Engu breytir um bótaréttinn hvort viðkomandi voru sakfelldir eða ekki. Rannsóknaraðgerðir embættis sérstaks saksóknara voru ólögmætar og bótaskyldar óháð sekt eða sýknu þess sem í hlut átti. Eins og áður sagði hefur Almar gengið frá samkomulagi um skaðabætur fyrir tíu einstaklinga. „Til viðbótar eru óafgreidd um tíu mál. Ég á von á að gengið verði frá samkomulagi í þeim málum innan skamms.“ Fríða Rós settur ríkislögmaður segir að um hlutbundna bótagreiðslu sé að ræða. Almar telur það heldur ónákvæma framsetningu á því sem um ræðir.Forsætisráðuneytið Almar segist ekki vita það nákvæmlega hversu margir þeir eru sem eiga rétt á greiðslum vegna þessara hlerana. En hefur áætlað að þeir séu á bilinu 50 til 60 talsins. Sé miðað við það má meta það gróflega svo að um sé að ræða 20 milljónir. Þurfa sjálfir að sækja sín mál Samkvæmt heimildum Vísis telja menn það skjóta skökku við að þeir sem í hlut eiga þurfi að hafa frumkvæði að því að sækja þennan rétt sinn, svo sé ekki í málum þar sem ríkið hefur brotið gegn rétti einstaklinga þar sem klár bótagreiðsla liggur fyrir; það er leiðrétt en hér virðist sem af því að um sé að ræða hóp sem nýtur ekki mikillar samúðar sé þetta látið reka á reiðanum. Er það óeðlilegt að mati Almars? „Já, það finnst mér. Í kerfinu er vitneskja um alla þá einstaklinga sem brotið var gegn með ólögmætum hlerunum. Mér finnst að góð stjórnsýsla, og reyndar hið eina rétta, að ríkisvaldið bjóði öllum þeim einstaklingum sem brotið var gegn sömu skaðabætur og greiddar hafa verið þeim sem fengið hafa bætur. Mér finnst satt að segja til háborinnar skammar að leggja það á þá sem brotið var gegn að þeir þurfi sjálfir að sækja sín mál.“
Dómsmál Stjórnsýsla Tíu ár frá hruni Tengdar fréttir Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Hrunverjar fá greiddar bætur vegna hlerana Ellefu einstaklingar sem sæta máttu því að símar þeirra voru hleraðir fá nú greiddar út bætur. 19. febrúar 2020 13:16