Viðskipti innlent

Bein útsending: Fundur SFS um gagnsæi í sjávarútvegi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Valdimar GK195 í Grindavíkurhöfn.
Valdimar GK195 í Grindavíkurhöfn. Vísir/vilhelm

Opin fundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um gagnsæi í þeirra geira fer fram í dag. Honum er streymt beint á netinu og má nálgast útsendinguna hér að neðan. Stefnt er á að fundurinn og útsendingin hefjist um klukkan 9.

Fundurinn í dag markar upphaf fundaraðar SFS, Samtal um sjávarútveg, og segja samtökin að markmið fundanna sé að leiða saman fólk úr ólíkum áttum til þess að „ræða málefni sjávarútvegsins á breiðum grunni.“ Til standi að kynna niðurstöðuna fundanna á ársfundi samtakanna í byrjun maí.

Fundur dagsins í dag hverfist sem fyrr segir um gagnsæi í sjávarútvegi. Frummælendur eru fjórir; Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands og Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Að erindum þeirra loknum fara fram pallborðsumræður með þátttöku Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra SFS. Fundarstjórn verður í höndum Þórlinds Kjartanssonar, pistlahöfundar.

Útsendinguna má nálgast hér að neðan, eða með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
1,37
32
393.183
ARION
1,23
8
20.746
EIK
1,14
4
3.875
REITIR
0,94
5
131.315
SKEL
0
4
16.724

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-4,21
14
35.607
ICEAIR
-3,13
34
20.540
FESTI
-2,25
3
6.952
REGINN
-2,14
3
22.115
TM
-2
2
4.009
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.