Viðskipti innlent

Bein útsending: Fundur SFS um gagnsæi í sjávarútvegi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Valdimar GK195 í Grindavíkurhöfn.
Valdimar GK195 í Grindavíkurhöfn. Vísir/vilhelm

Opin fundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um gagnsæi í þeirra geira fer fram í dag. Honum er streymt beint á netinu og má nálgast útsendinguna hér að neðan. Stefnt er á að fundurinn og útsendingin hefjist um klukkan 9.

Fundurinn í dag markar upphaf fundaraðar SFS, Samtal um sjávarútveg, og segja samtökin að markmið fundanna sé að leiða saman fólk úr ólíkum áttum til þess að „ræða málefni sjávarútvegsins á breiðum grunni.“ Til standi að kynna niðurstöðuna fundanna á ársfundi samtakanna í byrjun maí.

Fundur dagsins í dag hverfist sem fyrr segir um gagnsæi í sjávarútvegi. Frummælendur eru fjórir; Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands og Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Að erindum þeirra loknum fara fram pallborðsumræður með þátttöku Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS. Fundarstjórn verður í höndum Þórlinds Kjartanssonar, pistlahöfundar.

Útsendinguna má nálgast hér að neðan, eða með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×