Kaupandi Icelandair Hotels seinkar lokagreiðslu Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2020 18:45 Samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. Vísir/vilhelm Öll skilyrði sem samið var um vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til malasíska félagsins Berjaya Land Berhad hafa nú verið uppfyllt. Þá hafa félögin komist að nýju samkomulagi um lokagreiðslu en hún mun koma þremur mánuðum seinna en áður áætlað var. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Icelandair Group. Í desember síðastliðnum tilkynnti Icelandair Group að gert væri ráð fyrir því að gengið yrði frá kaupunum í lok febrúar á þessu ári. Áður var stefnt að því að þau yrðu kláruð undir lok síðasta árs en samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. Heildarkaupverð hlutarins er sagt vera rúmir sjö milljarðar króna (55,3 milljónir Bandaríkjadala) á núverandi gengi. Berjaya hefur þegar greitt Icelandair Group 1,9 milljarða (15 milljónir Bandaríkjadala), er fram kemur í tilkynningunni. Eftirstöðvar kaupverðsins nema því um 5,1 milljarði króna (40,3 milljónir Bandaríkjadala). „Icelandair Group og Berjaya hafa nú komist að samkomulagi um að Berjaya greiði um helming eftirstöðvanna 28. febrúar nk., rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) og að lokagreiðslan, rúmir 2,6 milljarðar króna (20,3 milljónir Bandaríkjadala), verði greidd 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá hefur Berjaya samþykkt að greiða 6% ársvexti af eftirstöðvum kaupverðs þann 28. febrúar nk.“ Fram kemur í tilkynningunni að afhending á bréfum Icelandair Hotels fari fram samhliða lokagreiðslu í lok maí. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er samkomulag um vanefndagreiðslu að fjárhæð rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) af hálfu kaupanda af því sem þegar hefur verið greitt og getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Öll skilyrði sem samið var um vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til malasíska félagsins Berjaya Land Berhad hafa nú verið uppfyllt. Þá hafa félögin komist að nýju samkomulagi um lokagreiðslu en hún mun koma þremur mánuðum seinna en áður áætlað var. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Icelandair Group. Í desember síðastliðnum tilkynnti Icelandair Group að gert væri ráð fyrir því að gengið yrði frá kaupunum í lok febrúar á þessu ári. Áður var stefnt að því að þau yrðu kláruð undir lok síðasta árs en samið var um kaupin þann 13. júlí síðastliðinn. Heildarkaupverð hlutarins er sagt vera rúmir sjö milljarðar króna (55,3 milljónir Bandaríkjadala) á núverandi gengi. Berjaya hefur þegar greitt Icelandair Group 1,9 milljarða (15 milljónir Bandaríkjadala), er fram kemur í tilkynningunni. Eftirstöðvar kaupverðsins nema því um 5,1 milljarði króna (40,3 milljónir Bandaríkjadala). „Icelandair Group og Berjaya hafa nú komist að samkomulagi um að Berjaya greiði um helming eftirstöðvanna 28. febrúar nk., rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) og að lokagreiðslan, rúmir 2,6 milljarðar króna (20,3 milljónir Bandaríkjadala), verði greidd 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá hefur Berjaya samþykkt að greiða 6% ársvexti af eftirstöðvum kaupverðs þann 28. febrúar nk.“ Fram kemur í tilkynningunni að afhending á bréfum Icelandair Hotels fari fram samhliða lokagreiðslu í lok maí. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er samkomulag um vanefndagreiðslu að fjárhæð rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir Bandaríkjadala) af hálfu kaupanda af því sem þegar hefur verið greitt og getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent